Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 14
SAMSTARF UM UMHVERFISMAL Samstarf sveitarfélaga og ungmennafélaga um umhverfismál Verndunumhverfísinserbrýnt hagsmunamál ungmennafélag- anna. Allir verða að taka höndum saman og nauðsynlegt er að eiga samstarf við þá aðila sem vinna að sömu málum. Skinfaxi fékk Svein Jónsson oddvita í Arskógshreppi í Eyjafirði til að ræða um samstarf sveitarfélaga og ungmennafélaga viðumhverf- isvernd. Með samstarfi er auðveldara að bæta umhverfið Hvernig séröit fyrir þér samstarf sveitarfélaga og ungmennafélaga um umhverfismál? „Eg sé fyrir mér mörg verkefni, sem geta verið í samstarfi sveitarfélags og ungmennafélags. Hér í sveitinni hefur Ungmennafélagið Reynir unnið að ýmsum verkefnum, sem til heillahorfa, m.a. að hreinsa rusl meðfram vegum, af girðingum, úr fjörum og einnig rusl sem fallið hefur frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Margt fleira má nefna, s.s. trjárækt í skipulögðum reitum, skjólbeltarækt, útplöntun á lúpínurótum í mela og gróðurlaus svæði. Með þessu móti er hægt að breyta og bæta umhverfi í þéttbýli og dreifbýli”. Sveitarfélög gætu styrkt ungmenna- félögin Hvernig geta sveitar- félögin geitgið til liðs við ungmenna félögin ífósturbarnsverkefninu? „Sveitarfélög, ungmennafélög og önnur félagasamtök sameinast í þessu víðfeðmaverkefni. Sveitarfélögingætu l.d styrkt þau félög sem ætla að vinna að ákveðnu verkefni í umhverfis- og umhirðumálum með fjárframlagi. Sveitarfélögin þyrftu hvort sem er að greiða öðrum aðilum fyrir þessháttar vinnu. I þvísambandi gætu sveitarfélög gefið ákveðna verklýsingu af viðkomandi verkefni og þar yrði kostnaður vegna vinnu og efnis metinn, ef verkefnið krefst slíkra hluta. Ungmennafélagar myndu síðan vinna verkið undir eftirliti sveitarfélagsins og fengju sanngjarna greiðslu fyrir framkvæmdina. Þá mætti hugsa sér að ungmennafélög hefðu forystu um samvinnu við áhugamannahópa, t.d. starfsmanna- félög,klúbbaeðaeinstaklingasem vildu leggja þessu verkefni lið”. Hvaða dœmi eru hjá þínu sveitarfélagi um samstarf við ungmennafélagið á sviði umhverfismála? „Já, það eru allnokkur. Ungmenna- félagið Reynir hefur unnið allmörg verk í samvinnu við Arskógshrepp, sem hreppurinn þy rfti annars að kaupa vi nnu á. Reynismenn gerðu m.a. við fjalla- girðingu, sem liggur eftir endilöngum hreppnum, um 14 kílómetra langa, þeir gerðu við fjárréttina og hafa unnið við að fúaverja timbur. Þeir hafa líka rekið sundlaugina, sinnt umhirðu við félagsheimilið og margt fleira er í athugun”. Hauganes í Árskógshreppi. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.