Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 28

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 28
Ungbændaferð til Finnlands: Ríkt er það fólk sem hefur skóg sem nábúa og vin Ráðstefnugestir hlýða á hugleiðingar um vistkerfi skógarins. fræðingar frá Hvanneyri af landnýtingar- braut. Kampakátir ferðalangar Ráðstefnan var haldinn að Ekenas í Finnlandi dagana 26. 29. maí 1994. Við lögðum af stað að morgni 25 maí til Finn- lands og var okkur tjáð, er við kvöddum framkvæmdastjóra UMFÍ, að í Ekenas væri Islendingur í skóla þeim er ráðstefnan væri haldin í og myndi hann verða okkur innan handar á ráðstefnu þessari. Svo við vorum nú heldur en ekki kampakátir er við stigum um borð, því maður sá er fram- kvæmdastjórinn sagði okkur frá, var eng- inn annar en Björn Jónsson frá Stöllum, fyrrum formaður Skarphéðins, en hann er við skógræktarnám í Ekenas. Skemmst er frá því að segja að flugið til Helsinki vel, þaðan tókum við lest til Það var á útmánuðum síðasta vetur að mér var boðið að fara í ferð til Finnlands. Tilefni ferðarinnar var ráðstefna sem hald- in er árlega á vegum ungbændasamtaka Norðurlanda. Þema þessarar ráðstefnu var: vistvæn skógrækt, eða náttúruleg skóg- rækt. Það voru þeir Jónas Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri U I A og Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Héraðsskóga sem vöktu athygli mína á þessari ráðstefnu og reyndar hvöttu mig til að sækja hana. Mér varð strax Ijóst að þetta væri áhugavert fyrir mig þar sem ég er skógræktarbóndi að Brekkugerði í Fljótsdal. Svo það varð úr að ég sótti um að fá að fara í þessa ferð. Að þessu sinni vorum við þrír, sem fór- um frá íslandi, en venjan er að það séu tveir sem fara. Auk mín voru það Sigurður Narfason frá Hoftúnum og Þröstur Guðna- son frá Þverlæk, báðir nýútskrifaðir bú- Á þessari mynd má glöggt sjá fjölbreytileika skógarins. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.