Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 10
U M HVERFISMAL Öll villt dýr heyri undir umhverfisráöuneytiö Hvaiia árangri hefur fyrsía umh verfisráðuiteytið náð? „Það hafa verið mótaðar og lagðar fram tillögur um almenna umhverfisvernd og lagður grunnur að sérstakri umhverfisverndarstofnun, sem hefði það markmið að sinna unihverfisvemd um allt iand og skipuleggja hana. Starfsemi stofnunarinnar yrði skipt niður í sérdeildir sem allar hefðu afmarkað svið. Starfsemi Náttúru- verndarráðs myndi t.d. verða ein deild, öll dýravernd yrði innan sérstakrar deildar.en landbúnaðarráðuneytiðhefur nú með höndum útrýmingu refa, minnka og vargfugls, en menntamálaráðuneytið hefur eftirlit með hreindýrum og fuglum. Unnið hefur verið frumvarp þar sem öll villt landspendýr eiga að tilheyra umhverfisráðuneytinu. í tengslum við það höfum við kynnt okkur samning Evrópuráðsins um verndun dýra og plantna í Evrópu og höfum lagt drög að því að hann verði staðfestur af Islands hálfu, en Island er eina þjóðin í Evrópu sem ekki hefur gert það. Gert er ráð fyrir því að öll villt dýr njóti verndar og veiðar á þeim eru þá undantekning, sem háð verður ákveðnum reglum og undir mjög ströngu eftirliti”. Verndun húsdýra „I ráðuneytinu eru verið að vinna samskonarfrumvarp um fuglafriðun og almenna dýravernd, þ.á.m. verndun húsdýra. Löggjöf um verndun þeirraer löngu úrelt og við höfum heyrt dæmi þess að umgengni við húsdýr er víða ábótavant. Framkvæmdavaldið hefur ekki getað gripið í taumana vegna úreltrar löggjafar, en með tilkomu þessa frumvarpserverndunþessaradýrabetur tryggð. Eg geri ráð fyrir því að þessi mál haldi öll áfram íþinginuogmeð þeimerhægt að taka upp nýja siði við verndun villtra dýra og húsdýra og er það til mikilla bóta að mínum dómi”. Miðhálendið veröi sérstakur þjóðgarður „Nú, önnur mikilvæg friðunarmálefni eru verndun hálendisins. Hafinn var undirbúningur að löggjöf um hálendið og er sú verndun gífurlega mikilvæg. Hugmyndin er að setja sérstaka löggjöf um byggingar og skipulagsmál á ntiðhálendinu og sérstök nefnd sjái um þau mál. Það er mikilvægt að það sé einn aðili sem fylgist með allri mannvirkjagerð og framkvæmdum á miðhálendinu, s.s. lagningu vega og virkjunum. Nú er staðan sú að það er ntjög óljóst hver eigi að sinna þessum málum. Vonandi verður lokaniður- staðan sú að miðhálendið verði gert að sérstökum þjóðgarði sem háður verði eftirliti og verndun”. Lerkiskógur í Fljótsdal. Skógar gegna mikilvægu hlutverki í jarövegs- og gróðurvernd. Þeir binda jaröveginn, auðga hann af lífrænum efnum og veita öörum tegundum skjól. Skyggnur Landverndar 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.