Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Síða 29

Skinfaxi - 01.12.1994, Síða 29
Ekenas og um kvöldið heimsóttum við Björn Jónsson og fjölskyldu og þáðum góðgerðir hjá þeim hjónum enda orðnir svangir eftir langan dag. Þar sem ráðstefnan átti ekki að byrja fyrr en kl 19.00 daginn eftir bauð Björn okkur að koma með sér í skólann fyrir há- degi. Eftir hádegið sagðist hann hafa laus- an tíma til að keyra okkur um nágrenni Ekenas og sýna okkur það sem honum fannst merkast, sem við þáðum. Dagurinn með Birni er ógleymanlegur. Það helsta sem hann sýndi okkur var lerkilundur sem var skammt frá Ekenas, en fyrir þá sem ekki vita, þá er ekki mikið um lerkiskóga í suðurhluta Finnlands. Það sem kom mér mest á óvart er ég sá þennan lund, var að það var eins og maður væri kominn heim. Lundur þessi er um tuttugu ára gamall og vöxturinn er sá sami og er í okkar lerki- skógi. Björn sýndi okkur einnig lítið fyrirtæki í Fiskas sem er með lífrænt niðurbrot á trjám til framleiðslu á pappír og er þetta fyrirtæki afar áhugavert. Þarna er verið að þróa hluti sem ætti að vera auðvelt fyrir okkur að laga að okkar aðstæðum. Ekki þarf stóran skóg til að koma slíkum verk- efnum af stað. Að þessu loknu var langt liðið á dag svo að við kvöddum Björn og þökkuðum hon- um hans góðu kynningu. Rektor skógræktarskólans, Jan Nybom, setti ráðstefnuna kl. 19.00. Á hana voru mættir 25 þátttakendur, frá Danmörku voru tveir, frá Islandi þrír, frá Svíþjóð voru þrír, frá Noregi átta og frá Finnlandi voru níu. Fyrsta kvöldið fór í kynningu á ráðstefn- unni og einnig kynntu ráðstefnugestir sig og heimaland sitt. Vistvæn skógrækt Eins og þema ráðstefnunnar ber með sér þá snerist hún um vistvæna skógrækt. Hvað er vistvæn skógrækt? Þeirri spurn- ingu verður ekki svarað til hlítar - heldur verðum við sem búum í þessum heimi, að spyrja okkur að því - hvernig við getum lifað í sátt við umhverl'i okkar án þess að raska hringrás náttúrunnar. Þær áherslur, sem komu fram á ráðstefnunni í sambandi við skógana, voru þær að við verðum að taka tillit til mun fleiri þátta heldur en gert hefur verið hingað til. Svo sem að draga úr eða leggja niður þessar hugsanir um iðnað- arskógrækt og einhæfa nýtingu lands. Ber- lega kom í ljós sú skoðun að við landnýt- Þessu lerki var plantað fyrir 20 árum. Það skógi. ingu væri rétt að vera með sem fjölbreyti- legusta nýtingu. Það gæti reynst okkur hættulegt að taka ekki tillit til allra þátta í umhverfi okkar. Það væri rétt að blanda skógana mun meira en nú er gert, það er að segja blanda barrskógum og laufskógum saman. Einnig var vakin athygli á að við lokahögg væri rétt að skilja eftir fuglatré, það eru tré sem fuglar hafa sótt mikið í, eins og gömul furutré og gamlar eikur. Einnig ætti að skilja eftir svokölluð frætré sem komandi skógarkynslóð yxi upp af. Sú skoðun virðist útbreidd að best sé fyrir skóginn að vaxa upp af trjám sem fyrir eru í landinu en síður af plöntum sem fram- leiddar eru í gróðrarstöðvum. Einnig kom fram sú skoðun að það bæri að opna skógana meira fyrir almenningi í staðinn fyrir að merkja skógarstíga sem einkavegi og óviðkomandi bannaður að- gangur. Réttast væri að reyna að hvetja al- menning til að fara um skógana og skoða land og náttúru. Aðrar aðstæður Rétt er að taka fram að aðstæður hér á landi eru allt aðrar en á hinum Norðurlönd- unum. En þrátt fyrir það eru grundvallarat- riði hin sömu við nýtingu á landi og það gildir líka hér eins og annars staðar að hvers konar einhæf landnýting er óæskileg svo ekki sé talað um ofnýtingu. þýðir að vöxturinn er svipaður og í okkar Ekki er hægt að líta svo á að þetta hafi verið ráðstefna öfgasinnaðra friðunarsinna því að andi ráðstefnunnar var hvernig væri hægt að nýta land án röskunar á vistkerf- inu. Þar sem þekking á umhverfisþáttum hefur aukist verulega á seinustu árum þá ber okkur að nýta hana til að vinna að já- kvæðri þróun fyrir komandi kynslóðir. I sumar kom einn af ráðstefnugestunum í heimsókn til Islands og fór í hringferð um landið. Þetta var Kirsti Haagensli en hún er upplýsingafulltrúi skógareigenda í Þránd- heimi, hún var með hópi skógræktarmanna frá Noregi. Eg hitti hópinn þegar hann var á Hallormsstað. Kirsti sagðist vera mjög hrifin af þeim skógræktaráformum sem við værum að byggja upp hjá bændum í gegn- um Héraðsskóga og hvernig verkefnið væri skipulagt, það er að segja hvað við værum með margar plöntutegundir, svo að bændur stefndu greinilega í rétta átt hvað fjölbreytni varðar sem er örugglega happa- drýgst til lengri tíma litið. Að lokum vil ég leggja áherslu á mikil- vægi þess að fara um og hitta fólk sem er að vinna að svipuðum málum og maður er að vinna að, hlýða á mismunandi sjónar- mið og sjá með eigin augum hvernig hlut- irnir eru annars staðar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka UMFÍ fyrir að gefa mér kost á að fara þessa ferð. Jóhann F. Þórhallsson Brekkugerði, formaður Félags skógarbænda á Héraði Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.