Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 8
Umhverfisverkefni UMF11995 Mjög góðar undirtektir „Umhverfið í okkar höndum“ hefur gengið vel. I vor voru haldnir níu fræðslufundir víðsvegar um land- ið og tókust þeir með ágætum. A þessum fundum kom ýmislegt áhugavert fram, m.a. að mörgu væri ábótavant í umgengni okkar við nátt- úru landsins. T.d. er nauðsynlegt að huga enn betur að því hvað við ger- um við úrgang sem til fellur og áhrif hans á umhverfið. Einnig athuga hvort við getum breytt neysluvenjum okkar, sérstaklega með tilliti til þess að draga úr úrgangsmyndun. A fræðslufundi á Blönduósi kom Stef- án Gíslason sveitarstjóri á Hólmavík með ýmis góð ráð og ábendingar um leiðir til bættrar umgengni við nátt- úru landsins. Hann benti m.a. á óhóflega notkun á þvottaefnum sem geta verið skaðleg náttúrunni eftir notkun okkar á þeim. Það er mikil- vægt að líta á neysluvenjur okkar með hliðsjón af áhrifum þeirra á um- hverfi okkar að lokinni neyslu. Tökum höndum saman Stærsti hluti Umhverfisverkefnis UMFI 1995 er hreinsunarátak sum- arsins sem hófst 5. júní með glæsibrag á Þingvöllum. Forseti íslands Vigdís Finn- bogadóttir leiddi hreinsunina ásamt Þóri Jónssyni formanni UMFI, Hönnu Maríu Pétursdóttur þjóðgarðsverði á Þingvöllum og fjölmennum hópi ungmennafélaga. Hreinsunin á Þingvöllum gekk hratt og vel fyrir sig. Að því loknu bauð Forseti Is- lands, Vigdís Finnbogadóttir, hópnum í kaffi í bústað sínum á Þingvöllum. Nú ríður á að huga sem allra best að hreinsunarátaki sumarsins þar sem allir ungmennafélagar taka höndum saman og hreinsa sem mest af ströndum, ár-og vatns- bökkum landsins. Það er mikilvægt að fá alla fjölskylduna til liðs við verkefnið, sér- staklega ungu kynslóðina, arftaka landsins. Með því að leiðbeina börnum og fá þau til að tína rusl og drasl, jafnframt því að huga að því hverskonar rusl þetta er, þá verður þeim ljósara mikilvægi þess að setja ruslið, t.d. sælgætisbréf og umbúðir af drykkja- vörum, á rétta staði. Fyrsti hluti hreinsunarátaksins hófst með glœsibrag á Þingvöllum. He'r er forseti Islands í hópi vaskra hreinsunarmanna. Gerum gagn, njótum útiveru og fegurðar umhverfisins Flest ungmennafélög taka þátt í hreins- unarátakinu og skipuleggja þau hreinsun hvert á sínu svæði, fá leyfi landeigenda og sjá um að farga ruslinu á viðurkenndum móttökustöðum. Það hefur komið í ljós að þörfin er mikil á mörgum stöðum og hefur afraksturinn verið fjöldi af fullum stórum ruslapokum. í Viðey voru á upphafsdegi hreinsunarátaksins u.þ.b. 60 manns sem hreinsuðu þar af miklu kappi og var af- raksturinn fullir 70 stórir ruslapokar. Að lokinni hreinsun var grillað og farið í leiki og nutu menn útiverunnar. Svipaða sögu er að segja frá mörgum stöðum á landinu, t.d. frá Suðurnesjum, en þar var vikan 5. - 11. júní nýtt til hreinsunar á strandlengj- unni. Myndarlegur hópur frá Vopnafirði tók sig til og hreinsaði drjúgan hluta af strandlengjunni þar í grennd. I Borgarfirði tók fjölskylda sig saman og hreinsaði hluta af bökkum Grímsár. Veðurfar hefur haft áhrif á skipulag hreinsunarinnar þar sem hreinsun hefur verið frestað fram eftir sumri á nokkrum stöðum á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Gaman hefur verið að fylgjast með áhuga ýmissa félagasamtaka sem hafa tekið þátt í þessu verkefni, s.s. kvenfélög, lionsklúbbar UMHVERFIÐ 1 OKKAR HÖNDUM 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.