Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.1991, Blaðsíða 29
KNATTSPYRNA Kvennaknattspyrnan Á síðasta Landsmóti UMFÍ var knattspy rna k venna í fyrsta skipti tekininnístigaútreikning. Ohætt er að segja að hún vakti mikla athygli, og geta liðanna kom á óvart. BreiðablikíKópavogi,sem lék fyrir UMSK, var öruggur sigurvegari, en mörg lið áttu ágæta leiki. Víða um land hefur kvennaknattspyrnan blómstrað og náð að hasla sér völl. Árið 1988 gerði Skinfaxi úttekt á karlaknattspyrnunni og lagði frarn stigaútreikning fyrir stöðu liðanna. Slíkur stigaútreikningur gefur ákveðna vísbendingu, en á fámennari stöðum verður talsverð skekkja, þar sem stundum næstekki ílið vegnafámennis í suntum aldurshópum. Liðin eru þá sýnd lakari en þau eru í samanburði við önnur. Það verður því ávallt að skoða svona stigaútreikning með mikilli varfærni. I þessari úttekt af stöðu kvennaknattspyrnunnar eru mun meiri skekkjur.en varhjákörlunum 1988,þar sem á s.l. ári voru 14 lið af 30 sem aðeins voru með einn flokk í íslandsmóti. Þá eru mörg góð lið Liösmenn HSÞ og UÍA eigast við á Landsmótini . sem ekki taka þátt í Islandsmótinu. I ár eru hins vegar mun fleiri lið sem eru með fleiri en einn flokk í mótinu. UBK í fyrsta sæti. Á s.l. ári keniur Breiðablik (UBK) út sem yfirburðasigurvegari. Þar kemur margt til. Breiðablik hefur staðið vel að yngri l'lokka þjálfun fyrir stelpurnar, foreldrastarf hefur verið mikið og gott og lögð hefur verið á það áhersla að virða jafnrétti innan félagsins. Þá er áhugasamur hópur sem v innur að efl i ngu kvennaknattspyrnunnar. í öðru sæti kentur ÍA, en kvenna- knattspyrna hefur í langan tíma staðið vel á Skaganum. Þess skal getið að nokkrar stúlkurfrá IA hafa farið í önnur félög.m.a. vegnabúferlaflutninga. Eins og íkarlaknattspymunni virðistfrábærar knattspymukonurvera þaráhverju strái, en það gerist fyrst og fremst í kjölfar góðs starfs. í þriðja og fjórða sæti eru Reykjavíkurfélögin KR og Valur. KR hefur verið að byggja upp yngri flokka og má búast viðþeim sterkum á komandi árum. Valur hefur hins vegar átt lakari yngri flokka, en mjög sterkan meistaraflokk. Annars verður staða Reykjavíkuríkvennaknattspyrnunni að teljast rnjög rýr, fyrir utan þessi tvö félög átti IR einn flokk í Islandsmótinu á s.l. ári , og svo kentur Fjölnir með yngri flokka í íslandsmótið í ár. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.