Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1993, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.12.1993, Qupperneq 5
Bjartsýni í fyrirrúmi Á næsta ári verða liðin 50 ár frá stofnun lýðveldis á íslandi. Vænta má að mikil hátíðarhöld verði af því tilefni. Á því ári verður haldið 21. landsmót UMFI á Laugarvatni dagana 14.-17 júlí. Má gera ráð fyrir að þar minnist ung- mennafélagar þessara merku tímamóta á viðeigandi hátt. En hvernig þjóðfélag búum við æsku þessa lands í dag? Er úrbóta þörf? Hvað getum við gert til að bæta það? Frá því ég man fyrst eftir inér hef ég oft heyrt sagt að nú sé þjóðarskútan að brotlenda, nú verði það ekki umflúið. Og víst er að þessi orð heyrast enn í dag. Rétt er að á þessum 50 árum, sem liðin eru frá stofnun lýðveldisins. hefur oft syrt í álinn hjá okkur íslendingum og í dag eru erfiðir tímar. Yfir mörgum heimilum landsins grúf- ir atvinnuleysisvofan, en atvinnuleysi er einhver mesti bö- lvaldur sem ungt fólk getur lent í og hefur oft leitt til mikillar ógæfu. Stjórnmálamenn hafa því miður oft og tíðum alið á bólmóð og svartsýni í ræðu og riti sem er mjög varhugavert. Þó það sé skyida hvers stjórnmálamanns að skýra satt og rétt frá, þá er það mitt mat að stjórnmálamenn og aðrir ráða- menn þjóðarinnar hafi eytt of miklu af sínum dýrmæta tíma í svartsýnistal, í stað þess að vinna með jákvæðu hugarfari að því að bæta atvinnuástandið og það þjóðfélag sem við eigum að búa æsku þessa lands, og þar með þann hug sem æskan ber til þjóðfélagsins. Það verður æ erfiðara fyrir þann sem hefur verið lengi atvinnulaus að fá vinnu á ný, því það er nú einu sinni svo, að sá, sem ekki hefur haft atvinnu um langan tíma tapar ótrúlega fljótt þjálfun til að vinna, rétt eins og íþróttamaður sem ekki stundar æfingar sínar reglulega tapar ótrúlega fljótt getu til afreka. Það verður því að teljast vænlegast að hver sá sem missir atvinnuna fyrir einhverra hluta sakir og þarf að framfleyta sér og sínum með atvinnuleysisbótum, þurfi ekki langan tíma að sitja auðum höndum, heldur sé sköpuð atvinna við hæfi svo fljótt sem kostur er og atvinnu- leysisbæturnar verði laun í stað bóta. Ég hef kynnst fólki sem þarf að framfleyta sér á atvinnuleysisbótum. Suml að minnsta kosti lítur á sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Þessu þurfum við að breyta, því vinnan göfgar manninn. Meðan næg atvinna var í landinu urðu umhverfismálin víða út undan. Má því telja víst að skapa megi allmörg störf á þeim vettvangi ef viljinn er fyrir hendi. Margt má bæta og fegra, umgengni er víða ábótavant, við höfum gengið á gróður landsins, skógur hefur minnkað, margar fjörur lands- ins eru fullar af rusli svo fátt eitt sé nefnl. Með því að beina hluta af því fjármagni sem greitt er í atvinnuleysisbætur til umhverfismála og ræktunar vinnst tvennt: annars vegar að bæta umhverfi okkar og hins vegar að bæta manninn, - hann finni að hans er full þörf í þessu landi. Ágæti lesandi. Höfum að leiðarljósi „ræktun lýðs og lands”, það á ekki síst við nú, á þessum umbrotatímum. Ágætu ungmennafélagar. Innan UMFI er í dag tæpur fimmtungur þjóðarinnar. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð og nú er brýnl að við stöndum saman og einbeitum okkur að því að byggja upp og hlúa að æsku þessa lands. Það gerum við best með öflugu félags-, íþrótta- og öðru heilbrigðu æskulýðsstarfi um allt land. Dýrmætasta eign okkar er æskan. Það er okkar að skapa henni það umhverfi sem hún á skilið. Ungmennafélögin eru og hafa verið besti vettvangur æskunnar til að efla félagsþroska sinn og ég veit að svo verður um ókomna tíð. Gerum hálfrar aldar afmælisár lýðveldisins að ári bjart- sýni og snúum vörn í sókn. Megi bjartsýni vera í fyrirrúmi þegar við hittumst á 21. landsmóti UMFÍ að Laugarvatni 14.-17. júlí á næsta sumri. Ég veit að við finnum þar þann kraft sem býr í æsku þessa lands. Að lokum vil ég óska ungmennafélögum og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Islandi allt. Þórir Jónsson Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.