Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 30
KNATTSPYRNA Sterkustu kvennaknattspyrnuliðin 1990 Akureyri er með KA í fimmta sæti og Þór í ellefta, en kvennaknattspyrnan hefur lengi staðið vel fyrir norðan. Eins er með Vestmannaeyjar sem sendu tvö lið í Islandsmótið, þarerTýr í 6. sæti. en Þór lendir í því 17. UMSK-liðin Afturelding og Stjaman ná að vera í hópi 10 bestu. Stjarnan var þó ekki með í meistaraflokki og öðrum flokki, en með athyglisverða yngri flokka. A Austfjörðum náði Þróttur, Neskaupstað að komast í 1. deild með gott lið, en þeir eru aðeins með einn flokk í Islandsmótinu. Hins vegar er Sindri á Hornafirði með mjög frambærilega yngri flokka og kæmi ekki á óvart þó Sindri ætti eftir að verða stórveldi í kvennaknattspyrnunni. A Norðurlandi er kvennaknattspyrnan mjög sterk á Dal vík, liðið náði öðru sæti á síðasta Landsmóti UMFÍ. Það má segja að frambærileg lið sé að finna í öllum landshlutum. Dalamenn, Strandamenn, bæði Austur- og Vestur-Húnvetningar hafa frambæri- legum liðum á að skipa, og á Suðurlandi og Vesturlandi eru nokkur mjög athyglisverð lið. Stigagjöf félaga Stigin eru þannig útreiknuð að sigurvegari í Islandsmóti fær 1 stig lið í öðru sæti 2 stig o.s.frv. Taki lið ekki þátt í móti, eða er rekið úr keppni,fœr liðið 20 stig. MFL 2 FL 3 FL 4 FL Samtals 1 UBK 1 1 1 2 5 2 IA 2 2 7 1 12 3 KR 4 5 2 3 14 4 Valur 3 5 6 5 19 5 KA 6 4 4 6 20 6 Týr Vestm. 8 6 7 4 25 7 Afturelding 10 7 8 6 31 8 Sindri 10 30 5 5 50 9 Haukar 30 6 12 5 53 10 Stjarnan 30 30 3 4 67 11 Þór Ak. 5 30 9 30 74 12 Selfoss 30 30 10 7 77 13 Dalvík 10 30 8 30 78 14 F H 30 9 9 30 78 15 Tindastóll 11 30 7 30 78 16 Reynir Sandg. 30 9 10 30 79 17 Þór Vestm. 30 8 11 30 79 18 IBK 30 3 30 30 93 19 Skallagrímur 30 30 30 4 94 20 Bl 30 7 30 30 97 21 Þróttur Nes. 7 30 30 30 97 22 Ægir 30 30 8 30 98 23 IR 30 8 30 30 98 24 KS 9 30 30 30 99 25 Stokkseyri 11 30 30 30 101 26 Súlan 11 30 30 30 101 27 Höttur 12 30 30 30 102 28 Vöslungur 12 30 30 30 102 29 Austri 13 30 30 30 103 30 Valur Rvk. 14 30 30 30 104 31 Enherji 15 30 30 30 105 Konur, komið til starfa Mikið færri konur eru starfandi í stjórnum félaga en karlar. Astæðan er eflaust sú að þær hafa ekki eins mikinn tíma og karlarnir vegna þess að þær eru að sinna búi og börnum. Nú er starfandi af fullum krafti nefnd, sem ISÍ setti á laggirnar til að vinna að aukinni þátttöku kvenna í íþróttastarfi. I nefndinni eiga sæti: Unnur Stefánsdóttir, formaður, Hreggviður Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Svanfríður Þorsteinsdótttir og Lovísa Einarsdóttir. Verksvið nefndarinnar er m.a. að aðstoða félög og deildir við að efla íþróttir kvenna í félögunum, kynna möguleika skólastúlkna á að stunda íþróttir í sínu hverfi, vinna með sérsamböndunum að afreksíþróttum kvenna, aukinni menntun þjálfara í kvennaíþróttum og stuðla að því að fleiri konurtaki að sérþjálfun íþróttaog að aukinni þátttöku kvenna í stjórnun félaga. Áæt lað er að halda innan tíðar námskeið fyrir þjálfara íþróttakvenna og fyrir konur í íþróttum og félagsstarfi. Það er mjög æskilegt að konur taki þátt í starfi félaga og geti þar með haft áhrif á það hvernig íþrótta- og æskulýðsstarf er byggt upp. Konur eru hér með hvattar til að gefa kost á sér í stjórnunarstörf innan íþróttahreyfingarinnar. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.