Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1989, Síða 39

Skinfaxi - 01.02.1989, Síða 39
Aðalsteinn Sigmundsson samkennarar við Austurbæjarskólann og unnu mikið að félagsmálum, m.a. fóru þeir til Færeyja saman. Olafur Jóhann Sigurðsson, rithöfundur, fékk miklahvatningufrá Aðalsteini. Olafur er ættaður frá T orfastöðum í Grafningi og kom oft í Þrastaskóg, sérstaklega þegar hann var ungur drengur. Það sama má segja um Þorstein Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúa. Eg minnist allra þessara rnanna, því að þeir voru líka mínir vinir og kunningjar. I seinni heimstyrjöldinni, þegar við Aðalsteinn bjuggum í skóla- stjóraíbúðinni í Austurbæjar- skólanum skeði margt. T.d. þann 10. mai árið 1940. Þá var skólinn hertekinn af breska hernum og vörður settur við allar útidyr. Þurftum við Aðalsteinn þá alltaf að fara gegnum hervörð til að komast í íbúð okkar. Aðalstemn var alltaf á móti öllu hemaðarbrölti, enda öfugt við alla hans lífskoðun. Þrastaskógur Árið 1924 var Aðalsteinn skógarvörður í Þrastaskógi og hafði hann oft með sér æskumenn. Margar ferðir fór Umf. Eyrarbakka í Þrastaskóg og einnig skátafélagið Birkibeinar frá Eyrarbakka. Eg kom fyrst í Þrastaskóg sumarið 1927. Þá bauð Aðalsteinn mér þangað í viku, en ég var þar allt sumarið. Hófst þá vera mín í Þrastaskógi, en alls var ég þar í 34 sumur, eða til ársins 1970. Plöntutilraunir Aðalstarf Aðalsteins í Þrastaskógi vargrisjun,en kringum 1935 fórhann að gera tilraunir nteð plöntuuppeldi og allt fram til 1970 hefur þetta verið tilraunastarf, en nú, 1988,erkominn í ljós árangur þessa tilraunastarfs og skora ég á ungmennafélaga í dag að nýta sér þetta starf Aðalsteins og þeirra sem á eftir fylgdu. Nú ætti að vera komið í ljós, hvaða plöntutegundir henta best á þessu svæði. Ungmennafélagar, hluti af fjölbreyttu lífsstarfi Aðalsteins Sigmundssonar var umsjón og ræktun Þrastaskógar. I dag er þessi gróðurperla ein ykkar dýrmætasta eign, varðveitið því staðinn. Hitahlífarnar styðja við hné, ökkla, kálfa, olnboga og úlnlið og fást hjá llti^ STOÐTÆKJASMÍÐIN llnSTDÐ 52SSS TRÖNUHRAUN 6 ■ HAFNARFIRÐI Aðalsteinn var aðeins 45 ára þegar hann lést. UMFI hefur sýnt honum margs komar virðingu og sóma, reist honum minnisvarða og stofnað um hann minningarsjóð sem ætlaður er ungmennafélögum til framhalds- menntunar. Slfkur sjóður er Aðal- steini vegleg minning og verðug. Þórður Pálsson. Skinfaxi 39

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.