Skinfaxi - 01.02.1989, Qupperneq 27
Viðhorf
Að verja sjálfstœði
þjóðarinnar
Veljum íslenskt eru orð sem hljóma
kunnuglega í eyrum okkar sem
störfum eða höfum starfað innan
ungmennafélagshreyfingarinnar. En
förum við eftir þessum orðum þegar
við verslum eða horfum við einungis
1 pyn&junaokkar. Svari hverfyrirsig.
Mér segir svo hugur að margur líti
einungis á verðið en athugi ekki gæði
eða hvar varan er framleidd.
Islensk framleiðsla hefur verið í örri
framþróun á undanförnum árum og er
nú hægt að ganga út frá því sem gefnu
að íslenska varan stendur ful lkomlega
jafnfætis þeirri erlendu hvað gæði
snertir og jafnvel oft framar.
íslenskur iðnaður
Ef við lítum á verð á íslenskri og
erlendri iðnaðarvöru kemur í ljós að
verð er mjög sambærilegt. Islenskur
iðnaður á í harðri samkeppni við
innfluttar vörur og er þar við erlenda
risa að etja. Oft og einatt bjóða þessir
erlendu risar verulega lækkun til
innflytjendaámeðan þeireru að vinna
markað, auk þess taka þeir verulegan
þátt í auglýsingaherferð. Við slík
niðurboð er erfitt að keppa vegna
smæðarokkar. Sífellt koma ný, erlend
stórfyrirtæki inn á íslenska markaðinn
ogbjóðatímabundnalækkun. Þaðmá
því segja að íslenskir framleiðendur
þurfi ávallt að framleiða vöru sína
undir kostnaðarverði ef þeir eiga að
standast fyllilega verðsamanburð En
mitt álit er að verðsamanburður sé
ekki alltaf á jafnréttisgrunni því oft er
erlenda varan í mun lægri gæðaflokki
en sú innlenda. A ég þar t.d. við
innréttingaframleiðslu. Við gerum
oftast þá kröfu til íslensku
framleiðslunnar að hún skuli vera í
hæsta gæðaflokki en öðru máli gegnir
með þá erlendu.
Ef við lítum á verð og gæði í
samhengi tel ég að íslanska varan
Þórir Jónsson,
stjórnarmaöur í UMFÍ,
skrifar
standist vel þann samanburð. Égætla
hér að taka dæmi um þann lið sem ég
þekki hvað best til, þ.e.a.s. innréttingar.
Yfir okkur hefur flætt innflutningur á
innréttingum frá ýmsum löndum, þar
eruinnréttingarfjöldaframleiddareftir
staðli. Stór hluti af þessum innfluttu
innréttingum er í lágum gæðatlokki
og verðið er lágt eftir því. En ef við
skoðum vandaða erlenda innréttingu
er verðið oftast komið langt upp fyrir
verðið á íslenskri sérsmíðaðri
innréttingu.
íslensk og erlend
gæöi
Umþettahefégnýlegtdæmi. Kona
nokkur leitaði eftir tilboðum í
eldhúsinnréttingum í íbúðina sína og
leitaði hún bæði eftir tilboðum frá
erlendum og innlendum fram-
leiðendum. Innréttingin skyldi vera
vönduð og stílhrein. Til að gera langt
mál stutt var verðið frá innlenda
framleiðandanum kr. 220.000.
Sambærilegar erlendar innréttingar
sem hún fékk einnig tilboð frá kostuðu
frá kr. 280.000 og upp í kr. 390.000.
Með þessu er ég að benda á að verð
og gæði haldast ávallt í hendur. Við
gerum kröfu til þess að gæði íslensku
innréttinganna sé fyrsta flokks sem ég
tel vera réttmæta kröfu. En einnig
gerum við oft þá kröfu að verð íslensku
vörunnar sé í lægsta flokki. Það tel ég
ekki réttlátt gagnvart innlendum
framleiðendum.
Við verðum að bera saman verð og
gæði í samhengi. Ég hef því sett mér
þá reglu að velja íslensku vöruna
Viöhorf
umfram þá erlendu sé verðmunur
innan við 10 %. Þetta á við um alla
almenna neysluvöru. Ef um er að
ræða húsgögn, innréttingareða annað
þess háttar læt ég gæðin sitja í fy rirrúmi
og niðurstaðan er alltaf sú að ég kaupi
íslenskt því það er betra, ódýrara og
þjóðinni til heilla.
Áróöur og sjálfstæöi
En af hverju þessi áróður fyrir
íslenskri framleiðslu? Jú, þetta er
einn Iiður í því að verja sjálfstæði
íslenskrar þjóðar. Um þessar mundir
er mikið rætt um kreppu á íslandi, þá
ríður á að stuðla að aukinni atvinnu og
því að kaupa íslenskt. Það sparar
gjaldeyri, ekki veitir af. Með þessu
tryggjum við atvinnuöryggi og tilveru
okkar sem land þetta byggjum.
Stöndum vörð um íslenskan iðnað
því hvert starf í framleiðsluiðnaði
skapar ný atvinnutækifæri í
þjónustugreinum. Það er því spor í
rétta átt ef okkur tekst að breyta
almenningsálitinu í þá átt að taka
íslenska vöru fram yfir erlenda.
UMFI hefur oft lagt fé og vinnu í
það að hvetja almenning til að velja
íslenskt, svo er einnig nú. Ég vil
hvetja héraðssambönd og
ungmennafélög um land allt. til að
leggja máli þessu lið. Því oft er þörf
en nú er nauðsyn. Vekjum þjóðina af
værum blundi.
Að lokum þetta; Kaupir þú íslenska
vöru stuðlar þú að aukinni atvinnu og
bættum lífskjörum íslensku
þjóðarinnar, öllum til hagsbóta þegar
á heildina er litið.
Veljum íslenskt.
Skinfaxi
27