Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 15
Sigurðssyni frá Ökrum. „Við hlóðum þama úr torfi og grjóti. Það átti býsna vel við mig og mér fannst það skemmtilegt. Þetta var það eina sem ég vildi gera á þeim tíma, stunda útivinnu og reyna svolítið á mig.“ I vetur sem leið stundaði Jón Amar svo íþróttakennslu á Sauðárkróki og féll vel, að því er hann segir. Við ferðina norður hafði hann vista- skipti í fleiri en einni merkingu þess orðs. Hann fór úr HSK yfir í UMSS, og hefur keppt undir merkjum síðarnefnda sam- bandsins síðan. „Mér fannst ekkert erfitt að skipta og í raun og vem fannst mér það ágætt. Það var kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ég er einn þeirra sem alltaf þurfa að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Það á ekki við mig að liggja með tæmar upp í loft. Ég þarf heldur ekki að óttast slíkt á næstunni, því verkefn- in fram undan em óþrjótandi.“ Jón Amar á sprettinum, að þessu sinni í boðhlaupi. Landshreyfing '95 Vertu með fyrir þig Það em alltaf fleiri og fleiri að átta sig á því hversu mikilvæg holl hreyfing er fyrir líkamann. Fólk á öllum aldri er farið að hreyfa sig reglulega og mikið er um að hópar fólks hittist á kvöldin og hreyfi sig saman. Landshreyfing '95 stuðlar að hollri hreyfingu meðal almennings og er eitt af mörgum átökum sem verið hafa í gangi undanfarin ár Landshreyfing '95 er samstarfsverkefni Ungmennafélags Islands, Frjálsíþróttasam- bands íslands, Sundsambands íslands og Vátryggingafélags íslands. Verkefnið er beint framhald af Lýðveldishlaupinu sem Ungmennafélag íslands stóð fyrir, ásamt öðmm, síðastliðið sumar. Þátttaka í Lýð- veldishlaupinu fór fram úr björtustu vonum en talið er að um 25.000 einstaklingar hafi tekið þátt í verkefninu. Tilgangur Landshreyfingar '95 er að fylgja eftir góðum árangri Lýðveldishlaups- ins og þar með stuðla að hollri hreyfingu meðal almennings. Verkefnið hófst þann 28. maí s.l. og stendur til og með 30. ágúst eða samtals í 95 daga. Gullverðlaun fyrir alla Landshreyfing '95 hvetur sem flesta til að hreyfa sig og allir þátttakendur geta unn- ið til verðlauna. Einstaklingar fá verðlaun eftir því hversu marga stimpla þeir hafa í sérstakri bók sem prentuð var í tilefni verk- efnisins. Til að ljúka dagsverkinu og fá stimpil þarf þátttakandi að ganga/hlaupa 3 Veður var heldur kalsalegt á opnunarhátíðinni á Akureyri en menn létu það ekkert á sig fá. Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.