Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 14
snýst allt um það núna. Þetta er löng bið, rúmt ár, til mótsins, sem ég er að stefna á. En það þýðir ekkert að hugsa um það.“ /jarðfræði „Það getur verið að við förum til Norð- urlandanna eftir Olympíumótið og ég myndi að öllum líkindum fara í jarðfræði. Ég er mikill áhugamaður um jarðfræði og hef gaman af að ferðast um og skoða land- ið. En þetta fer allt eftir því hvernig mér gengur. Ef um frekari bætingar er að ræða,- þá veit ég ekki hvað ég geri.“ Raunar hefur Jón Arnar reynt aðeins fyrir sér í jarðfræðinni. Eftir stúdentsprófið hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á þá grein. „Það átti ekki alveg við mig að dvelja í Bandaríkjunum. Ég saknaði þess að geta ekki farið í jeppaferð- ir og hlaupið í snjónum hér heima. Ég var ómögulegur í hitanum og rakanum. Þeirri dvöl lauk því fyrr en áætlað hafði verið í fyrstu og ég sé ekkert eftir að hafa ekki verið lengur. Mér finnst gott að vera hér heima og ég er mikill Islendingur í mér.“ Jón Arnar segist kunna vel við að stunda einstaklingsíþróttir. „Ég er í eðli mínu einfari og þetta á því vel við mig. En það er ekki til í mér sérviska né hjátrúnað- ur af neinu tagi. Ég er ekki með neinar kúnstir fyrir mót. Ef ég væri það, þá hefði ég svo miklar áhyggjur, að það gengi ekki. Ég er kannski frekar kærulaus stundum og þá þarf að ýta við mér.“ Hvort sem Jóni Arnari líkar betur eða verr, þá er hann orðinn einn af þeim þekktu. Hvernig skyldi honum líka það? „Ég spái ekkert mikið í það. Ég finn stundum fyrir því þegar fólk, sem ég þekki ekki neitt, er að óska mér til hamingju úti á götu. Mér finnst það auka pressuna á mér að nú vita allir í íþróttaheiminum hver ég er. Ég reyni að láta þetta ekki hafa nein áhrif á mig. Stundum verð ég þó hálfskrýt- inn ef að ókunnugir eru að víkja sér að mér. Ég er feiminn að eðlisfari og á það til að roðna og verða vandræðalegur undir slíkum kringumstæðum." Lofa ekki neinu - Framtíðardraumurinn? „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Ég hafði sett mér það takmark að ná 8000 stigunum og það gekk vel. Næst eru það Olympíuleikarnir. Ég hugsa ekkert lengra, því þá fer ég bara að stressa mig upp. Þama sérðu hvað ég er kærulaus! En ég tek Kampakátur á Landsmóti UMFI á Laugarvatni. bara á þessu þegar þar að kemur. Það borg- ar sig ekki að lofa neinu eða segja neitt, - það hef ég lært af reynslunni sællar minn- ingar þegar ég sagði í sjónvarpi, að ég væri nú aumingi ef ég gæti ekki náð gamla met- inu hans Þráins. Svo fótbrotnaði ég skömmu síðar. Það var verið að skjóta þessu í sífellu á mig þar til ég náði loksins metinu. Ég þurfti að burðast með uppnefn- ið „auminginn" þar til metið féll. Þetta var meira í gamni gert, en það var nauðsynlegt fyrir mig að slá metið, þótt ekki hefði verið nema til þess að losna við uppnefnið. Ég hefði þess vegna getað hætt eftir það,“ seg- ir Jón Arnar og hlær að þessari endurminn- ingu. Hann þarf í öllu falli ekki að kvíða að- gerðaleysi, því áhugamálin eru óþrjótandi. „Ég verð að hafa nóg að gera. Ég get ekki verið lengi aðgerðarlaus. Ég er þó nokkur sveitamaður í mér og hef gaman af að takast á við störf af því tagi. Ég hef mokað út árlega á Asum í Gnúpverjahreppi frá því að ég var fjórtán ára. Ég hef „átt“ þarna hús, sem ég hef alltaf stungið út úr í maí. Nú, í ár, er í fyrsta skipti sem ég komst ekki í moksturinn. Ég ætlaði að stinga út viku áður en ég fór á mótið í Austurríki, en þá var mér bent á að það væri ekkert sér- lega hollt að stinga út fleiri tonn af skít nokkrum dögum áður en ég færi að keppa í þraut. Svo ég hætti við að þessu sinni." / torfhleðslu Síðastliðin ár hefur Jón Arnar búið á Sauðárkróki. Hann hélt norður á bóginn eftir að hafa lokið íþróttakennaraskólanum, því hann vildi prófa eitthvað nýtt. Hann fór að þjálfa ungt íþróttafólk á Króknum. Síð- an skellti hann sér í torfhleðslu með Helga 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.