Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 39
á? Hver af þeim námskeiðum sem þú hefur ekki sótt hefur þú áhuga á eða telur þú að geti komið til móts við óskir þínar? Ert þú með hugmynd að einhvers konar námskeiði sem hugsanlega fleiri hefðu áhuga á að sækja ef boðið væri upp á það? Hugsanlega hefur þú áhuga á að sækja aftur námskeið sem er hliðstætt einhverju sem þú hefur sótt áður, þér til upprifjunar eða stað- festingar á því að þú hafir enn ágæta yfirsýn yfir viðfangsefnið. Það eru rneðal annars svona spurningar sem þátttakendur á námskeiðum félagsmálskólans freista að svara - að minnsta kosti fyrir sitt félag. Samhliða stuttum fyrirlestrum leiðbein- enda fá þátttakendur jafnframt úr reynslusjóði annarra ýmsar hugmyndir urn viðfangsefni og aðferðir við framkvæmd þeirra. Hvað hefur mitt félag þang- að að sækja? Hver af námskeiðum félags- málaskólans gætu verið liður í þeirri viðleitni þíns félags að gera meira fyrir félagsmenn og að auka þeim innsýn í þá möguleika sem starfsemin býður upp á? Megin- tilgangur félagsmálaskólans er að koma til móts við þarfir og óskir einstaklinga jafnt sem félaga. Þetta er meðal annars gert með því að reyna á allan hátt að bjóða upp á hverskonar námskeið sem geta beint eða óbeint verið til framdráttar þeirn viðfangs- efnum sem hin ýntsu félög vinna að hverju sinni. Hver af námskeiðum félagsmála- skólans hafa staðið félagsmönnum í þínu félagi til boða? Ef þér finnst lítið framboð af námskeiðum á þínu félags- svæði þá er víst að í þjónustumiðstöð UMFI verða fyrir svörum starfmenn sem geta frætt þig um ýmsa möguleika á námskeiðum og eru boðnir og búnir til að veita allar upplýsingar um nám- skeiðaframboð. Einnig er það við- fangsefni þeirra að hafa milligöngu um að koma á hvers konar námskeiðum auk þeirra sem félagsmálaskólinn býður upp á og eru upp talin annars staðar í þessu blaði. „Yfirtil þín“ Um leið og þú eða einhver frá þínu félagi hafa samband er unnt að byrja að svara sértækum spurningum um hvað félagsmálaskólinn getur gert og hvernig hann hyggst gera það. Vænt- anlega mun á næslu mánuðum verða boðið upp á tiltekin námskeið á vegum héraðssam- banda víðsvegar um landið en allar hugmyndir og uppástung- ur sem berast hjálpa til við að draga fram hverjar þarfir ein- staklinga og félaga eru fyrir námskeið. Þau sem vinna að málefnum félagsmálskólans eru tilbúin að taka við hvers kyns ábendinum og beiðnum og sinna þeim eftir mætti. Félagsmálaskólinn er jú fyrst og fremst fræðsluþjónusta við félög og einstaklinga og sent slíkur fæst hann við að þjóna þér og þínu félagi! Hafðu samband og láttu reyna á hvort hægt er að verða við óskum þínum. F.h. stjórnar félagsmálaskólans Sigurður Albert Ármannsson Bankastræti 6. Sími 18600 Landsbanka-skutlan: Nú geta allir æft spjótkast Nú geta allir æft spjótkast, þótt ekkert eigi þeir spjótið, því nú er fáanleg svokölluð Landsbanka- skutla, sem hefur að flestu leiti söntu eiginleika og spjót og er því tilvalið áhald fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að kasta eða mæla getu sína. Skutlan gefur fleirum tækifæri til að spreyta sig á spjótkasti, því hún er miklu ódýrari heldur en venjulegt spjót. Það er því hægt að nota hana til æfinga til að byrja með, en kaupa síðan spjót ef viðkomandi hyggst leggja þessa íþróttagrein fyrir sig. Allar frekari upplýsingar um skutluna fást hjá íþróttafélögum Hún er ekki jyrirferðannikil skutlan, en er þó eða útibúum Landsbankans um gœdcl sömu eiginleikum og venjulegt spjót. land allt. Skinfaxi 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.