Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1994, Side 31

Skinfaxi - 01.12.1994, Side 31
Eðvarð Þór við þjálfun í Keflavík. Þetta er hálfgerð vísindagrein - rætt við Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmanninn góðkunna sem hefur nú snúið sér í æ ríkari mæli að þjálfuninni „Ég fékk gott tilboð um að þjálfa hér og tók því fegins hendi, því heimahagarnir freistuðu. Það hefur verið stefnan að fara úr lauginni og upp á bakkann," sagði Eð- varð Þór Eðvarðsson, sundmaðurinn góð- kunni, þegar Skinfaxi sló á þráðinn til hans til Keflavíkur þar sem hann býr nú ásamt eiginkonu sinni Önnu Lilju Lárusdóttur og barni. Það er óþarfi að kynna Eðvarð Þór. Hann hefur verið á toppnum í sundinu um árabil og staðið á verðlaunapöllum hér heima og á stórmótum erlendis. Nú síðast j sutnar mætti hann galvaskur á landsmót UMFÍ á Laugarvatni, þar sem hann varð stigahæstur karla í sundinu og vann að auki besta afrekið samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Á tveimur síðustu árum hefur hann smám saman verið „að hægja á sér“ hvað varðar æfingar og keppni, enda farinn að huga að öðru. Hann útskrifaðist úr fþrótta- kennaraskólanum í vor og er nú tekinn til við að kenna í grunnskólanum í Njarðvík og þjálfa sundfólk í Keflavík. Hann er upp- alinn í Njarðvík og má því segja að hann sé kominn heim. Allt í öllu Eins og títt er um afreksfólk í íþróttum, byrjaði Eðvarð Þór snemma að æfa. í fyrstu var hann allt í öllu, sjö ára polli sem æfði fótbolta, körfubolta og sund. Hann keppti með Umf. Njarðvík bæði í körfu og sundi. Svo kom að því að hann varð að velja á milli. Hann setti sitt fyrsta karlamet í sundi þegar hann var 14 ára og þar með var framtíðin ráðin. Hann hætti í körfunni og helgaði sig sundinu. Eðvarð hefur keppt í ein 18 ár, einkurn með Keflavík og Njarðvík, en nú síðasta árið með HSK, þar sem hann fékkst einnig við þjálfun. „Ég keppi á 1-2 mótum á ári núna. Ég æfi ekki að staðaldri, en tek skurk einum mánuði eða tveimur fyrir mót og næ mér upp. Frá 16-25 ára aldurs æfði ég óslitið að meðaltali 4-5 tíma á dag. Ég fór í 6-8 utan- landsferðir á ári með landsliðinu og svo á mótin hér heima. í byrjun 1992 hætti ég svo að gefa kost á mér í landsliðið og dró úr æfingum. Ég var kominn með konu og barn og vildi helga fjölskyldunni meiri tíma. Þetta eru bara breyttar áherslur. Það var kominn tími til að stoppa og hleypa einhverjum öðrum að. En því miður virðist ætla að verða bið á því að einhver yngri taki við. Ég get séð fyrir mér 4-5 krakka nú sem gætu ef til vill náð alþjóðlegum mæli- kvarða. Sundið er miklu erfiðari íþrótt heldur en Skitifaxi 31

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.