Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 33
KNATTSPYRNA Hugtakið jafnrétti ekki til innan knattspyrnunnar Kristrún: „Meistaflokkur kvenna er ekki ofarlega á blaði hjá KSI. Kvennaflokkarhafavoðalegavíðaverið settir undir sama hatt og yngri flokkamir, það er meistaflokkur karla sem er n úmer eitt hjá öllum félögum og forráðamönnum knattspyrnumála. Hjá einu félagi í Reykjavík er það t.d. unglingaráð sem hefur umsjón með meistaraflokki kvenna, ekkert kvennaráð er til. Við viljum koma meistaraflokki kvenna á sama stall og meistaraflokkur karla. Hugtakiðjafnrétti erekki til hvað þetta varðar”. Hvernig finnst ykkur umfjöllun fjölmiðla um knattspyrnu kvenna? Kristrún: „Umfjöllunin er auðvitað ekki nærri nógu mikil. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á fólk og þeir geta í raun skapað áhuga fyrir einstökum íþróttagreinum. Mat fjölmiðla á því hvaða greinar á að taka til umfjöllunar hefur verið ntjög íhaldssamt. Elísabet: Umfjöllun fjölmiðla um kvennaknattspyrnu endurspeglar í raun þetta virðingarleysi sem ríkir hjá stjórnum félaga, það eru ekki margir menn í hverri knattspyrnustjórn sem vilja virkilega gera eitthvað fyrir knattspyrnu kvenna. Það er örugglega ekki það skemmtilegasta sem íþróttafréttamenn gera að vera sendir á kvennaleik, sem kannski er frestað af því að dómarinn mætir ekki eða mótabók hefur verið breytl og fréttamenn úr karlastétt hafa örugglega meiri áhuga á knattspymu karla, en kvenna”. Nokkuð vel gert hjá henni Jónu Kristrún: „Það eru vissir fordómar rfkjandi gagnvart knattspyrnu kvenna og tengjast þessari neikvæðu ímynd sem kvennaknattspyrnan hefur. Sú ímynd fælir fjölmiðlafólkið frá. Kvennaknattspyrnan er orðin mikið betri nú, en þegar hún var að slíta barnsskónum. Þegar fjallað er um karlmenn ífótboltaertalað um glæsilega sendingu eða glæsilegt mark hjá honum Jóni Jónssyni. En, þegarog ef, fjallað er um konur er talað um að þetta hafi nú bara verið nokkuð vel gert hjá henni Jónu eða að þetta hafi nú bara verið nokkuð laglegt. Við höfum nú samt fengið jákvæða umsögn í blöðum, t.d. var sagt eftir innanhússmótið að kvennaleikirnir hafi verið skemmtilegri en karlaleikirnir! En einhvernveginn fannst okkur samt að hægt væri að lesa undrunaróp á milli línanna. Við höfum reynt að þrýsta á fjölmiðla og fá þá ti 1 að opna augun fyrir málefnum okkar. Við ætlum að kljúfa þennan vítahring sem kvennaknattspyrnan er komin í”. Brot á jafnréttislögum Kristrún: „Meira að segja hjá Knattspymusambandi Islands viðgengst ákveðið misrétti. Tveggja ára gamalt reglugerðarákvæði í reglugerð KSÍ er beinlínis brot á jafnréttislögum. Það kveður á unt að félögum sé heimilt að banna notkun grastakkaskóa fyrir alla flokka netna meistaraflokk karla. Meistaraflokkur kvenna má ekki nota grastakkaskó og félögin hafa notað sér það grimmt. Okkur finnst mjög sérstakt að sérsamband skuli geta leyft sér að mismuna konum svona. Við höfum þegar sent bréf til allra þeirra 24 knattspyrnufélaga sem senda lið til keppni á Islandsmeistaramót meistaraflokks kvenna í knattspymu. Við skorum á þau að beita þessu ákvæði ekki og það er von okkar að forsvarsmennfélagasjáiaðþaðerekkert réttlæti í því að konur geti ekki spilað við sömu aðstæður og karlar. Það vannst því miður ekki tími til þess fyrir síðasta KSI-þing að vinna að þessu máli og koma fram með breytingartillögur, en við höfum ekki ennþá ákveðið hvort við leggjum fram kæru. Viðþurftum um tímaað berjastfyrirlífi okkar í KR og það er alveg Ijóst að konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu hvar sem þær eru. Við vonum að þetta jákvæða hugarfar, sem forráðamenn KSÍ hafa nú, haldist”. Að lokum, á að velja íþróttakonu ársins? Elísabet: „Ég er mjög fylgjandi því að kosin verði íþróttakona ársins og íþróttakarl ársins, ég vil að þetta sé aðskilið, alveg eins og í keppninni, þar semkarlarogkonurkeppaekki saman”. Kristrún: „Já, ég er sammála því, það yrði mjögmikil hvatningfyrirkonuref valin yrði íþróttakona ársins”. Knattspyrnukonur vítt og breitt um landið, fylgist með og hafið samband við stjórnarmenn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna með því að senda þeim bréf í pósthólf 1346, 121 Reykjavík. Upprennandi knattspyrnustjörnur á Gull og silfur - mótinu I Kópavogi. Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.