Skinfaxi - 01.12.1994, Síða 16
Umf. Tindastóll gerir það gott í getraununum:
Ómetanleg
fjáröflun
- segir Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri
„Getraunirnar hafa gengið mjög vel hjá
okkur. Þetta er ómetanleg fjáröflun fyrir
félagið,“sagði Olafur Jónsson fram-
kvæmdastjóri Ungmennafélagsins Tinda-
stóls í Skagafirði.
„Eg fór út í að selja hlutabréf, þetta nýja
kerfi hjá Getraunum. Það er mjög sniðugt
fyrir þá sem telja sig hafa lítið vit á að
„tippa“ því það er kannski einhver einn að-
ili sem gerir þetta fyrir stóran hóp manna.
Þetta gefur því öllum kost á að vera með.
Hvert bréf kostar 500 krónur og af því fær
félagið 25 prósent. Þetta hefur gefist mjög
vel.
Þegar ég byrjaði á þessu borgaði ég út
gefna vinninga tvær fyrstu vikurnar. í
fyrstu voru þetta aðeins fá ein bréf, en þeim
fór fljótlega að fjölga. Þriðju vikuna náði
ég 13 réttum og gat borgað 6000 krónur út
á 500-kallinn. Þá tók salan stórt stökk og
við fjórfölduðum söluna á þrem vikum. Það
er ólíklegasta fólk sem tekur þátt í þessu.
Nú ætlum við að gera enn betur heldur
en í fyrra, bjóða fólki þetta heima og á fleiri
vinnustöðum en áður. Þetta kostar náttúr-
lega vinnu, en hún skilar sér margfalt til
baka. Þetta er besta fjáröflunin sem nokk
urt félag getur fengið. Við erum ákveðnir í
að fara af stað með myndarlegt átak núna
til að auka söluna.“
Olafur sagði að Getraunir hefðu skilað
félaginu um 500 þúsund krón um það sem
af væri þessu ári og þar munaði mest um
sölu hlutabréfanna.
„Við notum þessar tekjur til að fjár-
magna starf yngri flokkanna í knattspyrn-
unni. Það er aldrei svo að æfingagjöld dugi
til að reka þetta, því þetta er dýrt, þátttaka í
mótum, ferðir o.s.frv. Landsbyggðarfélögin
búa við allt annan kost heldur en hin í þétt-
býlinu. Allar okkar ferðir á mót kosta mikla
peninga. Það sem getraunirnar gefa af sér
er því mikil búbót fyrir okkur.
Getraunir þurfa að koma með nýjungar
öðru hvoru, svo sem hlutabréfin. Slíkt
hjálpar mjög til við söluna. Það er fullt af
fólki sem vill styðja starfsemi félagsins, en
gerir það kannski ekki því það veit ekki al-
mennilega hvernig það á að fara að því.
Þama er það í senn að styðja við félagið og
á von á að vinna eitt hvað.“
JÓLAGETRAUN SKINFAXA
1. Hvaöai fcmampyrawUÖ lékua ti! úrslita í
"Mjólfcmrtoikarmttm" Bifcarfceppmi KSl
1993?
2. Hver var vaMmna tomattspynnraniiaömr
ársims 1994 f Svíþjóö?
3. Hvaöa tomattspynmialiö þjálffar Iimgi
Bjönm Altoertssoim á imsesta
fceppimistímatoili, 199S?
1. verölaum: Mltre fótbolti
2. verðlaua: Mitre körfubolti
3. verölanm: Mitre sefingataska
SVÖR SBNBIST UNMBNNAFfiLAGI ISLANBS, FYRIR
20. 01. 1995, FEULSMOLA 26, 108 REYKJAVfK.
16
Skinfcuci