Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 21
Ungmennafélag íslands: Mikil gróska í erlendum samskiptum - ; Norsku stúlkumar settust út í góða veðrið og léku af fingrum fram. UMFÍ meðan á undirbúningi fyrir ung- mennavikuna stendur. Síminn hringir lát- laust og að fjölmörgu þarf að huga áður en þátttakendumir koma. „Það er heilmargt sem fólk vill fá að vita. Erlendu samtökin eru að afla ýmis konar upplýsinga um ungmennavikuna, svo sem hvað sé innifalið í þátttökugjald- inu, hvers konar aðstöðu sé boðið upp á, hvað eigi að gera, hvað þurfi að hafa með sér og svo framvegis. í mörgum tilvikum hringja krakkarnir sjálfir eða foreldrar þeirra til þess að afla upplýsinga. Þau vilja kynna sér hvað eigi að vinna í starfshópun- um og fleira á þeim nótum. Hingað hringdi til dæmis norsk stúlka sem spurði hvað ætti að gera í hópnum sem heitir „slpjd" á dönsku. í Noregi þýddi þetta trésmíði, en í Danmörku þýðir þetta handavinna og hefur þar af leiðandi miklu víðari merkingu. Stúlkan var hálfundrandi á að þátttakendur ættu að vinna að trésmíði á Hrafnagili, en leist miklu betur á hópinn þegar ég sagði UMFI hefur átt mikil og góð samskipti við systrasamtök sín á hinum Norðurlönd- unum á undanförnum árum. Er óhætt að segja að það starf fari vaxandi, sem unnið er á þeim vettvangi. Ungmennavika NSU var að þessu sinni haldin að Hrafnagili í Eyjafirði. Að sögn Halldóru Gunnarsdóttur, eins af umsjónar- mönnum vikunnar, og starfsmanns þjón- ustumiðstöðvar UMFÍ, var þátttaka mjög góð. „Áhuginn virðist vera vaxandi og það koma stærri hópar frá hinum löndunum en áður. Hins vegar fer það orð af íslandi inn- an samtakanna, að þangað sé dýrt að fara. Það virðist þó ekki breyta neinu um áhug- ann.“ Það er líf og fjör í þjónustumiðstöð rerðSiu^þMf URSes Bankastræti 6. Sími 1 Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.