Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 20
Landsmót á Laugarvatni ‘94: Getum skapað ný ævintýri „Óhætt er að segja að aðstaða til landsmótshalds á Laugarvatni sé af- burðagóð, - ekki bara miðað við það sem gerist í dreifbýli heldur einnig miðað við þéttbýli,“ segir Ólafur Örn Haraldsson framkvæmdastjóri lands- móts ‘94, sem haldið verður á Laugar- vatni. Að sögn Ólafs verður íþróttavöll- urinn endurbyggður eftir ströngustu kröfum nánast frá grunni. Á staðnum er tiltölulega nýtt íþróttahús, ný sund- laug og endurbyggður malarvöllur. Þá má nefna eldri aðstöðu sem enn er í fullu gildi, - handboltavöll, gamla íþróttahúsið og ýmislegt annað. Þessi aðstaða er mjög góð auk þess sem hún er samanþjöppuð og gerir kleift að halda nánast öllu mótinu á sama blettinum. Það kemur sér afar vel bæði fyri keppendur og áhorfendur. Þarna getur fólk gengið á milli mismunandi greina og dagskráratriða á litlu svæði. Um aðstöðu fyrir keppendur og stjórnendur mótsins innan dyra móts- dagana er það að segja að húsakostur er mjög góður. Skólarnir bjóða upp á svefnaðstöðu, eldunaraðstöðu, mötu- Fulltrúar á sambandsþingi, sem haldið var fyrir sér framkvœmdir. neyti og matsal, vinnuherbergi og allt sem til þarf. Þegar horft er til tjald- svæðis fyrir keppendur og starfsmenn er Ijóst að unnt er að hafa mjög af- markað og skemmtilegt svæði alveg upp að íþróttasvæðinu án þess það sé ofan í gestum mótsins. Einnig er fyrir- hugað að hafa fjölskyldubúðir í næsta nágrenni. Keppendum þykir mikilvægt að vera sem næst keppnissvæðinu. Að sögn Ólafs er aðstaða fyrir gesti í haust gengu um landsmótssvœðið og virtu einnig mjög góð. Má í því sambandi benda á tjaldstæðin sem eru á skipu- lögðu svæði í skógarjaðrinum í útjaðri þorpsins. Laugarvatn hefur jafnframt upp á ýmislegt að bjóða eins og báta- leigu, hestaleigu, gufubað og þar fram eftir götunum, sem gestir geta notfært sér þegar þeim býður svo við að horfa. ,,Ég hef talað við marga sem hafa ósjálfrátt farið að rifja upp landsmótið á Laugarvatni 1965 þegar landsmótið næsta sumar hefur borið á góma,“ segir Ólafur. „Það kemur alltaf einhver ljómi yfir menn sem segja manni sögur af því þegar þeir voru að keppa, frá skemmtilegum viðburðum sem gerðust á mótinu, frá því þegar þeir hittu kærusturnar sínar í fyrsta sinn á mótinu og svo framvegis. Það er viss von manna að þarna verði kannski hægt að halda eitthvað svipað næsta sumar. Við endurtökum náttúrlega aldrei neina atburði en við getum skapað ný ævin- týri.“ Góður völlur A vellinum verða sex brautir á 100 metrunum, gerviefni á allri hlaupa- brautinni, áhorfendastæði eru góð og öll aðstaða til kast-og stökkgreina er einnig mjög góð. „Okkar stóra umhugsunarefni í landsmótsnefndinni núna er þess vegna fólgið í ýmsu því sem snýr að móts- haldinu sjálfu, eins og skipulagi keppn- innar, sýningargreinum og fjárhagshlið- inni,“ segir Ólafur. „Keppnisgreinarnar eru samkvæmt landsmótsreglugerðinni. Segja má að landsmótsnefndin hafi lagt á það áherslu að verjast því að vera með verulegar breytingar hér á eins og kom fram á nýafstöðnu ársþingi, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Ef einhverjum greinum er bætt við vaknar spurningin hvar við eigum að setja mörkin, - hvers vegna ættum við til 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.