Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 34
Vísnaþáttur Heilir og sælir lesendur góðir. Ljóð og vísurhafa um langt skeið yljaðmönnum um hjartaræturnar. Ljóðlistin er íslendingum í blóð borin og má nú sjá mikla uppsveiflu íþeirri listhérá landi. I skólum landsins er nú rekin ákveðin menningar- og listastefna þar sem börn og unglingareru hvattir til að reyna sig við vísna- og Ijóðagerð. A þingum héraðssambandanna hefur ljóðlistin löngum blómstrað og vísur af ýmsum gerðum séð dagsins Ijós. Hér á eftir fer vísa sem Jóhannes Sigmundsson, fyrrum formaður HSK, setti á blað þegar hann sá mynd af þáverandi formanni HSK og formanni frjálsíþróttanefndar HSK. Eins og mönnum er í fersku minni átti HSK miklu fylgi að fagna á síðasta ári og því yl’ir mörgu að gleðjast. Þásendi égfyrripart til SigurðarGeirdal bæjarstjóra í Kópavogi og skora á hann og aðra, sem hafa áhuga, að botna og senda til Skinfaxa. Félagsást Aköfvon og vœnting sjást á vörum þeirra beggja. Feikna heit erfélagsást formannanna beggja. Jóhannes Sigmundsson Til Sigurðar Geirdal bæjarstjóra í Kópavogi Kópavogsins kappinn snjalli komst í stólinn rétta / /rak Saddam ýmsa menn œru og lífi rúði Kosningaskjálftinn skelfir marga skyldu menn vinna eða tapa Með góðum kveðjum, Sigurður Gíslason Björn Jónsson, fyrrverandi formaður HSK, og ValgerðurAuðunsdóttir.formaðurfrjálsíþróttanefndar HSK, fagna þeim sigrum sem unnust á árinu. HSK vann 1. deildina í frjálsum íþróttum og var i 2. sæti á 20. Landsmóti UMFÍ. Kynning á starfsemi UMFÍ færist í vöxt. Þorsteinn Geirsson íþróttafræöingur, fremst t.h., ásamt nemendum úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Nokkuð hefur verið um að ýmsir hópar óski eftir því að koma í heimsókn í VesturhlíÖ, hús Ungmennafélags Islands í Reykjavík og fræðast um starfsemi samtakanna. Mánudaginn 21. janúar s.l. kom 14 manna flokkur sveina og meyja úr Armúlaskóla í bækistöðvar UMFI á Öldugötu 14. Sigurður Þorsteinsson framkvæmdastjóri UMFÍ skýrði í grófum dráttum frá inntaki kjörorðanna um ræktun lýðs og lands. Hann sagði frá Félagsmálaskóla UMFÍ og lagði áherslu á mikilvægi þess að geta tjáð skoðanir sínar og komið hugðarefnum sínum á framfæri. Hann sagði að félagsþroski væri mjög misjafn eftir landssvæðum og að þar sem félagslegur þroski væri mikill þar væri starf félaganna gott. Hann ræddi um að sá sem væri ekki alveg eins og allir hinir, t.d. feitari eða á annan hátt frábrugðinn, ætti líka að fá tækifæri til að vera með og njóta sín í starfinu. Nauðsynlegt væri að miða starfið við getu hvers og eins með það að markmiði að sem flestir gætu tekið þátt í því. Foreldrastarf sagði hann að væri mörgum félögum og deildum lífsnauðsyn og benti jafnframt á að foreldrafélög og stjórnir yrðu að hafa gott samstarf sín á milli, ellegar gæti starfsemi félags eða deildardalað. Krakkarnir sögðust hafa mikinn áhuga á að komast á félagsmálanámskeið og einhverjir ætla að mæta til leiks þegar næstu námskeið hefjast. 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.