Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 27
Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK: Hvers vegna ekki þrístökk? Á sambandsþingi UMFI að Laugarvatni í október sl. var tekin sú undarlega ákvörðun að hafna þrístökki kvenna sem keppnisgrein á landsmóti UMFI á sumri komandi. Á þinginu var flutt tillaga að breyl- ingu á landsmótsreglugerð sem heirnil- aði keppni í þrístökki kvenna á lands- mótum UMFI. Flutningsmaður tillögunnar flutti hana á mjög greinargóðan hátt og gaf sá flutningur fyllilega til kynna um hvað væri að ræða. Breyting á lands- mótsreglugerð var gerð síðast árið 1991 en þá var þrístökk kvenna ekki orðin sú vinsæla keppnisgrein sem hún er í dag og þess vegna lá beinast við að sú breyting færi fram núna í ár þar sent landsmót er á næsta ári. Þrístökk kvenna er keppnisgrein sern hefur orðið æ vinsælli síðustu ár og er nú orðin viðurkennd keppnis- grein á öllum helstu stórmótum heims í frjálsum íþróttum m.a. Ólympíuleik- um, heimsmeistaramótum, Evrópu- meistaramótum, Evrópubikarkeppnum o. fl. mótum. Sú sem þetta skrifar varð þess að- njótandi að keppa fyrir íslands hönd sl. suntar í þrístökki á Evrópubikarkeppni í Kaupmannahöfn og stórbæta árangur sinn með lslandsmeti í greininni. Æ vinsælli kostur Þrístökk hefur orðið á síðustu tveimur árum æ vinsælli kostur sem æfinga- og keppnisgrein hjá kvenþjóð- inni, því það má segja eins og nteð langstökk að þrístökk er grein sem hægt er að æfa nánast hvar sem er og þarfnast ekki rnikils útbúnaðar. Flún er því kjörin fyrir þær aðstæður þar sem ekki er um að ræða gnótt tækja og áhalda. Það sést best hvað þessi grein er orðin viðurkennd hjá konum jafnt sem körlum að á nýafstöðnu ársþingi Frjálsíþróttasambands íslands var sam- Guðrún Amardóttir er ein þeirra k\>enna, sem keppt hafa í þrístökki. þykkt að þrístökk yrði keppnisgrein í kvennaflokki, á meistaramóti Islands innanhúss, meistaramóti Islands 22 ára og yngri innanhúss og utan og í meyja- og stúlknaflokki á meistaramóti Is- lands 15 - 18 ára innanhúss og utan. En lítum þá aftur að þeirri ákvörðun að hafna greininni á landsmóti næsta sumar. Sú stefna hefur legið nokkuð lengi fyrir frá hendi landsmótsnefndar að koma eins og hægt væri í veg fyrir að umfang landsmótsins ykist meira en verið hefur, rneðal annars með því að korna í veg fyrir samþykktir unt nýjar greinar eða greinaflokka. Þegar þessi tillaga sem að framan er lýsl kom fram var henni vísað til nefndar á þinginu eins og lög gera ráð fyrir. Umræðan sem hún fékk í nefnd og utan nefndar var öll á einn veg. Keppt er í þrístökki karla og því sjálf- sagt að gera það lfka hjá konum. Með það í huga að ekki þarf neina aukna aðstöðu, dómara né starfsfólk, lýstu landsmótsnefndarmenn því yfir að þetta væri vel framkvæmanlegt og því ekkert þessu til fyrirstöðu,- nema formaður landsmótsnefndar. Hann hefði nefnilega fyrir löngu ákveðið það sem sitt “prinsipp“ að engar breyting- ar skildu gerðar á landsmótsreglugerð- inni í þá átt að taka inn nýjar greinar. Þessari skoðun sinni lýsti síðan for- maðurinn margoft yfir í umræðum um þessa tillögu og aðrar. Ekkert til fyrirstöðu Þegar síðan kemur að afgreiðslu þessarar tillögu úr nefnd stígur for- rnaður landsmótsnefndar í ræðustól og svarar þeirri fyrirspurn úr sal að þrístökk kvenna sé vel framkvæman- legt á næsta landsmóli og því ekkert til fyrirstöðu að keppa í greininni, nema það að það sé sitt “prinsipp-mál“ eins og áður hafi komið frarn að ekki skuli bæta við greinum. Þar með var þessari tillögu, eftir þennan dóm formannsins, vísað til nefndar sem skal hafa það hlutverk að skoða keppnisgreinar fyrir næsta landsmót. Eg spyr, á “prinsipp“ afstaða eins manns að stöðva þróun í keppnis- greinunt frjálsra íþrótta og uppbygg- ingar íþróttarinnar? Við skulum minnast þess að síðast við breytingu á landsmótsreglugerðinni 1991 var fellt út 200 metra hlaup karla og kvenna. Þar fuku tvær greinar en við skulum athuga að það var í bæði karla- og kvennaflokki. Hvað er það sem er uppistaðan í keppni á landsmótum UMFI ? Það er keppni í frjálsum íþróttum bæði karla og kvenna. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.