Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1991, Side 35

Skinfaxi - 01.02.1991, Side 35
UMHVERFISMAL „Fjöldaþátttaka í íþróttum og verndun íslenskrar náttúru”, eru meöal stefnumarkmiða stjórnar UMFÍ Stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri. Taliö f.v. fremri röð: Siguröur Þorsteinsson, framkvst., Dóra Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Gunnarsson, Magndís Alexandersdóttir. Aftari röð f.v.: Flemming Jessen, Sæmundur Runólfsson, Matthias Lýðsson, Jóhann Ólafsson, Þórir Flaraldsson, Þórir Jónsson, Pálmi Gíslason og Kristján Yngvason. Ungmennafélag íslands hélt sinn 7. stjórnarfund 25. og 26. janúar í Foldaskóla á félagssvæði Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Fjölmörg málefni voru tekin til umræðu. Mikil áhersla var lögð á stefnumótun hreyfingarinnar. Iþróttir eru og verða stór þáttur í starfi ungmennafélaganna á næstunni, en meiri áhersla verður lögð á almenningsíþróttir og breiddaríþróttir fyrirbörnogunglinga. Fremurerstefnt að því að auka fjöldaþátttöku, en að stefna að toppárangri barna og unglinga. Umhverfismál hafa ntikið verið til umræðu upp á síðkastið, en hreyfingin hefur löngum látið þau mál lil sín taka og er skemmst að minnast átaksins „Tökum á, tökum til”, þegar ungmenna- félagarhreinsuðuóOOOkílómetrasvæði og um 400-500 tonn af rusli söfnuðust. Umhverfismál munu verða æ stærri þáttur í starfi hreyfingarinnará næstunni og er enn á ný stefnt að því að hefja stórátak íumhverfisvernd. Átakið hefur verið nefnt „Fósturbarnið” og markar það upphaf meira starfs á þessum vettvangi. Á 27. sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var sl. hausl gerðu ungmennafélagareftirfarandi samþykkt til að stuðla að aukinni umhverfisvernd í landinu: „27. sambandsráðsfundur UMFÍ, haldinn 2.-3. nóvember 1990, samþykkir að stefnt skuli að því að hvert einstakt ungmennafélag f landinu taki að sér „fósturbarn” úr náttúru landsins. Fósturbarnið verði tekið í umsjáfyrstu helgi íjúní 1991 og standi yfir í þrjú ár. Hvert félag velur sér fósturbarn sein getur verið: Fjara sem hreinsuð er reglulega. Vegarkafli sem hreinsað er meðfram. Land til uppgræðslu. Gróðursetning í ákveðið land- svæði. Hefting foks eða annað sein landinu kemur til góða. Strandamenn viö fjöruhreinsun þegar átak UMFÍ „Tökum á, tökum til" var í fullum gangi. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.