Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 13
Landsmótin eiga að verafyrir ungmennafélaga, segir m.a. í grein Þóris.
Breytt fyrirkomulag
Mín skoðun er sú, eftir reynslu tveggja
síðustu móta, að við skipulag landsmóts
megi ekki að óbreyttu reikna með því að
áhorfendur greiði upp kostnað við móts-
haldið. Veðurfar,. framboð af skemmtun-
um, fjárhagur fólks og aðrar aðstæður ráða
svo miklu um aðsókn að mótunum að ekki
er réttlætanlegt, eftir á séð, að gera ráð fyr-
ir miklum fjölda gesta, heldur sé þar um að
ræða ánægjulega viðbót sem þarf þó að
vera viðbúnaður til að þjóna. Jafnvel má
velta því upp hvort einfaldara sé, og væn-
legra til árangurs, að hafa engan aðgangs-
eyri að landsmótum, en afla fjár með sölu
nauðsynja, tjaldstæða og annars slíks, því
reynsla síðasta sumars sýnir að mæting á
samkomur þær, sem seldur var aðgangur
að, var mjög lítil, en aftur nokkuð góð á
þær sem var frítt inn á.
Að mínu mati má þó ekki draga of víð-
tækar ályktanir af slæmri fjárhagsútkomu
landsmótsins á Laugarvatni. Nefndin vann
að því að draga úr kostnaði við mótið og
varð víða nokkuð ágengt í þeim efnum. Á
nokkrum sviðum hefði þó eflaust mátt
halda betur að en þar var um lágar fjárhæð-
ir að ræða. Kostnaður við mótið var
nokkru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þar munar mest um kostnað vegna ýmissa
verklegra framkvæmda á Laugarvatni sem
viðkomandi sveitarfélög hafa kostað á
undanförnum mótum. Sveitarstjórn Laug-
ardalshrepps stóð við allt sem um var rætt
við hana en vegna óvenjulegrar stöðu mála
á staðnum ræður hún ekki yfir t.d. landi og
veitumannvirkjum. Þannig sá nefndin um
salernismál, öflun viðbótar neysluvatns,
raflagnir, sorphirðu og -förgun, merkingar
og innkeyrslur á tjaldsvæði og bílastæði,
svo eitthvað sé nefnt. Þessi kostnaður var
að verulegu leyti fyrirsjáanlegur en reynd-
ist talsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyr-
ir. Ég tel þennan kostnað vera hluta þess
sem það kostar landsmótshaldara að halda
landsmót í dreifbýli, þ.e. utan stórra þétt-
býliskjarna sern geta boðið upp á aðstöðu
og hafa bolmagn til að kosta framkvæmdir
að málum sem þessum. I framhaldi af
þessu tel ég að nauðsynlegt sé að sá sem
ætlar að taka að sér landsmót tryggi sér
fyrirfram aðstöðu og aðstoð með samningi
við sveitarfélög og aðra aðila þar sem mót-
ið á að fara fram.
Viðamikill undirbúningur
Við undirbúning móts á borð við lands-
mót UMFI er margs að gæta. Umfang
íþróttakeppninnar sjálfrar er geysimikið.
Til þess að hún geti farið vel fram þarf
mikla og góða aðstöðu, mikið af hæfu og
vönu starfsfólki og mikið af áhöldum.
Margar keppnisgreinar sem láta ef til vill
ekki mikið yfir sér eru býsna erfiðar og
flóknar í undirbúningi og framkvæmd.
Nægir þar að benda á að borðastærð í að
leggja á borð er þannig að sníða verður
borðplötur til þess, mikið af dýnum og á-
höldum þarf fyrir fimleika og júdó, aðstaða
verður að vera fyrir áhorfendur helst á öll-
um keppnisstöðum o.s.frv. Iþróttamenn,
fararstjórar og fylgifiskar þurfa allir sína
aðstöðu til gistingar, búningaaðstöðu, fæði,
bflastæði, auk annarrar þjónstu sem síst er
talin eftir við undirbúning, en eykur að
sjálfsögðu vinnu og kostnað. Þá þurfa
fréttamenn sína aðstöðu og umsjón bæði
fyrir mótið og á því sjálfu til að fréttir og
frásagnir skili sér til þeirra sem ekki eru á
staðnum. Sú krafa, að mótið sé glæsilegt,
mótshöldurum og hreyfingunni til sóma, er
eðlileg, en býsna frek á tíma og fé.
Nú niá enginn skilja það sern hér að
frantan segir á þann veg að ég telji þetta
óþarft, eða sé að telja þetta eftir frant-
kvæmdaaðilum, síður en svo. Þetta er at-
riði sem þeir eiga að vita sem taka að sér
að halda landsmót og verða að framkvæma
þannig að sómi sé að.
Niðurstaða mín eftir undirbúning og
framkvæmd 21. landsmótsins í sumar er þó
sú að hreyfingin sé kornin á mörk þess að
mótið sé orðið of stórt í umfangi og um-
sjón og tel ég að eftir þetta mót verði for-
ystumenn hreyfingarinnar að skoða það
vandlega hvert beri að stefna í landsmóts-
haldi. Þar eru í raun aðeins tveir kostir fyr-
ir hendi. Annar er sá að láta skeika að
sköpuðu, í þeini merkingu að mótin fái að
þróast og stækka eftir áhugasviði sam-
bandsaðila UMFI hverju sinni, hugsanlega
innan þeirra marka að framkvæntdaaðili
geti haft smávægileg árhif á umfang móts-
ins með ákvörðunum um sýningargreinar,
lágmörk o.s.frv. Þetta er að mörgu leyti
æskileg leið, en þó með þeim galla að hætt
er við að erfitt verði að finna framkvæmd-
araðila að mótunum ef þau stækka frá því
sem nú er.
Hin leiðin er sú að á vettvangi UMFÍ
verði tekin meðvituð ákvörðun um umfang
mótanna. Sú ákvörðun getur verið á ýmsan
hátt, til stækkunar, ntinnkunar, til að auka
hlut afreksfólks eða halda hinni almennu,
opnu þátttöku. Mín skoðun er sú, eins og
að frarnan segir, að mótin séu kontin á
rnörk þess að vera framkvæmanleg, stærð-
arinnar vegna. Ég tel því ekki grundvöll til
að stækka þau frá því sem nú er, ekki síst
vegna þeirrar aðstöðu og mannafla sem
mótið útheimtir. Mér þykir hins vegar
skoðunarvert að gefa mótshaldara hverju
sinni að einhverju leyti frjálsar hendur með
umfangið, að vissum skilyrðum fullnægð-
um. Hér á ég við að t.d. í Borgarnesi, þar
sem 22. Iandsmót UMFÍ verður haldið árið
1997, eru góð íþróttasvæði í sveitarfélag-
inu, bæði fyrir hestaíþróttir og golf. Hvor-
ugt var til staðar á Laugarvatni.
Keppni í knattspyrnu karla hefur sett
nijög niður frá því sem áður var, bestu lið-
in innan ungmennafélaganna taka ekki þátt
í mótinu m.a. af því að íslandsmeistaramót
og bikarkeppnir KSI hafa verið í fullum
gangi þó landsmót standi yfir. Ég tel að
mótin setji talsvert niður við það að beslu
íþróttamenn ungmennafélaganna í knatt-
spyrnu taki ekki þátt í landsmóti, en eins
og flestir vita er knattspyrna mest stundaða
Skinfaxi
13