Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 24
í pólitík. Það varreyndartilviljun að ég gekk í Landssamband framsóknar- kvenna, það voru konur sem hvöttu mig til að koma og ég fór svo að starfa þar af fullum krafti og í gegnum það starf hef ég getað tekið þátt í ýmiskonar mótunarstarfi, sem tengist ferðamálum, umhverfismálum og málefnum kvenna á vinnumarkaðinum. Mér fannst það koma fljótlega í ljós að pólitíkin tekur oftast mikinn tíma. Eg hafði eytt miklum tíma í íþróttirnar og ákvað því að draga aðeins saman og eyða meiri tíma í mótunarstarfið í pólitíkinni”. Of lítil umræöa um mataræði fólks Þú vinnur sem verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, er heilbrigði og lieilbrigt fœði ofarlega á dagskrá? „Já, ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á því hvað maður lætur ofan í sig. Ég hef lesið mér það mikið til að ég veit að það skiptirmiklu máli fyrir íþróttamann, og auðvitað fyrir alla, hvað þeir borða. Ég hef lengi hugleitt að það væri örugglega hægt að bæta mannlífið hér, t.d. draga úr sjúkrahúsvist, með því að hafa áhrif á það hvað fólk borðar. Mér finnst allt of lítil umræða hafa verið um mataræði fólks og lítið reynt að hafa áhrif á það hvað fólk borðar. I ráðuneytinu hef ég sinnt verkefnum sem tengjast heilbrigðu mataræði og hreyfingu og sett voru af stað að frumkvæði fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, Guðmundar Bjarnasonar. Annað verkefnið tengdist samþykkt þingsályktunartillögu um opinbera manneldis- og neyslustefnu, þar sem kveðið var á um að draga skyldi úr neyslu á sykri, fitu og salti en auka grófmetisneyslu. Sú stefnumörkun á vonandi eftir að breyta miklu um þróun í manneldi og neyslu á komandi árum. Heilsudagar í skólum Hitt verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við UMFÍ, ÍSÍ, BÍS, ÆRR, landlækni. Meðal annars varsettafstað svokallað tilraunaverkefni um heilsudaga ískólum. Við fengum fimm skóla í fjórum fræðsluumdæmum til að V I Ð T A L taka þátt í verkefninu og áhersla var lögð á morgunmat, hreyfingu og heilbrigði. Annað hvort vareinn bekkur tekinn fyrir eða þá allur skólinn. Starfshópurinn fékk Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála til að leggja fyrir nemendur spurningar áður en heilsudagur fór fram og einnig í lok verkefnisins. Það var sem sagt kannað hvort þessir heilbrigðisdagar, sem haldnir voru í skólanum, hefðu áhrif á börnin. Mikil áhersla var lögð á morgunmat og aukin áhersla á ýmiskonar hreyfingu. Við erum búin að fá fyrstu niðurstöður úr þessu mati og það kemur glöggt fram mikil hugarfarsbreyting meðal nemenda. Heilsudagarnir virtust hafa meiri áhrif á stúlkuren drengi. Það kom líka fram að mörg böm borða engan morgunmat áður en þau fara í skólann. Nemendur voru mjög ánægðir með þessa heilsudaga og vildu margir alltaf hafa svona morgun- mat í skólanum. Kennarar bentu á að krökkunum hefði fundist gaman að borða saman og það út af fyrir sig er mjög athyglisvert”. Foreldrar þurfa aö fá fræðslu um uppeldismál Er stefnan sú að skólarnir gefi börnunum morgun- og hádegismat af þvíforeldrarnir vannœra þau heima? „Innan ráðuneytisins er nú verið að vinna að því að kynna og framkvæma manneldisstefnuna í skólunum. Þetta verkefni gefur ák veðna vísbendingu um að það sé mjög æskilegt að taka upp morgunverð í skólum. Mér finnst það orðið umhugsunarefni hvort það eigi ekki að vera hlutverk skólana að sjá um góða máltíð fyrir börnin fyrst þjóðfélagið er orðið eins og það er. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort unglingar og fólk um og yfir tvítugt fái nægilegamiklafræðslu ínæringarfræði og matargerð og fræðslu á sviði uppeldismála. Mér finnst að bæði foreldrar og kennarar þurfi að leggja meiri áherslu áþessatvoþætti. Foreldrar fá ekki nægilega mikla fræðslu um uppeldismál, og eiga auðvitað sök á þessu, oft vinna þeir báðir úti, hafa lítinn tíma fyrir matargerð eða uppeldi Unnur t.v. keppnisharkan leynir sér ekki. barnanna og þess vegna er ekki hægt að búast við miklu. Húsmæðraskólarnir hafa verið lagðir niður, en stelpur og strákar þurfa að læra að búa til mat og vita hvaða efni þau þurfa á að halda yfir daginn. Framhaldsskólarnir ættu að leggja meiri áherslu á kennslu á þessu sviði og hvert sveitarfélag, í samvinnu við skólana, ætti ef til vill að vera með námskeið í uppeldis- og heimilisfræðum, nokkurs konar heimilisskóla. Ég hef það á tilfinningunni að fjölmiðlar, sjónvarp og myndbönd séu að taka börnin að sér, ætli við verðum ekki fjölmiðlaumingjar með tímanum ef ekkert verður að gert”. Hvert er markmið lífsins? Aðalmarkmiðið er að vera hraustur og eiga fjölskyldu sem manni þykir vænt um. Væntumþykja er mjög mikilvæg, það er gott að vera sáttur við sjálfan sig og þá sem eru næstir manni, þá getur maður gefið meira af sjálfum sér. Mér finnst mikilvægt að fólk sé jákvætt og horfi á björtu hliðarnarog hugsi ekki of mikið um fortíðina. Við Iifum í nútíðinni og eigum að horfa fram á veginn, en ef maður upplifir það að vera með neikvæðu fólki þá er best að reyna að láta það ekki hafa áhrif á sig. Láta alltaf jákvæðar hliðar lífsins snúa upp. Þannig líður manni sjálfum best og öllum í kring um mann. 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.