Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 38
Félagsmálaskóli UMFÍ: Fyrir þig og þitt félag Það er oft glatt á hjalla í félagsmálaskóla UMFl. „Eru það ekki bara einhver hund- Ieiðinleg námskeið þar sem eitthvert fólk kemur og heldur ræður, bara til að halda ræður?“ eða „Allir sem fara á svona námskeið eru svo mikil félags- málatröll og ég þori ekki að vera innan um svoleiðis fólk“. Eru þetta hugmyndir einhverra lesenda um félagsmálaskólann? Vafa- laust finnst fólk sern hefur hugsað eitt- hvað á þessum nótum. Sé svo ættu þeir að lesa áfram. Aðrir hafa ef til vill hugsað sem svo: „Eg ætti nú að drífa mig á einhver svona námskeið en ég hef bara svo hræðilega mikið að gera í félagsstarfinu núna að ég hef ekki tíma til þess. “ Ef þú tilheyrir þeim hópi manna sem að ofan er lýst, þá er enn meiri ástæða til að þú lesir áfram. Hvort sem þessi viðbrögð eru algeng eða sjaldgæf þegar starfsemi félagsmálaskólans ber á góma má ef til vill byrja á að upplýsa frekar um starfsemina með því að spyrja þig, lesandi góður, hver eru þín áhugasvið í starfi ungmennafélags- hreyfingarinnar eða í félagsstarfi al- mennt? Eða hver eru helstu viðfangs- efni eða vandamál sem eru framundan í starfi þíns félags? Þegar rætt er við ungmennafélaga um þessar tvær síðastnefndu spurning- ar kemur fljótt fram að áhugamálin eru mörg og margvísleg og viðfangsefnin þar af leiðandi einnig. Ungmenna- félagshreyfingin er farvegur fyrir bæði fjölbreytt starf og áhugasvið. Yfirleitt hefur fólk áhuga á fjölmörgum þáttum starfseminnar og er tilbúið að taka þátt en aðrir vilja varast að dreifa kröftum sínum um of og kjósa því afmarkaða þætti sem viðfangsefni. Eitlhvert veigamesta viðfangsefni þeirra sem starfa í stjórnum hvers félags eða deildar er að skapa jákvæð- an farveg fyrir áhugasvið fólks. A þann hátt má koma til móts við þarfir félags- manna og annarra þeirra sem vilja vinna að málstað félagsins. Má líta svo á að því fleiri einstaklingar utan félags sem taka þátt í starfinu - því meiri lík- ur séu á að félagið eflist og geti tekist á við ný viðfangsefni. Þessi farvegur er að sjálfsögðu breytilegur eftir árstíðum og öðru því sem hefur áhrif á fram- kvæmd félagsstarfs. Stefnumið þurfa að vera Ijós og í sífelldri endurskoðun eftir því sem viðfangsefni breytast. Hér gildir einnig oft að „sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir“, það er að segja, ekki nást alltaf að fullu öll markmið sem menn setja sér í starfinu. Hver eru markmiðin með féiagsstarfinu? Markmið já,!!! íslensk orðabók skil- greinir markmið sem: „Eitthvað sem keppt er að, tilgangur.“ Hversu oft spyrjum við okkur hver eru markmiðin sem unnið er að í félagsstarfinu? Að hverju stefnir félagið? Eru öllum ljós þau markmið? Hvernig er hægt að koma til móts við óskir fleiri félagsmanna um aukna starfsemi af hálfu félagsins? Hverjar eru þarfir unglinga fyrir félagsstarf og hvernig er hægt að mæta þeim? Getur mitt félag á einhvern hátt gert unglingum kleift að starfa meira í félaginu og bera meiri ábyrgð? Hvernig getum við virkjað i'leiri félagsmenn til starfa í félögunum? í þessari spurningu birtist stærsta og einnig mest spennandi verkefni sem blasir við stjórnarmönnum í félagsstjórnum. Viðfangsefnið er brýnt hvort sem félagið er stórt eða lítið. Hvað er það sem einkum fælir fólk frá því að talca þátt í félagsstarfi? Er það skýr stefna og starfsemi ásamt markvissri útdeilingu viðfangsefna til félagsmanna og öflugri upplýsingamiðlun? Ekki er líklegt að það sé ástæðan. Frekar er að það sé skortur á þessum þáttum sem veldur því að þátttakan er ekki meiri en oft er raunin. Nú er komið að því að svara spurn- ingunum sem settar voru fram í upphafi. Hvað getur félagsmálaskólinn gert fyrir mig? Hvaða námskeið hefur þú sótt af þeim sem félagsmálaskólinn býður upp 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.