Skinfaxi - 01.02.1991, Qupperneq 29
í Þ R Ó T T I R
Bitaleikir
Á 20. Landsmóti UMFÍ, sem haldið var
12.-15. júlí 1990, hlupu tveir frábærir
fimleikamenn að bjálkahúsi, sem var
eftirlíking af baðstofu í bóndabæ fyrrum.
Þulur kynnti bjálkahúsið og þá
sérstaklega skammbita (þverbita) þess
og sagði frá leikjum (bitaleikjum), sem
leiknir voru á bitum sem þessum. (T. d.
taldi sr. Flallgrímur sálmaskáld
Pétursson sig hafa iðkað þá í æsku og
nefnirþrjá.ekkiþáléttustu.íleikjavísum
sínum.)
Fimleikamennirnir, sem klæddir voru
þjóðbúningum, léku síðan af fjöri,
öryggi og styrk nokkra bitaleiki. Var
annar bóndi í bæ sínum, en hinn gestur.
Tóku þeir að metast um færni í
bitaleikjum og sýndu hvert
bitauppkastið af öðru. Luku þeir
metingnum með því að hanga báðir á
ristum.
Ef unnt á að vera að sýna bitaleiki þarf
að hafa t i lkippi legan bita. I
leikfimissölum er unnt að nota
jafnvægisslá.
Eftirlíking af baðstofu verður óvíða
smíðuð til bitaleikja. Má því grípa til
sömu ráða og gert var í verbúðum, þar
sem bitaleikir voru iðkaðir. Tveir eða
fjórirvermenn tóku rá á axlir sér. Stóðu
tveir og tveir andspænis hver öðrum.
Myndin sýnir hvernig búa má
bitaiðkendum slíka rá eða bita og tveir
eða fjórir bera hana á öxlunum. Á öxl
þar sem ráin hvílir er rétt að koma fyrir
þófa eða sessu.
Leikmenn klæddust venjulegum
ígangsfötum og voru menn meira að
segja í treyju eða vesti, því að eitt atriði
í einni “listinni” var að klæða sig úr
þessunr plöggum.
Grip á bita: Bitinn er að minnsta kosti
í kollhæð. Horft á bitann þveran nema
að annað sé fram tekið. Tekið er upp
um efri brún bitans báðum höndum,
annað hvort þá sem nær er andlitinu eða
fjær eftir því sem mælt er fyrir um.
Þegar tökum er náð, verður iðkandinn
að stökkva upp með því að spyrna í gólf
eða standa í fætur og vega sig upp.
1. Mismunandi grip
á brún bita
a) Hoffmannsuppkast eða bændaupp-
kast (Hoffmanns- eða bændaupphlaup):
Með sitthvorri hendi er tekið báðum
megin bita, það er að segja skágrip.
ZftZZflC
w
I
b) Sveinauppkast (Sveinaupp-
hlaup):”Báðar hendur utan”. Tekið er
með báðum höndum á aðra brún bita
sem fjær er iðkanda, það er að segja
nteð undirgripi.
--*—
c) Þrælauppkast eða kotungsuppkast
(Þræla- eða kotungsupphlaup): “Báðar
hendur innan.” Tekið er með báðum
höndum á aðra brún bita, sem nær er
iðkanda, það er að segja yfirgrip.
y*>á.£ e JCnfc ivtt&eutri
Mynd af bita
Hér á eftir fer lýsing á 10 bitaleikjum
(bitalistum, bitauppköstum).
Staðan: Staðið í báða fætur og gripið
upp um bitann.
Staðið, horft ábita þveran. Hann gripinn
yfirgripi. Fótum lyft inn milli arma og
fótleggjum brugðið upp um bita. Bak
veit niður, tökum handa sleppt svo
hangið er á fótum, bitinn í hnésbótum.
1 þessari höngu skal klæða sig úr
tilteknum bolklæðum. Vegið upp að
nýju og náð gripum á bitanum. Farið
niður í upphafsstöðu.
3. Að fara á kjöl
Úr stöðu án spyrnu, skal vega sig með
yfirgripi upp á bita og leggjast þar
endilangur, á grúfu eða upp í loft. Að
þessurn atriðum loknum er farin sama
leið til baka.
\
\
4. Sitjandinn rekinn
upp undir bita
Gripið með skágripi á bita og fótum
brugðið upp um bita úr stöðu án spyrnu.
Snúið sér við á bitanum svo hangið er
Skinfaxi
29