Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 11
- segir Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi „Þetta ár hefur verið mjög gott, það sem af er. Ég hef séð stöðugar bætingar á þeim mótum sem ég hef tekið þátt í. Ég var ánægðastur með mótið í Austurríki, því þar gekk mér mjög vel. Auðvitað stefni ég að því að gera betur, - annars gæti ég bara hætt.“ Þetta segir tugþrautarkappinn, Jón Am- ar Magnússon, UMSS, sem hefur verið að gera það gott á keppnisbrautunum. Hann hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna frá- bærs árangurs, sem hann hefur verið að bæta verulega að undanfömu. Það vekur athygli, þegar rætt er við Jón Amar, hve glaðlegur og hispurslaus hann er. Fráleitt er, að hann miklist af þeim góða árangri, sem hann hefur náð, og raunar er honum ekkert sérlega gefið um að ræða mikið um þá hlið mála. Hann vill miklu fremur tala um jeppaferðir, veiðiskap, fjár- húsið í Asum í Gnúpverjahreppi, sem hann komst ekki til að moka í ár og fleira af þeim toga. Jón Arnar er nefnilega dálítill sveitamaður inn við beinið og hann leggur mikið upp úr því að vera úti í náttúmnni. Og svo er hann einfari. En við komum bet- ur að því á eftir. Fyrst er það uppruninn. Fæddur inn í HSK „Ég er fæddur á Selfossi, inn í HSK. Fljótlega fluttum við að Hamratungu í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Þetta var nýbýli, sem foreldrar mínir byggðu. Ég byrjaði snemma að stauta í íþróttum og var þá auðvitað innan HSK. Ég var í öllu, frjálsum, handbolta, fótbolta, körfu og blaki. Svo var farið að tala um að ég yrði betri í frjálsum heldur en einhverju öðm. Eg fann það svo sem sjálfur og var búinn að reyna verulega á náttúrubarnið í mér. Eg hefði líklega ekki komist lengra í íþróttunum ef ég hefði ekki valið á milli greina og byrjað að æfa.“ Fyrir þremum ámm valdi Jón Amar sér svo endanlega svið innan íþróttanna. „Ég / Evrópubikarkeppninni ífjölþrautum á Laugardalsvelli. var farinn að nálgast íslandsmetið hans Þráins og þá ákvað ég að reyna að ná því. En svo fótbrotnaði ég og var frá um tíma. Ég byrjaði aftur eins fljótt og ég gat og var furðu fljótur að ná mér á strik." Það gefur auga leið að menn þurfa að vera jafnvígir í mörgum greinum til þess að komast áfram í tugþraut. „Maður gerir svo sem ekki mikið í þrautinni ef maður getur ekki gert allt,“ segir Jón Arnar og hlær þegar hann er spurður hvar hann standi nú best að vígi og hvar verst. „Best em langstökkið og grind- in, en 1500 er einna lélegast eins og stend- ur, allavega." Vinnan og íþróttirnar - Einhvem tíma heyrðist sagt, að það væri synd hvað þú værir latur að æfa eins og þú værir mikið efni. Heyrðir þú það aldrei? „Jú, mikil ósköp. Ég heyrði þetta síðast Eg er í eðli mínu einfari Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.