Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 35
Ungmennafélagsskapur- inn er rammíslenskur „ Þegar ég var kennari í Vestmannaeyj- um á fjórða áratugunum komu á vertíðina ungir piltar til að vera þar í verinu. Þeir leituðu inn á æfingar hjá mér í glímu og frjálsum íþróttum og þá kynntist ég ung- mennafélögum fyrst. Flestir voru frá Suð- urlandi, en menn komu allt austan af Aust- fjörðum. Eg varð svolítið undrandi hvað margir þessara pilta voru félagslega þroskaðir og þótti vænt um sín ungmenna- félög,“ segir Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi en hann hefur tekið saman skrá yfir íþrótta- og ungmennafélög í landinu, bæði þau sem eru starfandi og þau sem lagst hafa niður. Sjálfur var Þorsteinn virkur íþróttamað- ur frá 1924, iðkandi, keppandi og forystu- maður. Hann var félagi í Ármanni í Reykjavík og hafði því ekki kynnst ung- mennafélagsandanum. „Þegar ég var settur í starf íþróttafull- trúa ríkissins árið 1941 ákvað ég strax að fara um allt landið til að kynna mér starf- semi skóla og félaga og hvemig aðstaða væri til íþróttaiðkana.“ Það gerði Þorsteinn 1941 og 1942. Hann hélt sínar dagbækur og leitaði uppi félög í hverri byggð sem hann heimsótti og skráði hjá sér frásagnir um þau. „Félögin bjuggu við mjög fmmstæð skilyrði hvað æfingaaðstöðu snerti en voru mörg hver undravert lifandi. Ég skynjaði líka hvað íþróttir eru mikill og gamall menningar- þáttur í okkar þjóðlífi,“ segir Þorsteinn. Erindið hitti fyrir góða menn Þegar hann var hættur sem íþróttafull- trúi hitti hann Pálma Gíslason þáverandi formann UMFÍ sem hafði verið að ferðast um Iandið. Pálma hafði dottið í hug að í eyðibyggðum víða um landið hlytu að hafa verið starfandi ungmennafélög og þótti forvitnilegt að fá skráðar um þau upplýs- ingar svo eigi gleymdust þau. Hann bað því Þorstein um að fara í að skrá félögin og settist hann við það árið 1989. - segir Þorsteinn Einarsson „Ég átti ýmislegt í fómm mínum og þar með taldar mínar gömlu dagbækur sem margt fróðlegt kom upp úr. Uppkastinu lauk ég árið 1991 og þá ákváðum við að skrifa öllum ungmennafélögum landsins og sendum þeim ljósrit af því sem þegar hafði verið skráð og óskuðum eftir athuga- semdum. Félagsmönnum var ætlað að lesa yfir handritið, leiðrétta það og bæta við ef þurfti. Þetta erindi okkar hitti fyrir vissa ágæta menn sem lengi höfðu verið áhuga- samir um ungmennafélögin. Ur þeim ágæta flokki nefni ég Guðjón Ingimundar- son á Sauðárkróki en hann var mikill ung- mennafélagsmaður frá bamsaldri. Þegar hann svaraði mér kom fram atriði sem ég var alltaf fremur ragur við að halda mikið fram en það er að ungmennafélögin eru rammíslensk og mnnin úr íslenskum jarð- vegi,“ segir Þorsteinn. Fyrsta ungmennafélagið „Fyrsta ungmennafélagið var stofnað árið 1906 á Akureyri af Jóhannesi Jóseps- syni „Jóhannesi á Borg“ og hans ágæta vini Þórhalli Bjarnasyni prentara. Þeir sömdu stefnuskrá og lög og þar í var bind- indisheitið. Þegar þeir og aðrir fóru að heimsækja byggðimar í grenndinni rákust þeir á merkilegt fyrirbæri. í mörgum byggðalögum vom nefnilega starfandi fé- lög. í Húnavatnssýslum voru það mál- fundafélög, í Þingeyjarsýslum skemmtifé- lög og spamaðarfélög. Af þessu má sjá að rætur ungmennafélaganna eru rammís- lenskar." Við rannsókn sína fann Þorsteinn 32 fé- lög sem hafa verið til fyrir 1906. „Það er því hægt að fullyrða að vísir að ungmenna- félögum var til fyrir 1906. Það var ekki af neinum útlendum áhrifum sem slík félög urðu til heldur af innri þörf fólksins að koma saman. Fólkið var svo hjálpsamt og félagsstofnun var til þess að vinna mark- visst saman í gleði og sorg og láta gott af sér leiða.“ Þrír hlutar Samantekt Þorsteins er í þremur hlut- um. Fyrst er skrá yfir rúmlega 700 félög sem falla undir þá skilgreiningu að vera ungmennafélag eða íþróttafélag, innan vé- banda UMFÍ eða ÍSÍ. í öðmm kafla er félögunum raðað upp innan hverrar sýslu og skipt niður milli hreppa. í töfluformi gerir Þorsteinn grein fyrir stofnun og starfsemi hvers félags í stafrófsröð sem auðveldar lesendanum að rekja alla starfsemi félaganna frá stofnun og til dagsins í dag. Þriðji kaflinn, sem nefnist viðhorf, þar sem hugleidd er stofn- un félaga í íslensku þjóðfélagi og þá sér- staklega þau sem vörðuðu samgleði, bind- indi, sparnað, íþróttaiðkanir og önnur hugðarefni sem gerðu ungmennum unnt að láta til sín taka. Mikið verk Þorsteinn segist hafa heyrt að gefa eigi skrámar út í bókaformi og víst er að marga félagsmenn fýsir að glugga í þetta rit. Eitt eintak af frumritinu er í vörslu skrifstofu UMFI. En hvemig tókst honum að viða að sér öllum þessum fróðleik? „Ég minntist áður á dagbækumar mínar og mæta aðstoðarmenn sem dugðu vel. Einnig er mikið gefið út af ævisögum og ég gluggaði í þær sem vom um menn sem ég vissi að hefðu einhvem tíma tengst ung- mennafélagi. Nú, svo eru til afmælisrit gamalla félaga, afmælisrit héraðssamband- anna og í bókasöfnum em heilir veggir af byggðasögum, eiginlega alveg ótrúlega mikið. Víst hef ég skoðað mikið og lesið og vonast til að hafa fundið margt sem máli skiptir um íþróttastarfsemi í landinu en án efa mun ýmislegt koma í leitimar,“ segir Þorsteinn Einarsson og tekur fram að hann sé stoltur af stofnun og störfum ung- menna- og íþróttafélaganna og samtaka þeirra. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.