Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 24
Svanhildur Skaftadóttir framkvæmdastjóri Landverndar: Hlutverk Pokasjóðs Ahugamenn hreinsa fjörur á Hornströndum, en til þess verkefnis var veitt styrk úr Pokasjóði. Landgræðslu- og náttúru- verndarsamtök Islands voru stofnuð árið 1969. Það sem fyrst og fremst varð hvatinn að stofnun samtakanna var knýjandi þörf á vettvangi fyrir áhugamenn um landgræðslu, gróðurvernd og náttúruvernd almennt. Aðild að Landvernd eiga nú 67 félög og samtök og talsverður hópur einstaklinga. Um 25 ára skeið hefur Landvernd reynt að vekja íslendinga til vitundar um umhverfi sitt og hvatt þá til náttúru- og umhverfisverndar. Markmið samtakanna hafa frá upphafi verið: 1. Að vinna að gróður- og jarðvegs- vernd, alhliða landgræðslu og aukinni fjölbreytni í gróðurfari landsins. 2. Að stuðla að almennri náttúru- vernd ásamt heilbrigðu útilífi landsmanna. 3. Að vinna gegn hverskonar meng- un og umhverfisspjöllum. 4. Að vinna að skipulegri notkun og hagkvæmri nýtingu lands og sjávar. 5. Að stuðla að auknum náttúru- rannsóknum. Einn þáttur í starfi Landverndar hef- ur verið að vekja athygli á gegndar- lausri sóun verðmæta í þjóðfélagi okk- ar og hvetja til bættrar umgengni og aukinnar endurnýtingar og endur- vinnslu. Fyrsta kjörorð Landverndar og vafalaust það þekktasta er: HREINT LAND - FAGURT LAND. Á undan- förnum árum hafa ótal margir áhuga- menn, ekki síst ungmennafélagar, um allt land tekið undir þetta kjörorð og lagt sitt af mörkum til að vinna að þeirri gífurlegu breytingu sem orðin er á umgengnisháttum þjóðarinnar og ásýnd landsins hvað þetta varðar. Upphaf Pokasjóðsins Þegar sala á burðarpokum hófst í verslunum hinn 1. mars 1989 uppskar Landvernd árangur af vinnu sem staðið hafði yfir á annan áratug. Hjá samtök- unum hafði snemma vaknað sú hug- mynd að með markvissri gjaldtöku fyr- ir plastpoka í verslunum mætti minnka notkun þeirra til mikilla muna og draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum af þeirra völdum. Þar að auki gæti gjald- taka af þessu tagi orðið tekjustofn sjóðs sem hefði það markmið að efla umhverfisverndarstarf í landinu. Þetta hefur hvort tveggja gengið eftir. Verslunarstjórar fullyrða að notk- un plastpoka hafi minnkað um 20 - 30% og á þessu tímabili hefur verið úthlutað um 70 milljónum kr. til ým- issa umhverfisverkefna, sem áhugafólk um allt land hefur unnið að af mikilli eljusemi og dugnaði. Undanþága frá lögum Eins og oft vill verða þegar góð mál eiga í hlut voru ýmis ljón í veginum í upphafi. Það var strax ljóst að það yrði að selja pokana á sama verði í öllum verslunum, ef samstaða ætti að nást meðal kaupmanna. Til að svo mætti verða varð að fá undanþágu frá lögum sem kváðu á um að ekki mætti hafa samráð um verðlagningu í verslunum. I þessum lögum stóð að undanþágu mætti veita af sérstökum ástæðum er samræmast þjóðarhagsmunum. I árs- byrjun 1989 íængu Landvernd, Kaup- mannasamtök íslands og Samtök sam- vinnuverslana undanþágu verðlagsráðs til þess að burðarpokar með áprentuðu rnerki Landvetndar og kjörorðinu: HREINT LAND - FAGURT LAND yrðu seldir á sama verði í verslunum landsins á þeirri forsendu að helmingur andvirðis þeirra að frádregnum sölu- 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.