Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 5
FRÁ RITSTJÓRA
Ungmennafélagar hafa nú sem fyrr sýnl hvers þeir er megnugir. Nú er hafið eitt stærsta
umhverfisverndarverkefni sem um getur hér á landi. 209 ungmennafélög af 245. vítt og breitt um
landið. hafa tekið land í fóstur. Þessi félög hafa ákveðið að fóstra 220 landsvæði íþrjú áreða lengur.
I blaðinu er sagt frá þessu mikilvæga verkefni og einnig er rætt við fyrsta umhverfisráðherrann um
stöðu umhverfísmála. Margt fleira er til umfjöllunar í Skinfaxa að þessu sinni.
Mataræði barna og unglinga í keppnisferðum er ekki alltaf til fyrirmyndar. Börn taka oft með sér
óheyrilegar fjárhæðir til kaupa á gosdrykkjum og sælgæti og mismunandi fjárhagur skapar spennu á
milli þeirra, þau tapa orku og líður illa.
Skinfaxi fékk til liðs við sig þckktan og reyndan langhlaupara og gefur hann lesendum góða
æfingaáætlun, sem vonandi verður til þess að koma fólki af stað. Rætt er við fertuga íþróttakonu og
tveggja barna móður, sem er enn að hlaupa, en nú er það ekki árangurinn sem mestu máli skiptir,
heldur jrað að halda sér í góðu formi. Staða bestu liða í kvennaknattspyrnunni er skoðuð og rætt við forsvarsmenn Hagsmunasamtaka
knattspyrnukvenna um ástæðurþess að samtökin voru stofnuð. Knattspyrnukonurteljasig berjast fyrirlífi sínu íknattspymuheiminum
og segja lög um jafnrétti kynjanna brotin á sér.
Uppbygging grasvalla hérá landi er málefni sem þarf að huga vel að, sérstaklega þar sem notkunin er mikil þann stutta tíma sem hægt
er að leika úti. Að mörgu þarf að hyggja, má þar nefna hagstæð gróðurskilyrði, slit|x>lið og stöðugt yfirborð, fullnægjandi lekt í
yftrborði og undirlagi, og burðarþolið, frostöruggt og stöðugt undirlag. ,, , , . ,.a
USyicc cí/yiayrtu .
„Raddir lesenda”, fastur þáttur í
Skinfaxa fjallar uni hvað lesendum
finnst uni blaðið. Hringt er í nokkra
lesendur og þeir eru beðnir að segja
álit sitt á efni og útliti blaðsins.
Hugmyndin er sú að gera Skinfaxa
þannig úr garði að sem flestir geti vel
við unað. Lesendur eru hvattir til
þess að senda línu eða bringja og hita
íljósskoðanirsínar,allar hugmyndir
eru vel |>egnar. Síminn er 91-12546.
Halldóra Garðarsdóttir
Hlíðarvegi 53
625 Ólafsftrði
„Mér finrist Skinfaxi gott blað og ég
renni yfir það þegar það ketnur. Það er
m jög gott að fá þessar æfingaáætlanir,
eins og sund og skokk. En ég vildi
gjarnan fá í blaðið æfingar, ásamt
myndum sem hægt er að gera heima í
stofu. Það eru margir sem eru að gera
æfingar og fara vitlaust að, myndir með
æfingum myndu gera það að verkum að
það yrði auðveldara að átta sig á þeim.
Það er auðvitað nauðsynlegt að vera
með viðtöl við afreksfólk, en það eru
fleiri sem vinna afrek og vert væri að
tala við, t.d. börn og unglingar. Þau
þurfa hvatningu og það þarf ekki að
gera mikið til að hvetja þau áfram. Mér
fannst umfjöllunin um fatlaða
íþróttamenn góð. Það er mikilvægt að
gera íþróttum fatlaðra góð skil og
vonandi verður það til þess að önnur
börn líti frekar á þau sem jafningja og
RADDIR LESENDA
beri virðingu fyrir þeim. Það sem mér
finnst tilflnnanlega vanta í Skinfaxa er
síða með léttu efni, t.d. skrýtlum”.
Signý Gunnlaugsdóttir
Balaskarði
541 Blönduósi
„Það sem mér fannst áhugaverðast í
síðasta blaði voru greinarnar unt fötluðu
íþróttamennina. Mér finnst allt of lítið
fjallað um fatlaða íþróttamenn í
fjölmiðlum. Þessi hópurfólks þarf svo
sannarlega á örvun að halda. Ég held að
það sé nokkur hópurfatlaðra sem stundar
ekki neinar íþróttir. Með því að taka
viðtöl við fatlaða íþróttamenn og fjalla
um þær íþróttir sem þeir stunda, þá sjá
hinir að það er ekki eins erfitt að vera
með og virðist við fyrstu sýn. Mér
finnst að boltaíþrótlirnar og frjálsar
íþróttirséu að tröllríða öllu. Þaðeru svo
margaraðrargreinarsem væri áhugavert
að lesa um, t.d. golf, sund, dans,
áhugahestamennskaeðagönguferðir og
íþróttir barna og unglinga.
Greinamar um þjóðlega leiki voru góðar
og mér finnst að það ætti að taka þessa
kennslu inn í íþróttakennsluna svo að
þessaríþróttirgleymistekki. Einsfannst
mér fróðlegt að lesa um það hvað það
eru margir sem slasast í íþróttum, ég
hafði ekki gert mér grein fyrir því að
það væru svo margir.
Þaðergífurlegamikilvægtaðallirjafnt
ungirsemaldnir, stundi íþróttirsaman”.
Kjartan Agústsson
Löngumýri Skeiðum
801 Selfossi
„Ég er mjög sáttur við blaðið og mér
finnstmargargreinarþessgóðar. Ég las
auðvitað leiðarann, sem var góður og
einsgreinin umstreitu og ijjróttir. Einnig
varég mjög hrifinn af greininni um létta
sundþjálfun fyrir alla. Ég er þeirrar
skoðunar að það sé nauðsynlegt að hafa
svona æfingar þannig að almenningur
fari meira að stunda íþróttir. Einnig
þætti mér fróðlegt að fá fleiri viðtöl við
fólk sent stundar almenningsíþróttir.
Með því móti fást fleiri til að vera með
og hafa gaman af.
Mérfannstviðtaliðvið Anton Bjarnason
athyglisvert, það er staðreynd að börn
sitja mikið við sjónvarpið og það hefur
|rau áhrif að þau hreyfa sig minna, en
einnig er sjónvarpsglápið slæmt að því
leyti að þar er margt miður æskilegt
fyrir börn. Greinarnar sem verið hafa í
Skinfaxa um gamla þjóðlega leiki hafa
mér þótt fróðlegar. Þá erég mjög hrifinn
af stefnumálum stjórnar UMFI um
fjöldaþátttöku í íþróttum og verndun
náttúrunnar og tel að það væri auðvelt
að sameina þessa þætti.
I mörgum blöðurn er of mikið gert úr
afreksfólki. Það ernauðsynlegt að börn
og unglingar viti að það geta ekki allir
verið bestir, þannig að umfjöllun um
venjulegt íþróttafólk er af hinu góða”.
Skinfaxi
5