Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 36
Strandagangan Þann 26. mars fór fram á Hólmavík fyrsta STRANDAGANGAN sem er ein af Islandsgöngunum svokölluðu. Draumur skíðagöngumanna hér á svæðinu varð að veruleika um að fá eina af íslandsgöng- unum heim í hérað. Héraðssamband Strandamanna tók að sér að sjá um móts- haldið. Á fyrsta undirbúningsfundi skíða- ráðs HSS með skíðagöngumönnum og öðrum samstarfsaðilum, var ákveðið að stefna að því að gangan færi fram laugar- daginn 25. mars kl. 14:00 og bjóða upp á 5 km. og 10 km. trimmgöngur samhliða 20 km. Islandsgöngunni. Á þessum fundi skiptu menn með sér verkum varðandi undirbúninginn, Þorsteinn Sigfússon tók að sér að vera göngustjóri og hafði hann umsjón með framkvæmdum við gönguna. Eftir þennan fund varð mönnum ljóst að það var eindregin ásetningur allra að gera þessa fyrstu Strandagöngu sem glæsi- legasta á allan hátt, þar með fóru hjólin að snúast og ekkert annað komst að en að fyrsta Strandagangan yrði ein af stærstu og glæsilegustu skíðagöngukeppnum vetrarins á landinu. Það ánægjulega við undirbún- ingin var að það var alveg sama við hvern var talað allir vildu leggja sitt af mörkum til að ná settu marki. Þröstur Jóhannesson og Oskar Kárason frá Isafirði komu og voru með göngu- skíðanámskeið á Hólmavík og Drangsnesi í byrjun mars. Mikil fjöldi fólks tók þátt í þessum námskeiðum að einhverju leyti, en við vorum frekar óheppin með veður þessa tíu daga sem þeir voru hjá okkur. Margir nýliðar í íþróttinni nutu góðs af námskeiðunum og er greinilegt að gönguskíðaiðkun hefur stóraukist í vetur. Strandagangan á eflaust sinn þátt í þessum aukna áhuga á gönguskíðunum. Þröstur og Óskar gáfu okkur einnig góð ráð varðandi brautarlagningu og önnur framkvæmdar- atriði við Strandagönguna. Isfirðingar eiga hrós skilið fyrir alla aðstoð við fram- kvæmd göngunnar. Ákveðið var að reyna skrá sem flesta til keppni fyrir keppnisdag og var tölva notuð við skráninguna. Þetta hafði þá kosti að allir keppendur gátu séð hvar þeir urðu í röðinni stuttu eftir að allir voru komnir í mark. Frestað vegna veðurs Keppnisdagurinn nálgaðist og allt gekk samkvæmt áætlun. Veður var gott fyrir helgina og á föstudagskvöld var búið að skrá 86 keppendur og reiknað með fleirum þar fyrir utan frá Akureyri. Á laugar- dagsmorgun blésu suðvestan vindar heldur óblíðlega og var mikill skafrenningur. Menn tvístigu og rifu í hár sitt lengi fram eftir morgni, hvort hægt væri að ganga eða hvort yrði að fresta göngunni. Haft var samband við veðurstofuna. Veðurfræð- ingur þar réð okkur eindregið frá því að hafa nokkra skíðagöngu, von væri á norðan bylskoti sem kæmi eins og hendi væri veifað. Strandagöngunni var því frestað til sunnudagsins, það var líka eins gott því orð veðurfræðingsins fóru eftir. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur en dálítill norðanvindur og skóf í brautina sumstaðar. 20 km. brautinni var því breytt, gengu þeir ekki inn á Ósdal eins og fyrirhugað var heldur fóru aukahring á leiðinnni. Brautarlýsing: Start 24 m y.s. Mark 29 m y.s. Lægsti puntur 7 m y.s. Hæsti puntur 96 m y.s. Mesta klifur 67 m Heildarklifur 350- 400 m. Snjór blanda af nýjum og gömlum snjó. Gengið var með hefðbundinni aðferð. Keppendum var öllum startað á sama stað fyrir ofan flug- stöðina á Hólmavík og gengið um Kálfa- Hópur keppenda, sem þátt tóku í göngunni. 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.