Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 29
Körfubolti ífyrsta sinn hjá Umf. Fjölni: Karfa á hverjum bílskúr Ungmennafélagið Fjölnir í Grafar- vogi vinnur nú að því að setja á stofn körfuboltadeild. I vetur verður áhersla einkum lögð á æfingar, en undirbún- ingsnefndin, sem nú starfar ötullega að stofnun deildarinnar hyggst fara rólega í sakirnar meðan verið er að koma skipulagi á hana og ýmislegt sem hana varðar, svo sem húsnæðismál. Hefur verið rætt um að stofna hana formlega á næsta aðalfundi Fjölnis eftir áramót- in. „Ákvörðun um stofnun deildarinnar var tekin á aðalfundi sl. vor,“ sagði Egill Guðmundsson, sem sæti á í und- irbúningsnefnd ásamt þeim Eggert Ólafssyni og Teiti Gunnarssyni. Egill sagði að mikill áhugi væri fyrir körfu- bolta í Grafarvogi. Þannig hefðu 50-60 börn í Foidaskóla skrifað nöfn sín á lista, þar sem farið var fram á að þau fengju möguleika til að leika körfu- bolta. „Það hefur verið mikið um götu- bolta hérna í hverfinu,“ sagði Egill. „Það er nánast karfa á hverjum einasta bílskúr, en því miður lítið af völlum. Við ákváðum að taka eitt skref í einu og vera ekkert að flýta okkur of mikið. Það var því niðurstaðan að vera með grunnskólastigið í vetur, þ.e. minni boltann og upp í 10. bekk og láta þar við sitja. Við erum því ekki með úr- valsflokk, drengjaflokk né annað fyrir ofan þennan aldur. Þessir flokkar geta komið inn á næsta ári ef áhugi er fyrir hendi. I hverfinu eru menn sem æfa með öðrum félögum í meistaraflokki, unglingaflokki o.s.frv. Þeir myndu jafnvel vilja æfa með Fjölni, en það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efn- um enn.“ Tvískiptir flokkar „Við erum nú með 8 flokka,“ sagði Egill enn fremur. „Sumir flokkanna eru tvískiptir því í þeim eru svo marg- ir. Við erum með minni bolta frá 6 ára og upp í 1 I ára. Síðan erum við með 7., 8., 9„ og 10. flokk fyrir stráka og Það er vel mœtt á körfuboltaœfingarnar í Grafan’oginum. Hér er b-lið 7. flokks mœtt til leiks. minni bolta fyrir stelpur. Þær hafa ekki sýnt mikinn áhuga á þátttöku í eldri flokkunum. Við stefnum að því á næsta ári að fá fleiri stelpur inn.“ Körfuboltadeildin er með aðstöðu til æfinga í Hamraskóla í Grafarvogi. Fimm þjálfarar sjá um að þjálfa flokk- ana. Æfingar hafa gengið ágætlega og það hefur verið vel mætt á þær. Stundum hafa mætt allt að 35 á eina og sömu æfinguna. Þá hefur hópnum ver- ið skipt upp, til þess að allir gætu tekið þátt. Nú mæta vel yfir hundrað krakkar á æfingar hjá félaginu. Áhugasamir þjálfarar „Þjálfararnir eru mjög áhugasamir og finnst gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ sagði Egill. Við leggjum áherslu á að vinna þetta frá grunni og vera ekki að taka þátt í mótum fyrr en komið er skipulag á starfið. Þó er búið að skrá okkur á Reykjavíkurmót.“ lnnan Fjölnis eru nú starfandi handboltadeild, fótboltadeild, tennis- deild, ásamt frjálsíþrótta- og karate- deild. „Áhuginn fyrir körfubolta virðist svo sannarlega vera til staðar, og verði deildin stofnuð, sem ég held að sé engin spurning, þá ætlum við að vinna þetta frá grunni og stefna að því að vera með öfluga körfuboltadeild hjá Fjölni,“ sagði Egill að lokum. Oáfeng jólaglögg Bindindisdagur fjölskyldunnar var haldinn 26. nóvember sl. og tók Ung- mennafélag íslands þátt í því verkefni ásamt ýmsum aðilum. Reynt var með- al annars að vekja athygli foreldra á ábyrgu uppeldi og forvarnarstarfi meðal ungs fólks. I tilefni þess birtum við hér upp- skrift að góðum, óáfengum drykk, sem er tilvalinn til að bera fram með piparkökum á aðventu og jólum. Til eru fjölmargar uppskriftir að óáfeng- um drykkjum. Þá eigum við völ á margs konar hreinum ávaxta- og mjólkurdrykkjum og svo fást líka óáfeng vín. Það er því auðvelt að finna eitthvað við hæfi. Jólin eru hátíð allrar fjölskyldunnar. Við ættum því að bjóða óáfenga drykki á jólunum. Hér kemur svo uppskriftin: Sólskin 2 dl sterk sólberjasaft 2 dl vatn 3 1/2 dl eplasafi 3 negulnaglar lítið eitt af kanel 1/2 dl rúsínur 20 afhýddar möndlur Blandið saman saft, vatni, eplasafa og kryddinu. Hitið og látið sjóða hægt í nokkrar mínútur. Skiptið möndlum og rúsínum í glösin. Tilvalið að bera fram með piparkökum. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.