Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 28

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 28
í Þ R Ó T T I R Gamlir þjóðlegir leikir og íþróttir Síðari þáttur eftir Þorstein Einarsson Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi, hefur um nokkurt skeið kynnt sér og safnað saman heimildum um íþróttir forfeðra okkar. Það er okkur mikils virði að geta kynnst þeim fjölmörgu leikjum sem þeir stunduðu. Forfeður okkar kvörtuðu ekki yfír aðstöðuleysi til íþróttaiðkana, þeir iðkuðu íþróttir sem hægt var að stunda í baðstofum og úti á túni. Nú á tímum tölvuvæðingar og sjónvarpsinnrásar er mikið rætt um hreyfingu barna eða öllu heldur hreyfingarleysi. Margar íþróttir og leikir forfeðra okkar er hægt að stunda heima í stofu á milli þess að ný myndbandsspóla er sett í tækið eða smellt er á nýjan tölvuleik. Hér rekur Þorsteinn síðari þátt sinn um gamla þjóðlega leiki og íþróttir, en hann haíði umsjón með tveim sýningum, sem haldnar voru í Bretagne í Frakklandi og á 20. Landsmóti UMFÍ árið 1990. Fyrri þáttur birtist í 4. tbl. Skinfaxa 1990. Er hér var komið sögu liöfðu glímumennirnir frá Islandi sýnt fjölmarga gamla íslenska leiki fyrir franska áhorfendur. (4. tbl. Skinfaxi 1990.) Næst voru ýmisfangbrögðtekin til sýningar. Fangbrögð Hryggspenna Iðkendur brjóta hver annan á bak aftur án bragða og er það tekið fram. Sleppt tökum,stöðvað. Iðkendurtakasérstöðu, tveir og tveir andspænis hvor öðrum, grípa yfir bol hvors annars með krumlutökum upp um herðablöð; stíginn glímustígandi. Sóttglímubrögð. (Tekið fram að í þessum fangbrögðum séu tekin öll sömu brögð og í glímu og sá tapi sem snerti völlinn með öðrutn líkamshlutum en iljum.) Ást við í axlartökum Hverjir tveir taka sín ákveðnu brögð. Sleppt tökum, stöðvað. Iðkendur ganga saman tveir og tveir, taka tök með hægri hendi í hálsmál andstæðings og vinstri í hægri ermi hans ofan olnboga. Sækjandi má taka tök með hægri hendi í hálsmál andstæðings og vinstri í hægri ermi ofan olnboga. Sækjandi má taka á líkama viðfangsmanns hvar sem hann vill og sækja brögð með höndum jafnt sem fótum og mjöðmum sem í glímu. Sá vinnur sem stendur í fætur uppréttur, hinn liggur. Sýnd t. d. þessi brögð; 1) hnykkurinn, 2) slegið í hnésbót - v. hendi upp í v. holhönd h. handar og andst. hnykkttil hægri, 3) handklofbragð 4) skessubrögð. Buxnatök Sleppt tökum, stöðvað. Iðkendur grípa hverannan buxnatökum, stígaogeigast við. Kveðjast og ganga af svæðinu. (Glímumenn báru glímubelti innanklæða og voru í glímubúningum, þeir gátu því fljótlega hlaupið inn á svæðið og numið staðar í tveim röðum. Meðan þeir bjuggu sig var sagt frá bændaglímu.) Keppt í nútíma glímubúningum. Að keppni lokinni röðuðu glímumenn sér upp þversum á svæðinu. gegnt áhorfendum. Fánakveðja. Gengið af svæðinu. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.