Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 32
KNATTSPYRNA er í uppsiglingu eftir tveggja ára hlé og er á leið í Evrópukeppni. Unglinga- landslið kvenna verður starfandi í ár eins og í fyrra og tekur þátt í Norður- landamótinu”. Ætlum sjálfar aö gera eitthvað í okkar málum Hvers vegita vorn samtökin stofnuð og hvað œtlið þið að gera? Kristrún: „Samtökknattspyrnukvenna voru stofnuð vegna þess að konur eiga alveg eins mikinn rétt á því að stunda knattspyrnu og karlar. Okkur finnst almennt virðingarleysi og deyfð ríkja í málefnum kvennaknattspyrnunnar. Við viljum ráðast gegn þessu, við höfum reynt lengi að fá karlana til að gera eitthvað, en auðvitað stendur það okkur næst að vinna að okkar málum. Það vantar fleiri konur í stjórnunar- og nefndarstörfhjáfélögunum,máliðer að við höfum engin áhrif. Við viljum snúa vörn í sókn og vinna að landsliðs-, dómara-, þjálfara-, og fjölmiðlamálum. Við stofnuðum samtök knattspyrnukvenna af því að við ætlum að gera eitthvað í okkar málum sjálfar”. Og hvernig á að fara að því? Kristrún: „Við ætlum að reyna að höfða til þeirra kvenna sem hafa áhuga á kvennaknattspyrnu og efla metnað og áhuga þeirra á okkar málefnum. Við viljum fá þær til að koma meira inn í félagsstarfið og starfa með sínu félagi og vinna þannig kvennaknattspyrnunni fastan sess. Margarstelpur, semhafaspilaðfótbolta í 10 ár, hverfa alveg þegar þær hætta, þær sjást ekki á leikjum og detta alveg út. Þessu viljum við breyta, við viljum reyna að fá þessar konur til að halda áfram og láta gott af sér leiða í starfi með sínu félagi. Við ætlum að vera mjög vakandi yfir því að fá knattspyrnukonurtilaðsækjanámskeið í stjórnun og félagsstörfum. Við ætlum að reyna að pressa á KSI á allan þann hátt sem við getum og höfum nú komið formanni Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna í K vennanefnd KSÍ. Þannig getum við fylgst mikið betur með okkar málutn hjá KSI og getum jafnframt haft mun meiri áhrif. Þessi jákvæða framþróun hjá KSI, að þeir skyldu bjóða okkur að eiga fulltrúa í þessari nefnd, sýnir vonandi hvert stefnir. Aðalatriðið er að við getum skapað okkur fastan sess og að við eigum það ekki á hættu að okkur verði ýtt í burtu, því þá er allt uppbyggingarstarf unnið fyrir gíg. A-landslið forsenda framtíðar A-landsliðið verður að starfa vegna þess að stelpurnar verða að geta stefnt hærra. Það hefur verið stórt vandamál að 15-18 ára stelpur hafa hætt í knattspyrnunni vegna þess að ekkert hefur tekið við. Eitt af verkefnum samtaka knattspyrnukvenna er að gera kvennaknattspyrnuna spennandi fyrir þessar stelpur, þannig að við getum haldið í þær eins lengi og þær hafa áhuga á að spila. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna eru landssamtök og við höfum haft santband við öll félög úti á landi, sem eru meðkvennaknattspyrnu. Við ætlum að stefna að þvf að hafa eina konu úr hverjufélagi sem nokkurskonartengilið okkar”. Viðgengst virðingarleysi gagnvart knattspyrnu kvenna? Kristrún: „Já, og það birtist í ýmsum myndunt. Hjá stjórnum félaga er kvennaknattspyrna alltaf sett í annað sætið, svipað er upp á teningnum hjá KSI og fjölmiðlum, nú svo mæta dómararnir ekki á leiki. Hvers vegna mœta þeir ekki á leiki? Elísabet: „Þeir hreinlega leyfa sér að mæta ekki af því að kvennaknattspyrna er ekki eins hátt skrifuð og knattspyrna karla. Stundum er sagt að mótshaldarar hafi ekki boðað dómarana og maður veit oft ekki hverju á að trúa, en það virðist samt oft vera þannig að þeir hreinlega leyfi sér þetta af því konur eigi í hlut”. Kvennaleik frestað vegna karlaleiks Hefur leikjum ekki líka verið frestað vegna annarra orsaka? Elísabet: „Jú, það er rétt, í fyrra þurfti að endurraða öllum leikjum eftir að mótabók kom út vegna þess að eitt félag dró sig úr keppni með aðeins viku fyrirvara. Þessvegna var ekki hægt að styðjast við hana að neinu leyti. Svona hlutir mega ekki gerast því að það leiðir til þess að enn er kastað rýrð á knattspyrnu kvenna. í þessu tilfelli var sökin hjá þessu einstakafélagi sem olli þessu írafári. Stjórnin hefði ekki leyft sér að draga liðið úr keppni með svo stuttum fyrirvara ef karlalið ætti í hlut. KSI átti náttúrlega að sjá um að senda leiðréttingar til tjölmiðla og annarra, en gerði það ekki”. Stundum hafa knattspyrnukonurnar sjálfar ekki mœtt? Kristrún: „Já, þvímiður og ástæðan er sú að yfirleitt eru það meistaraflokksstelpur, sem eru að þjálfa yngri flokka, og þá ntega leikir meistaraflokks og yngri flokka ekki rekastá. Ef það gerist verðurað velja og hafna, fresta og breyta. Það er oft erfitt að fá þjálfara til að þjálfa í kvennaknattspyrnunni. Þaðeruallsekki allir karlmenn tilbúnir til að þjálfa kvenfólk. Þegar raðað var niður fyrir komandi sumar var reynt að gera það á þann hátt að engir kvennaleikir færu fram á sama tíma”. Elísabet: „í fyrra átti að fara fram leikur á Breiðabliksvelli milli Vals og Breiðabliks í fyrstu deild kvenna. Meistaraflokkur Blika í karlaknattspyrnu komst áfram í bikarkeppninni og dró heimaleik og þá var kvennaleiknum frestað, þó svo að það hafi verið búið að setja hann á fyrir löngu. Kvennaleikurinn varlátinn víkja fyrir bikarleiknum”. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.