Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 10
starfi og því teljum við sameiningu ekki koma til greina. Hins vegar vænt- um við þess að eiga gott samstarf við ÍSÍ í framtíðinni.“ Ferðalög og fundasetur - Nú þegar þú lítur til baka eftir 14 ára formennsku, hefur þetta ekki verið erilssamur tími hjá þér, - mikið um ferðalög og fundasetur? „Vissulega og býsna margar helgar hafa farið í þetta, sérstaklega yfir vetr- Til að vekja athygli á verkefni UMFÍ, „Eflum íslenskt,“ hjóluðu ungmennafélagar hringinn í kringum landið. Myndin var tekin þegar lagt var afstaðfrá Lœkjartorgi. - Nú hefur þjóðfélagið tekið miklum breytingum á þeim árum sem þú hefur gengt formennsku í UMFI. Voru þeir tímar þegar ungmennafélagshreyfmgin þótti úr takti við tímann eða hefur hún alltaf náð að aðlaga sig? „Ég held hún hafi verið farin að dragast svolítið aftur úr. Það er aftur á móti engin spurning að hún hefur verið á uppleið sfðustu 25 árin eða svo. Mér þykir mjög skemmtilegt að það sem þótti kannski svolítið hallærislegt - að gera hlutina í ungmennafélagsandanum - þykir nú vera hrósyrði og af hinu góða. Aður hafði hreyfingin verið að vinna að góðum málum en það skorti kannski að starfið væri kynnt nægilega vel fyrir fólki og athygli yrði vakin á því sem verið var að gera. Það þurfti einnig að ná til fleiri. Með tilkomu þjónustumiðstöðvarinnar varð okkur kleift að sinna þessum þáttum betur en áður um leið og unnt var að efla starfið út um allt land og aðstoða héraðs- samböndin og félögin. Með því að vinna að fjölmörgum málum og reyna að gera það vel hefur hugarfarið breyst. Við höfum komið víða við og náð að starfa í góðri samvinnu við aðra aðila.“ - ISl hefur lýst vilja til að ganga í eina sœng með svo sterkri og öflugri hreyfingu sem UMFÍ er, hvað finnst þér um slíka málaleitan? „Hafa ber í huga að UMFÍ leggur áherslur á aðrar grunnhugmyndir í sínu artímann. Frá janúarlokum til vors hef ég verið á þing- og fundaferðum lang- flestar helgar. Ég hef alltaf litið á þetta sem sjálfsagðan og eðlilega hlut. Ég hef jafnan haft afskaplega gaman af að fara í þessar ferðir og sé ekki eftir þeim tíma sem í þær hefur farið.“ - Hefurðu tölur yfir fundi á þessum tíma ? „Ég veit hve marga framkvæmda- stjórnarfundi ég hef setið, þeir eru 615 og stjórnarfundir 65. Hve marga aðra fundi ég hef sótt get ég ekki fullyrt um en þeir eru áreiðanlega ekki undir 1000.“ - Þú hlýtur að hafa kynnst fjölda fólks á ferðum þínum um landið? „Já, já, ég hef kynnst ógrynni af fólki út um allt Iand og líklega er það skemmtilegasti þáttur þessa starfs. Það er alls staðar tekið vel á móti inanni og mér finnst ég eiga vini alls staðar þar sem ég hef komið í nafni hreyfingar- innar. Og þrátt fyrir erilinn sem þessu starfi fylgir hefur það verið alveg geysilega gefandi. Ég hef alltaf notið skilnings bæði heima fyrir og hjá vinnuveitendum mínum, fyrst í Sam- vinnubankanum og síðar í Landsbank- anum. Auðvitað hefur eitthvað klipist af vinnutíma manns í þetta þó ég hafi alla tíð reynt að láta formannsstarfið koma sem minnst niður á starfinu í bankanum. Þegar það kom til tals að ég tæki að mér starf formanns UMFI þá ráðfærði ég mig við vinnuveitendur mína sem hvöttu mig fremur en löttu.“ Þegar Pálmi varð fimmtugur efndi lumn til mikillar veislu í garðinum heima hjá sér. Ein afmœlisgjöfin sem honum barst var sýning stúlkna úr Gerplu. 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.