Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 9
UM HVERFISMAL Hvað hefur verið unnið í umhverfisverndarmálum? Hverniger ástand umhverfismála á Islandi? Hvað hefur áunnist eftir að umhverfisráðuneytið var stofnað? Var Island e.t.v. á vonarvöl í umhverfis-málum? Fjölmennir áhugamannahópar hafa allt frá aldamótum lagt rækt við umhverfið og gera enn, en eru aðrir Islendingar áhugalausir um faliegt og heilbrigt umhverfi? Skinfaxi fékk fyrsta umhverfis- málaráðherrann, Júlíus Sólnes, til þess að gefa skýrslu um það hver staðan var þegar ráðuneytið var stofnað og hvert hefur miðað. Hventig var ástand niála í umhverfisverndþegariimhverfisráðu- neytið var stofnað vorið 1990? „Ástandið varþannig, að það varenginn einn aðili sem hafði frumkvæði að umhverfisvernd hér á landi, en sem betur fer hafa öflugir áhugamannahópar lengi sinnt umhverfismálum og unnið gott verk. Áður en ráðuneytið var stofnað höfðu Islendingar ekki sinnt alþjóðlegum verkefnum svo neinu nam, samanborið við aðrar þjóðir. Stjórnkerfið hafði ekki á að skipa neinum einum aðila, sem hafði með höndum að gera úttekt á ástandi umhverfismála á Islandi, móta tillögur og koma með hugmyndir um nauðsynlegar aðgerðir og úrbætur. Engin mótuð stefna var til um hvað Islendingar ættu að gera í umhverfisverndarmálum. Það var því mikil þörf á því að koma þessu ráðuneyti á og mátti ekki seinna vera að það yrði stofnað. Því miður hefur ýmis ágreiningur tafið fyrir störfum ráðuneytisins, t.d. varðandi gróðurverndarmálin. Menn hafa deilt um það undir hvaða ráðuneyti þau skyldu falla. Almenn gróðurvernd og framtíðarskipulag gróðurvarna hefur e.t.v. liðið fyrir það að fyrst og fremst hefur verið horft til landbúnaðar- hagsmuna. Mér finnst heillavænlegra að horft sé á gróðurverndarmál út frá hagsmunum landsins í heild”. Tekur 4-8 ár að koma sorphirðumálum í lag Hvað erum við langt á eftir hinum Norðurlöndunum í umhverfisvernd? Hvernig er ástand sorphirðumála út um land? „Við erum mjög langt á eftir t. d. í sorphirðu- og holræsa- málum. Á íslandi eru opnir sorphaugar, þar sem sorpi er brennt á víðavangi, en það þekkist ekki í öðrum löndunt. Síðastliðið vor skipaði ég nefnd til þess að móta stefnu og koma með tillögur um sorphirðu í landinu. Þær tillögur sem nefndin hefur sett fram gera ráð fyrir því að settar verði upp tiltölulega fáar en öflugar móttöku- og förgunarstöðvar og er stofnkostnaður þessara stöðva áætlaður unt 200 milljónir króna. Við sjáum fyrir okkur að sveitarfélög á stórum landsvæðum muni taka sig saman um að reka þessar stöðvar. Á minni sveitarfélögum verður því ekki förgunar- eða eyðingarskylda, en þau hafi aftur á móti þá skyldu að starfrækja einfalda sorpmóttöku, þar sem tekið yrði á móti bæði heimilissorpi og flokkuðu sorpi frá fyrirtækjum sem síðan yrði sent áfram til móttökustöðvanna. Þannig verði byggt upp fullkomið sorphirðukerfi á landsvísu. I móttöku- og förgunarstöðvum yrði sorpið flokkað og brennt með fullkominni brennslu eða þá urðað í samræmi viðþærreglursem viðhöfum verið að móta fyrir sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélagið á hverjum stað yrði því framkvæmdar- og rekstraraðili, en ráðuneytið fyrst og fremst leiðbeinandi. Ég vona að þetta kerfi komist í gang á næstu 4-8 árum. Sorpa mun þó taka við hætlulegum efnum og spilliefnum af öllu landinu og mun koma þeim efnum sem ekki er hægt að eyða hér á landi til útlanda til eyðingar. Á síðustu árum hafa orðið gífurlegar framfarir hjá nágrannaþjóðum okkar og ég held að það taki okkur allavega 4-8 ár að koina sorphirðumálunum í viðunandi horf’. Endurvinnsla í höndum einkaaðila Hvaða móguleikar eru á endurvinnslu hér á landi? Hvaða stefna hefur verið mörkuð íþeim málum? I allri umræðu umsorphirðumálin hefur það verið keppikefli að athuga hvernig auka megi endurvinnslu. I ráðuneytið hafa komið margir aðilar sem lýst hafa áhuga á að hefja endurvinnslu og við höfunt hvatt til þess. Það er mín skoðun að endurvinnslan verði að vera í höndum einkaaðila og hún verður að standa undir sér. Endurvinnslunni má ekki vera þannig háttað að eftir að sorpið hefur verið tlokkað þá verði það hrært þar saman á nýjan leik”. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.