Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 20

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 20
HREYFIÞROSKI Afleiðingar hreyfingarleysisins sem nútímabörnin búa við eru þær að þau þroskast ekki eðlilega. Sum yngri börn fá enga íþróttaþjálfun í skólanum. Það ástand er óvið- unandi. Hvað er til ráða? Sérstakir íþróttaskólar fyrir börn? Hver ber ábyrgðina og hvað geta þeir gert? Þurfa börnin nokkuð að vera í góðri þjálfun, þar sem þau koma til með að vinna á tölvur þegar þau eru orðin stór? Styrkur og kraftur ungra barna er lítill Anton Bjarnason, lektor í íjjróttafræðum við Kennaraháskóla Islands, hefur um nokkurt skeið rannsakað þetta vandamál og segist hann steini lostinn eftir að hafa komist að því að fjöldi barna geti ekki einu sinni hoppað á einumfæti án þess að missa jafnvægið, hvað þá gengið óstudd á slá. „Þegar börnin koma í sex ára bekk er hreyfi- þroski margra mjög takmark- aður, þau vantar allagrunnþjálfun, þolið er lítið og samamásegjaum styrkinn og kraftinn. Það er fyllsta ástæða til þess að vekja foreldra, uppal- endur, fþrótta- kennara og skóla-yfirvöld til umhugsunar um hreyfingarleysi barna”, segir Anton sem hefur farið á milli skóla og dagheimila til að uppfræða fólk um ástandið. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.