Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 32

Skinfaxi - 01.02.1991, Page 32
F E L 0 G Skagamenn ungmennafélagar á ný Ný unginennafélögin spretta nú upp eins og gorkúlur. Þrjú ný félög voru stofnuð árið 1988, Umf. Fjölnir í Reykjavík, Umf. Óðinn í Vest- amannaeyjum og Umf. Akureyrar á Akureyri. Nú finnast ekki nema sex Jjéttbýlis-kjarnar á landinu |jar sem ekki er ungmennafélag starfandi. Fimmtudaginn 14. febrúar síðastliðinn var enn eitt ungmennafélagið stofnað Umf. Skipaskagi á Akranesi. Um 60 Skagamenn mættu á stofnfundinn auk fulltrúa frá Ungmennafélagi Islands. Formaður Umf. Skipaskaga var kjörin Ingibjörg Óskars- dóttir, en aðrir í stjórn voru kjörin: Viihjálmur Gíslason, Kristleifur Brandsson, Sigurveig Runólfsdóttir og Rúnar Óskarsson. Formaður UMFI, Pálmi Gíslason færði félaginu peningaupphæð að gjöf ásamt sögu UMFÍ, Oaggi og dagbók. Á Akranesi var fyrst stofnað ungmennafélag 23. janúar árið 1910, Umf. Akraness og var það eitt af stofnfélögum Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), sent stofnað var árið 1922. Talið er að þetta félag hafi verið innan UMSK allt til ársins 1931, en árið 1937 mun það hafa hætt allri starfsemi. Ungmennafélagið Skipaskagi varsvostofnaðárið 1951 og það starfaði allt til áramóta 1978-79. Það félag sá um framkvæmd 15. Landsmóts UMFÍ 1975 á Akranesi ásamt Ungmennasambandi Borgar- fjarðar. Áttum ekki von á svona mörgum Ólafur Þórðarson, sem var formaður Umf. Skipaskaga er félagið var lagt niður, er einn af stofnfélögunum hins nýja félags. Hann var spurður hvað honum væri nú efst í liuga er nýtt félag væri stofnað með sama nafni og gamla ungmennafélagið sem lagðist niður. „Ég er mjög ánægður með að hér á Akranesi skuli ungmennafélag nú loksins vera komið í gang aftur. Við erum búin að berjast við að setja félagið á fót annað slagið síðustu 15 árin, en áhuginn hel'ur ekki verið það mikill að samstaða Itafi náðst um stofnun eða endurvakningu á félaginu. Ég átti alls ekki von á að svona margir kæmu á stofnfundinn. Ég gerði mér vonir um að 30-40 manns kæmu, en það er geysilega ánægjulegt að sjá hér 60 manns og ég vona að þessi áhugi sé aðeins byrjunin á öðru og meira,” sagði Ólafur. Aðspurður sagðisl Ólafur boðinn og búinn lil að veita stjórninni aðstoð ef til hans yrði leitað, en hann sagðist vera orðinn allt of gamall til að sinna stjórnunarstörfum. Það væri betra að yngra fólkið bæri ábyrgð á starfinu. Ungmennafélag skal það vera heiliin Ingibjörg Óskarsdóttir, nýkjörin formaður var spurð hvað hal'i orðið til þess að ráðist var í stofnun ungmenna- félags á Skaganum. „Fyrir það fyrsta hefur Ólafur haldið uppimerkinualvegfráþvígamlafélagið leið undir lok og við leituðum fljótlega til hans til skrafs og ráðagerða. Við könnuðum hvort einhver áhugi væri og héldum undirbúningsfund og þarmættu um 15 manns. Við leituðum til UMFI og fengum liðsinni þar á skrifstofunni. Upphaflega var ætlunin að stofna frjálsíþróttadeild, og Landsmótin hafa löngum heillað og við ákváðum að félagið skyldi verða ungmennafélag. Nú síðan ákváðum við að láta reyna á það hvað áhuginn væri mikill og boðuðum til stofnfundar. Ég er mjög ánægð með fundinn og átti ekki von á næstum því svona mörgum.” Hefur nýtífélag möguleika á ai) þrífast á stað sem mörgfélög erufyrír? „Já ég hef trú á því, ég er bjarlsýn á starfið og ég held að við eigum ekki 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.