Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 30
Almenningsdeild Fjölnis í Grafarvogi: Þar rúmast allir Það er mikið fjör í íþróttaskólanum, sem Erla Gunnarsdóttir stýrir. í Ungmennafélaginu Fjölni í Grafarvogi er starfrækt svo- kölluð almenningsdeild sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg þann stutta tíma sem hún hefur verið við lýði. Undir handarjaðri hennar starfa af miklum krafti íþróttaskóli fyrir börn 3-6 ára, trimmflokkur og hópar í kvennaleikfimi. For- maður deildarinnar er Sigurður Sigurðsson. Hann var beðinn um að segja frá starfsemi hennar. „Almenningsdeildin var stofnuð til að halda utan um það starf sem ekki er hægt að flokka undir hefðbundnar íþróttagreinar á borð við handbolta, fótbolta, körfubolta og frjálsar íþróttir. Einnig var gert ráð fyrir að við færum af stað með greinar á borð við blak sem gætu þá byrjað hjá okkur og orðið sjálfstæðar deildir síðar meir þegar þær hefðu öðlast meiri þrótt. Um þessar mundir eru um 50 börn í íþróttaskólanum. Æft er í tveim hópum einu sinni í viku og fara æfingarnar fram á laugardögum. Við erum með skólann í námskeiðsformi og hvert námskeið stendur yfir í 6 vikur í senn.“ Ætlað að efla hreyfiþroska „Skólanum er ætlað að efla hreyfi- þroska barna. Við höfum verið mót- fallin því að stofnaðir séu 8. og 9. flokkur í boltaíþróttunum. Við teljum óæskilegt að sérhæfingin byrji of snemma, við eigum fremur að leggja áherslu á hreyfiþroskann og áhuga barna á íþróttum almennt. Á námskeiðinu er farið með þeim í boltaleiki, hæfnisþrautir og eltinga- leiki, þau eru látin ganga eftir línunum sem málaðar eru á gólfin og þar fram eftir götunum. Við teljum að þetta sé góður grunnur að því að þau geti sérhæft sig síðar meir. Við teljum ekki tímabært að þau fari í flokkaíþróttir fyrr en þau eru orðin 7-8 ára. Börn hreyfa sig oft og tíðum ekki nægilega mikið, þegar þau sitja kannski tímunum saman fyrir framan sjónvarp og tölvuleiki. Með þessu starfi viljum við virkja þau og vekja áhuga þeirra á leikjum og íþróttum. I skólann hafa nokkur börn komið fyrir tilhlutan lækna eftir hina reglubundnu skoðun við fjögurra ára aldur. Þeim finnst þá hreyfiþroska viðkomandi ábótavant. “ Trimmað af kappi Trimmhópur Fjölnis kemur saman í Hamraskóla þrisvar í viku. Mætingin er svolítið mismunandi eftir dögum, veðri og árstíðum, en þegar flest er mæta um 40 manns. „Upphitunaræfingar eru gerðar í íþróttasalnum og að því búnu er farið út og skokkað um hverfið. Búið er að merkja þó nokkuð margar leiðir, mis- jafnlega langar, inn á kort og síðan hleypur hver um sig sína leið og á þeim hraða sem hann kýs. Fólk er að hlaupa frá 3 og upp í 12 kílómetra. Þarna safnast saman fólk á öllum aldri til að hreyfa sig. Þetta er góður félagsskapur. Það er enginn kostnaður á bak við þetta, nema hvað við höfum látið útbúa sérstaklega merkta boli sem fólk kaupir til að geta einkennt sig þegar það tekur þátt í víðavangshlaupi til dæmis.“ Kvennaleikfimin á miklum vinsæld- um að fagna á meðal kvenna í Grafar- vogshverfinu og eru þetta annar vetur- inn sem hún er stunduð á markvissan hátt. Hún fer nú fram í litlum sal í kjallara hins nýja íþróttahúss Fjölnis. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.