Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 25
KNATTSPYRNUVELLIR Grasvellir til knattspyrnuiðkunar Helsta vandamálið við grasvelli er viðkvæmt yfirborð samfara mikilli notkun Grasvöllum til knattspyrnuiðkunar Itefur fjölgað mjög á Islandi síðan á áttunda áratugnum. Nærri lætur, að fjöldi þeirra hafi þrefaldast hérlendis fráárinu 1975. Aætlaðheildarflatarmál grassvæða til knattspyrnuiðkunar hérlendis nú er unt 400.000 fermetrar, sem samsvarar rúmlega 50 knattspyrnu- völlum ífullri stærð. Þessartölurmiðast við velli, sem sérstaklega hafa verið byggðir sem knattspyrnuvellir. Því þarf ekki að koma á óvart, að áhugi á uppbyggingu og umhirðu grasvalla er mikill og vaxandi um allt land. Verulegum fjármunum er varið til þessara mála árhvert (þó enn megi gera betur) og brýnt er að verja þeim á sem hagkvæmastan hátt. Almenn fræðsla og umræða á þessu sviði hefur hins vegar verið afar lítil, og þarf að verða breyting þar á. Ráðstefna um grasvelli Þann 19. apríl síðastliðinn stóð Mannvirkjanefnd Knattspyrnusam- bands íslands í samvinnu við Iþrótta- og æskulýðsdeild menntamálaráðu- neytisins fyrir ráðstefnu um grasvelli í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Varþar fjallað um gerð og umhirðu grasvalla fyrir knattspyrnu og golf. Með þessari ráðstefnu var ætlunin að koma til móts við þann mikla áhuga sem ríkir hérlendis unt þessi mál, og hefjaalmenna umræðu. Ráðstefnan var ætluð ölluin þeim sem sjá um gerð og umhirðu grasvalla; hönnuðum, forsvarsmönnum knatt- spyrnufélaga og golfklúbba, íþrótta- fulltrúum, tæknimönnum, stjórnendum sveitarfélagaogöðrum þeim, sem áhuga höfðu á málefninu. A ráðstefnunni fjallaði Hannes Þorsteinsson golfvallahönnuður unt þróun í gerð golfvalla hérlendis, og undirritaður á sama hátt um knattspyrnuvelli. Meginþungi ráð- stefnunnar hvíldi þó á herðum Martin Petersen frá Danmörku. Hann er sérfræðingur í uppbyggingu og umhirðu grasvalla, með áratuga reynslu á því sviði víða um Evrópu. Við upphaf almennrar umræðu um þessi mál hérlendis var fengur að fá fyrirlesara, sem hefur yfirsýn og heildarmynd af málefninu. Á ráðstefnunni fjallaði Martin Petersen um alla veigamestu þættina í gerð og umhirðu grasvalla og gaf góða hugmynd um umfang þessa sviðs. Að baki vel heppnuðum knattspyrnuvelli liggur gífurleg þekking, reynsla og vinna. Ráðstefnugestir voru hvattir til að taka virkan þátt í umræðunum, og lögðu þeir margt til málanna. Greinilegur áhugi var á tækjakosti til unthirðu valla, en Martin Petersenfór rækilega íþá sálma. Ljóst er, að umsjónarmenn grasvalla hérlendis eru almennt mjög vanbúnir tækjum til umhirðu á völlum, enda um dýr og sérhæfð tæki að ræða. Æskilegt er, að nágrannabyggðir eða félög sameinist um kaup á slíkum tækjum, og samnýti á marga velli. Eins kom vel fram mikilvægi þess að beita aðferðum og reynslu erlendis frá með varúð hérlendis og aldrei gagnrýnislaust. Við getum gengið að miklum þekk- ingarbrunni erlendis, en margt þarf að rannsaka og heimfæra við íslenskar aðstæður. <3 <3 ö <3 ö <3 & <3 & <3 cy <3 ö <3 ö <3 & <3 & <3 & <3 ö <3 ö <3 & <3 & Uppbygging knattspyrnuvalla I framhaldi af framangreindri ráðstefnu ætla ég í þessum greinarstúf að ræða nánar uppbyggingu á knattspyrnu- völlum með grasi. Sérstaklega ætla ég að fjalla um yfirborðslag knattspyrnu- valla, en það hefur eins og gefur að skilja afgerandi þýðingu um ástand og eiginleika hvers vallar. Við uppbyggingu grasvallar þarf einkumaðhugaaðeftirfarandi atriðum: Skapa þarf hagstœð gróðurskilyrði í yfirborði Skapa þarfslitþolið og stöðugtyfirborð Tryggja þarf fullnœgjandi lekt í yfirborði og undirlagi Skapa þarf burðarþolið, frostöruggt og stöðugt undirlag Skapa þarf aðstœður svo þessir eiginleikar haldi sér Ljóst er þannig, að uppbygging grasvallar er langt í frá einfalt mál. Sérstaklega hefur reynst vandasamt að uppfylla öll skilyrði í gróðurlagi yfirborðsins. 15 cm Einskorna flnsandur, með lltilli llfrinni Iblöndun. 20 cm Sandur og fln möl Stöðug og frostörugg fylling, hugsanlega framrist Mynd 1 Dæmi um uppbyggingu grasvallar meö sendnu yfirboröi. Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.