Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 6
38. sambandsþing UMFÍ: Líflegar umræður - um hina ýmsu málaflokka Á þinginu lét Pálini Gíslason afformannsstarfi UMFÍ og við tók Þórir Jónsson. Líflegar umræður um hina ýmsu málaflokka einkenndu 38. sambands- þing Ungmennafélags Islands, sem haldið var á Laugarvatni 23. og 24. október síðastliðinn. Staða UMFÍ er sterk um þessar mundir og voru þing- fulltrúar á einu máli um að ungmenna- félagshreyfingin væri á réttri leið undir kjörorðinu: „Ræktun lýðs og iands.“ Aðalmál þingsins var 21. landsmót UMFI, sem haldið verður að Laugar- vatni næsta sumar. Skoðuðu þingfull- trúar landsmótssvæðið, þar sem unnið hefur verið af krafti við undirbúning í haust, og landsmótsnefnd kynnti tillög- ur sínar. A þinginu urðu formannaskipti hjá UMFI. Pálmi Gíslason lét af for- mennsku og við tók Þórir Jónsson. Öflugt starf I skýslu formanns kom m.a. fram, að þjónustumiðstöðin í Fellsmúla getur nú hýst 60-70 manns í gistingu í senn. Aðsókn er mjög mikil og Ijóst að ekki var vanþörf á að stækka húsnæðið. Vornámskeið var að þessu sinni Kaupum íslenskt 38. sambandsþing UMFÍ hvetur alla íslendinga til að halda vöku sinni hvað varðar kaup á íslenskri framleiðslu. í því atvinnuástandi sem nú er, getur það skipt sköpum fyrir þúsundir Islendinga að ís- lenskar vörur séu fremur keyptar en innfluttar. Þingið fagnar því átaki sem hefur verið í gangi hjá UMFI og hvetur til áframhaldandi baráttu fyrir kaupum á íslenskum vörum. haldið að Laugum í Reykjadal og sóttu það rúmlega 20 manns frá 12 sam- bandsaðilum. Mikið kynningarstarf var unnið bæði innan hreyfingarinnar og utan. Má þar nefna kynningardaga í þjónustumiðstöðinni, útbreiðsluferðir, greinaskrif og útvarpsviðtöl af ýmsu tilefni. Framkvæmdum í Þrastarskógi hefur verið haldið áfram. I sumar voru allir göngustígar ruddir og borið ofan í hluta þeirra. Nú er farið að huga að uppbyggingu nýs veitingaskála, og undirbúa markvissa plöntun og grisjun í skóginum. Starf félagsmálaskólans var með hefðbundnu sniði, en sagt verður frá starfsemi hans annars staðar í blaðinu. Göngudagur fjölskyldunnar-Hjarta- gangan fór fram 26. júní sl. Stefán Jónsson ungmennafélagi og fyrrum bóndi í Vorsabæ lagði land undir fót og gekk rúma 500 kílómetra til að minna á ár aldraðra. Sú ganga var farin 14. júlí-19. ágúst. Loks var Bindindis- dagur fjölskyldunnar þann 26. nóvem- ber sl. Erlend samskipti eru fyrst og frernst við hin Norðurlöndin. Má nefna ung- mennavikur, þing NSU, sem haldið var á Flúðum, ungmennaskipti og ung- bændaráðstefnur. Fleira mætti nefna úr starfi UMFI en hér verður látið staðar numið að sinni. Fósturbörnin Á 38. sambandsþingi UMFÍ var því fagnað hve vel umhverfis- verkefnið „Fósturbörnin" tókst. Er hvatt til þess að niðurstöður verði kynntar sem víðast. Hvetur þingið öll ungmennafélög til að halda áfram því mikla starfi sem ung- mennafélagshreyfingin hefur unnið á sviði umhverfismála og gróður- verndar. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.