Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 13
sundiðkunnar. Á Blönduósi er lítil sundlaug og einnig er laug við Húna- vallaskóla. Sú er ekki lögleg heldur.“ Jákvætt viðhorf „Sá þáttur sem mæðir mest á stjórnarmönnum félaganna er að afla fjármuna til að halda starfinu gang- andi. En það hjálpar vissulega að flest sveitarfélög hér á svæðinu hafa staðið vel við bakið á okkur hvað varðar upp- sumar var lagt gerviefni á Vorboða- völlinn, á braut fyrir langstökk, stang- arstökk og þrístökk. Það var ekki gefið að leggja á þessa 60 metra, því það kostaði um 900 þúsund krónur. Á bak við þessa framkvæmd stendur 90 manna ungmennafélag og tvö fámenn sveitarfélög, þannig að þarna var ekki um lítið átak að ræða. Á svæðinu eru einnig tveir 9 holu golfvellir, annar við Blönduós og hinn á Skagaströnd. Aðstaða til hestaíþrótta er á tveim stöðum, í Húnaveri og rétt hjá Blönduósi. Hestaíþróttadeild er í ungmennasambandinu og talsvert starf er í kringum hana. Þá má nefna skot- félag sem starfar innan sambandsins. Það hefur komið sér upp mjög góðum velli og hélt fyrsta landsmótið síðast- liðið sumar. „Það má segja að starfsemin hafi verið mjög góð á þessu ári sem nú er að líða,“ sagði Valdimar. „Körfubolt- inn hefur farið sem eldur í sinu eftir að nýja íþróttahúsið kom til sögunnar. Við fórum þá út í að standa fyrir æf- ingum og erum með þjálfara á okkar snærum. Það hefur verið giskað á það væru um 100 krakkar, sem stunduðu körfubollaæfingar innan okkar sam- bands núna. Á Skagaströnd er ekkert íþróttahús, en notast er við félagsheimilið. Þar eru menn farnir að huga að byggingu íþróttahúss. Hið eina sem nú skortir verulega á svæðinu er góð aðstaða til Hópur sjálfboðaliða frá Umf. Hvöt við að þekja fótboltavöllinn á Blönduósi. Gen’iefni lagt á atrennubraut íþróttavallar Umf. Vorboðans. byggingu á íþróttamannvirkjum. Al- mennt er viðhorf fólks hér á svæð- inu til ungmennafélagshreyfingarinnar mjög jákvætt og það hefur allt að segja.“ Margir afreksmenn og -konur hafa stigið sín fyrstu spor á íþróttavellinum undir merkjum USAH. Sunna Gests- dóttir er gott dæmi um það. Guðbjörg Gylfadóttir kúluvarpari sem keppir nú með ÍR, kemur frá USAH. Sama máli gegnir um Helga Þór kringlukastara og Daníel Smára Guðmundsson hlaupara. Nú eru að minnsta kosti fjórir ung- lingar af sambandssvæðinu komnir í unglingalandsliðið. „Af þessu sést að efniviðurinn er alveg niður úr,“ sagði Valdimar. „ En það er oft, þegar fólk fer að nálgast toppinn, að það fer héðan. Það er vel skiljanlegt, fólk er að mennta sig og fær ekki vinnu við sitt hæfi hér. Svo er aðstaðan til íþróttaiðkunnar betri fyrir sunnan, þannig að fólk sækir þangað. Við getum ekki boðið upp á sam- bærilega aðstöðu og þeir sern vilja ná langt sækjast auðvitað eftir því besta sem völ er á. Aðrir detta út of snemma. Þess eru dæmi að fólk sé farið að sýna verulegan árangur. Þá allt í einu hættir það. I öðrum tilvikum eru hér góð efni, sem æfa aldrei frjálsar, en spila golf eða eru í fótbolta. Þessir sömu mæta á frjálsíþróttamótin og keppa með góð- um árangri. Ef þetta fólk myndi stunda æfingar næði það vafalaust langt.“ Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.