Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 16
Umf. Óöinn í Vestmannaeyjum: Öflugt starf fyrir þau yngri Árný Hreiðarsdóttir er þjálfari Ungmennafélagsins Oðins í Vest- mannaeyjum. Hún hefur af mikilli eljusemi haldið utan um starfsemina í mörg ár auk þess sem hún æfir og keppir sjálf af miklum krafti í þrístökki og langstökki. Frjálsar íþróttir eru aðalviðfangsefni félagsins. Meðlimir Óðins hafa líka lagt lið ýmsum góðum málefnum í heimabyggð sinni og má í því sam- bandi nefna hreinsunarátak í Vest- mannaeyjabæ auk þess sem þeir hafa lagt gjörva hönd á plóginn við upp- græðsluna eftir gosið fyrir 20 árum. Þeir sem taka þátt í íþróttastarfinu eru á aldrinum 6-15 ára að sögn Árnýjar. Á sumrin er starfið öflugast og fara þá æfingar fram á morgnana, síðdegis og á kvöldin. Kveðst hún allt- af hafa lagt áherslu á að kenna öllum undirstöðuatriðin vel áður en lengra er haldið. í Eyjum eru á hverju sumrin haldin tvö mót í frjálsum íþróttum, svokölluð vestmannamót og gámamót. „Á því síðarnefnda gefa Gámavinir alla verðlaunagripi og í sumar gáfu þeir okkur alla búningana að auki. Þeir eru stærsti styrktaraðilinn okkar. Þess má geta til skýringar, að Gámavinir er félagsskapur sjómanna sem selja fisk- inn utan í gámum. Á sumrin eru æfingar alla virka daga nema föstudaga, þá gerum við alltaf eitthvað sérstakt. Börnin taka þá með sér hollt og gott nesti, - sælgæti er bannað, og farið er í gönguferð, til dæmis inn í Spröngu þar sem þau fá að spranga að vild. Þeim sem ekki kunna það er kennt það. Það er mikilvægt að börnin læri þetta vel því það er svo mikið gert af þessu hér í Eyjum. Við kennum þeim líka að tína söl og þekkja þau. Einu sinni á sumri er farið með börnin í bátsferð í kringum eyjarnar. Þá er fuglalífið skoðað, hellarnir og hin fjölmörgu náttúrufyrirbæri hér. Við tökum veiðistangirnar með og allir renna fyrir fisk. Þetta þykir þeim rosa- lega spennandi.“ Gist í garðinum „Einn föstudaginn er farið í sérstaka veiðferð út á Skans þar sem börnin kasta fyrir fisk. Síðasta föstudag í hverjum sumarmánuði býð ég þeim í garðinn til mín þar sem við grillum og höfum það huggulegt. Yngri börnin tjalda þar og gista yfir nóttina en hinir eldri fá að tjalda úti á „auða svæðinu“ eins og það er kallað, en það er rétt innan seilingar, svo nálægt að ég get fylgst vel með þeim. I fyrra var svo mikil rigning um kvöldið að allir neyddust til að koma inn, þá nótt var allt troðið hjá mér. Þetta var ofsalega skemmtilegt.“ Árný hefur ekki látið nægja að bjóða gistingu í garðinum hjá sér, því síðastliðna tvo vetur hefur hún boðið bömunum heim í febrúar þegar lítið er að gerast á íþróttasviðinu. Þá koma allir með svefnpoka og dýnu og gista hjá henni. Að kvöldi þessa dags sýnir A Norðurlandameistaramóti öldunga í Svíþjóð 1993, þar sem Arný varð þriðja í langstökki. Tjaldbiíðirnar í garðinum hjá Arnýju. Þar voru grillaðar pylsur og ýmislegt Jieira gert til gamans. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.