Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 11
Iþróttaslys Verður bótaréttur íþróttamanna felldur niður? í síðasta Skinfaxa, 4. tbl. 1990, var greint frá því að samkvæmt drögum að nýjum lögum um almannatryggingar er gert ráð fyrir því að felld verði niður sú slysatrygging, sem íþróttamenn njóta eftir núgildandi lögum um almannatryggingar. Um 4000 íþróttaslys arið 1989 Samkvæmt skýrslu Landlæknis- embættisins voru skráð samtals 3263 íþróttaslys hér á landi á árinu 1989. Skráningin nær þó aðeins til 70 % þjóðarinnar og er því ekki óvarlegt að áætla að um 4000 íþróttaslys hafi orðið hér á landi á árinu 1989, þar sent leitað hefur verið til læknis. Sem betur fer eru þessi slys í flestum tilfellum smávægileg. Sum eru þó alvarlegri og leiða til varanlegrar eða tímabundinnar örorku fyrir viðkomandi íþróttamenn. Greiðslur Tryggingastofnunar rfkisins vegna íþróttaslysa námu liðlega 15 milljónum krónaáárinu 1989. Þarafvoru tæpar7 milljónir vegna sjúkraþjálfunar og örorkulækninga, rúmar2 milljónir vegna tannviðgerða og dagpeningagreiðslur námu 3,4 milljónum króna. Skýtur skökku við Þó að þessar upphæðir séu ekki ýkja háar, er ljóst að ef bætur til handa íþróttamönnum vegna íþróttaslysa fást ekki greiddar af almannatryggingum geta íþróttamenn þurft að bera allan skaðann sjálfir. Það skýtur skökku við að á satna tíma og verið er að hvetja til almennrar íþróttaiðkunar, m.a. Hver er réttarstaða slasaðra íþróttamanna? Fótboltadómurinn Getur hlnn slasaöi beint árofu sinni aö þcim sem meiðslunum olli? Sf af heilbrigðisyfirvöldum, þá er í bígerð að fellaniðurrétt fþróttamannatil slysabóta úr almannatryggingum. Nær væri að bæta réttarstöðuna livað slys varðar, en draga úr henni. Hlýtur þetta að kalla á hörð viðbrögð af hálfu þeirra sem láta íþróttirog íþróttamálefni til sín taka. íþróttamiðstöð íslands Börn og foreldrar saman til æfinga á Laugarvatni Á Laugarvatni er íþróttamiðstöð Islands, þar sem boðið er upp á margskonar þjónustu við íþróttamenn. Félaga- samtök eða hópar geta tekið sig saman og farið á Laugarvatn til þess að byggja upp andlegan og líkamlegan styrk. Síðan íþróttamiðstöðin hóf starfsemi sína 18. október 1989 hafa um 7000 manns kontið og stundað margskonar íþróttagreinar. Nýtt og fullbúið íþróttahús er á staðnum, sundlaug, golfvöllur, göngu- og skokkbrautir, minni golt', báta- og seglbrettaleiga, almenningsíþróttavellir með mörkum, tennisvellir, þrekæfingasalur, náttúru- legt gufubað og svo mætti lengi telja. Möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar eru óþrjótandi. Nú gefast foreldrum auknir mög uleikar t i 1 að koma og stunda einhverjar íþróttir um leið og börnin eru í æfingabúðum. Aðstaðan á Laugarvatni verður sífellt vinsælli og hafa margir ungmenna- félagar út um allt land nýtt sér hana. Ungmennafélagar eru hvattir til að nota aðstöðuna og panta tíma sent fyrst. Litli íþróttaskólinn Lögð áhersla á félagslega uppbyggingu Eins og undanfarin sumur mun IMI starfrækja sumarbúðir fyrir börn, þar sem úrvals íþróttakennarar og leiðbeinendur rnunu sjá um að börnin kynnist sem flestum íþróttagreinum. Búðirnareru fyrirbörn á aldrinum 10-12 ára og mikil áhersla er lögð á félagslega uppbyggingu og að þau læri að vinna á félagslegum grundvelli. Börnin taka sérmargtskemmtilegtfyrirhendur, þau fara á hestbak. fara í fjallgöngu, sigla bátum og geta stundað minni golf. Lögð er mikil áhersla á félagslega uppbyggingu og að börnin læri að vinna á félagslegum grundvelli. Þá konta þekktir íþróttamenn í heimsókn. Vikunámskeið hefjast 7. júní og haldin verða þrjú námskeið í sumar. Allar upplýsingar um dvöl í Iþróttamiðstöð Islands á Laugarvatni gefur Þráinn Hafsteinsson fram- kvæmdastjóri í síma 98-61147 og 98-61151 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.