Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1991, Side 36

Skinfaxi - 01.02.1991, Side 36
UMHVERFISMAL íslenska jurtin Melgras stöövar sandfok. Víöa má verja gróöursvæði fyrir ágangi foksands meö því aö koma upp öflugu Melgrasbelti. Tökum aö okkur „fósturbörn” úr náttúru landsins Mörg ungmennafélög hafa lengi haft umhverfisvernd á stefnuskrá sinni og vonast er til að sem flest þeirra 245 ungmennafélaga, sem ílandinueru, taki þátt í átakinu. Leitað verður eftir samningum við sem flesta aðra aðila, s.s. opinbera aðila, stofnanir, skóla, félagasamtök. landeigendur og áhugamenn. Nú þegar hafa nokkur héraðssambönd og félög ákveðiö að taka þátt í umhverfisverndarátakinu og sum eru búin að taka að sér ák veðið „fósturbarn”. Gert verður sérstakt merki fyrir átakið og verða “fósturbörnin” merkt sérstaklega. Islendingar eiga fallegt og hreint land, en almenningurgerirsérekki nægilega vel Ijóst mikilvægi umhverfisverndar og hollrarhreyfingar. Það uppeldislega gildi sem foreldrar geta veitt börnum sínum, bæði hvað hreyfingu og umhverfisvernd varðar.ermikið. Þegar vinnudagurinn er langur og báðir foreldrar vinna úti finnst fólki æskilegt að fjölskyldan geti átt sameiginleg áhugamál, í sameiginlegum frístundum. Með því að taka börnin með og kenna þeim holla hreyfingu og umgengni við náttúruna er grunnur lagður að heilbrigðu lífi og umhverfisvernd framtíðarinnar. Það er ljóst að sú forysta sem UMFÍ hefurhaft í umhverfisverndarmálum er gífurlega mikilvæg og vonandi mun verndun lands og lýðs verða mönnum æ ofar í huga er fram líða stundir. Gamlar heimildir berast UMFÍ aö gjöf Fyrir nokkru voru Ungmennafélagi Islands færð gömul skjöl að gjöf. Skjöl sem varpað geta Ijósi á starfsemi hreyfingarinnar í árdaga. Það er okkur mikils virði þegar gamlir ungmennafélagar eða afkomendur þeirra sjá hvað það hefur mikla þýðingu að unga kynslóðin geti kynnt sér starf og stefnur eldri kynslóða. Það var Kristrún Steindórsdótlir.dóttirSteindórsBjömssonar frá Gröf í Mosfellssveit sem færði UMFÍ þessa gjöf eftir föður sinn. „Pabbi bjó hjá okkur, mér og manninum mínum, Guðmundi Kjartanssyni jarð- fræðingi, síðustu mánuðina áður en hann lést 14. febrúar 1972. Hann bað um að ýmsum skjölum yrði komið á ákveðna staði ogþarámeðal til Ungmennafélagsíslands,” sagði 76 ára dóttir Steindórs. Kristrún, er ritstjóri Skinfaxa hitti hana að máli þegar hún var að passa litla langömmustelpu. Steindór fæddist 3. maí 1885 á Hvanneyri. Hann var menntaður íþróttakennari frá Danmörku og kcnndi í Barnaskólanum í Reykjavík. Hann þjálfaði lengi fimleika- flokkahjálRogvarritstjóri Iþróttablaðsins. Eftir að hann hætti kennslu starfaði hann sem efnisvörður hjá Landsíma Islands um margra ára skeið. í skjölum þeim sem Kristrún færði UMFÍ mám.a. finnafyrstutölublöðFjórðungsblaðs Sunnlendingafjórðungs frá árinu 1909. Blaðið var handskrifað og skrifaði Steindór það sjálfur. Á þingi UMFÍ 1908 var landinu skipt í fjórðunga í því skyni að auðvelda samstarf einstakra ungmennafélaga. Sérstök fjórðungsstjórn var kjörin, en Steindór varð ritari fjórðungsstjórnar Sunnlendinga- fjórðungs 1916. Þegarfjórðungssamböndin liðu undir lok um 1922 voru héraðs- samböndin stofnuð. Steindór var mjög listrænn maður, hann skrautritaði og teiknaði og í safninu má finna skissur að merki UMFÍ. Foreldrar Steindórs bjuggu í Grafarholti, en Grafarholtsfólkið var mikið ungmenna- félagsfólk, var allt í Ungmennafélaginu Aftureldingu. Guðrún systirBjörns starfaði mikið innan hreyfingarinnar og var ritari UMFÍ 1921-1924. Sólveig Heimisdóttir hlustar meö athygli á Kristrúnu langömmu, þegar hún segir henni frá því hvernig langalangafi hennar skrifaöi og fjölritaöi Fjóröungsblaö Sunnlendingafjóröungs. „Ég held að systkinin hafi öll verið í ungmennafélaginu frá upphafi og ég man vel eftir þegar ýmsir fundir og leiksýningar fóru fram í Grafarholti”, sagði Kristrún að lokum og þakka ég henni góðar viðtökur. 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.