Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 19
V I Ð T A L „Mamma keyra, mamma keyra”, öskruðu labbakútarnir „Markmiðið er að halda sér í góðu formi”, segir Unnur, fertug tveggja barna móðir, sem hleypur enn. Unnur Stefánsdóttur er fertug íþróttakona sem enn er að. Hún ætti að geta verið okkur hinum góðfyrirmynd. Húnhefurlengi keppt í íþróttum og er alls ekki hætt, hleypur út um allan Kópavogsbæ og á túnunum við Vorsabæ í Árnessýslu, þar sem húneralinupp. íþróttaskórnir eru alltaf hafðir með hvert sem hún fer. Það er frekar að tannburstinn gleymist, það er jú hægt að fá Iánaðan tannbursta, öðru máli gegnir um íþróttaskó númer 38. Aðalmarkmið Unnar er að halda sér í góðu formi og Iáta sér líða vel. Á Landsmótinu í Mosfellsbæ í sumar gerði hún sér lítið fyrir og sigraði í 400 metra hlaupi og kom öllum á óvart. Er virkilega hægt að vera fertug “kelling” og sigra keppinauta sem eru 20 árum yngri? Hver hefur upplifað það að heyra kallað „mamma keyra, mamma keyra” og finnast eins og komið hafi verið upp um sig? Svari nú hver fyrir sig, ekki ég. Unnur Stefánsdóttir er þekkt frjálsíþróttakona úr HSK. Hún er fædd að VorsabæíFlóaogerfóstra aðmennt. Húnólst uppáheimili þarsemallirtóku meira og minna þátt í íþróttum og félagsmálum. Það er því ekki að undra að hún hafi niikinn áhuga á íþróttum og félagsmálastarfi,nefnilegapólitík. Hún valdi ekki Kvennalistann heldur rótgrónari samtök, Framsóknar- flokkinn, og þar hefur hún barist fyrir þvíaðfáfleiri konurtil starfaíflokknum. Reyndar var það tilviljun sem réði því Mér fannst hvíla á mér mikil ábyrgð að vera í landsliði og maður vildi ná góðum árangri, en það gekk auðvitað misvel. Það var fyrst í keppnisferðum með landsliðinu og í utanlandsferðum á vegum UMFI að ég upplifði þaðað vera ekki númer eitt, tvö eða þrjú og það var sérstök tilfinning”. Á árunum 1972-1981 lagði Unnur hlaupaskóna á hilluna, fór að eiga börn og stundaði nám í Fóstruskólanum. „Fyrir Landsmótið 1981 áAkureyrifór ég að æfa og fannst ég vera það sterk að ástæða væri til að halda eitthvað áfram. Égæfðimjögmikiðfrá 1981 til 1987og á þeim tíma náði ég mínum besta árangri á hlaupabrautinni. I Svíþjóð náði ég 56,09 sek í400 m og svo náði ég 2,14,9 mín í 800 m. Mér líður mjög vel að keppa í löndunt þar sem veðurfar er að hún fór að vera í slagtogi við þessa tík. Jú, ræður-nar hans Denna voru sennilega svo heillandi. Unnur er gift Hákoni Sigurgrímssyni fram- kvæmdastjóra Stéttar- sambands bænda og eiga þau tvo syni, Finn 15 ára og Grím 14 ára. Unnur gekk ung í Ungmennafélagið Samhygð, en þar hafa margirbetri íþróttamenn verið, t.d. Pétur Guð- mundsson kúluvarpari. „Gaulverjar höfðu nrikinn áhuga á íþróttum og í gamla daga vorum við krakkarnir oft með íþróttamót, jafnvel í matartímanum. Það var enginn sem setti það fy ri r sig að borða og fara svo beint í keppni. Við komum okkur upp litlum íþróttavelli, gerðum þar sandgryfju, settum upp hástökks- súlur og mældum út braut fyrir langstökk og hlaup. Þetta voru frábærir tímarog aðal skemmtunin var að fara á íþróttamót og vera bæði þátttakandi og áhorfandi”. Loksins komin í rétta grein „Ég byrjaði eins og aðrar stelpur í langstökki,l 00 metra hlaupi og hástökki. Þaðvarekkifyrrenárið 1972 að ég fór að keppa í víðavangshlaupi og þá fann ég að lengri hlaupin áttu betur við mig. Eftiraðég fórað æfa400 m og var kontin í landsliðið þá sögðu menn við mig „Jæja Unnur, ertu nú loksins búin að finna þína réttu grein?!”. Ég hafði þá keppt í langstökki, 100 og 200 m hlaupi og boðhlaupum án þess að finna mig almennilega. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.