Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 31
Rúnar B. Gíslason:
Gott gengi í
körfuboltanum
Það eru ekki allir sem hafa áttað sig á
því hvað ungmennafélögin hafa staðið sig
vel í körfubolta undanfarin ár. Síðastliðinn
vetur var þar engin undantekning. Af 32
titlum sem K.K.I. veitir viðurkenningar
fyrir, Islandsmót í 1. deild, 2. deild og bik-
arkeppni, sigruðu ungmennafélög í 23
mótum. Og þau gera meira en að vinna,
því það eru einnig oftast ungmennafélög í
2., 3. og 4. sæti. Við getum tekið Urvals-
deildina sem dæmi. Þar komust fjögur
ungmennafélög í 8-liða útslit og sigruðu
öll. í úrslitum í bikarkeppni meistaraflokks
léku tvö ungmennafélög.
Besti árangurinn
Hlutfallslega er bestur árangur ung-
mennafélaganna í 2. deild þar sem þau
Ungmennafélögin hafa staðið sterkt aö vígi í
unnu 6 titla af 7 mögulegum. Á því er ef-
laust ein skýring. 2. deild er svæðisskipt
deild og meiri hluti liðanna eru ungmenna-
félög úti um sveitir landsins. Þegar litið er
á hvaða félög það eru sem vinna þessa titla
oftast, sést að félögin á Reykjanesinu
vinna þá flesta, eða 14. Af þeim vinna
Keflvíkingar 9. Það er kannski rangt að
taka Njarðvíkinga með inn í myndina, því
þeir vinna aðeins einn titil, sjálfan Islands-
meistaratitilinn. Þar hefur unglingastarfið
verið í lægð í nokkur ár, en nú virðast þeir
vera komnir með ágætan unglingaflokk,
enda veitir ekki af, því senn kemur að kyn-
slóðaskiptum í meistaraflokknum. Það
svíður mér í augum, sem landsbyggðar-
manni, að sjá, að aðeins 2 titlar fara út af
stór- Reykjavíkursvæðinu, og þeir báðir í
2. deild. Tindastóll sigraði í minnibolta 11
köifuboltanum undanfarin úr.
ára og íþróttafélag Menntaskólans á Egils-
stöðum í unglingaflokki kvenna. Það er
erfitt að átta sig á því hver skýringin á
þessu er, og sjálfsagt fæst aldrei fullnaðar-
svar við þeirri spumingu.
Unglingastarfið í lægð
Eins og ég hef áður minnst á, hefur ung-
lingastarfið hjá Njarðvík verið í lægð í
nokkur ár. í Keflavík er þessu þveröfugt
farið. Yngri flokkar félagsins hafa sópað
að sér titlum undanfarin ár. Það sést best á
því, hve Keflvíkingar hafa alið upp marga
góða leikmenn, að þeir léku æfingaleik um
jólin, þar sem meistaraflokkur þeirra lék
við Keflvíkinga, sem leika með öðrum lið-
um og liðsstjóri þess liðs var meir að segja
Keflvíkingur. Síðastliðin átta ár hafa þeir
unnið um það bil 10 titla á ári. Framtíðin
ætti líka að vera björt hjá þeim því bæði
unglingaflokkurinn þeirra og drengjaflokk-
urinn urðu íslandsmeistarar.
Frábær árangur
Árangur Keflvíkinga:
Tímabilið 1987 - 88 10 titlar
1988 - 89 12 titlar
1989 - 90 10 titlar
„ 1990 - 91 10 titlar
>> 1991 -92 11 titlar
>> 1992-93 9 titlar
>> 1993 -94 9 titlar
>> 1994-95 9 titlar
Nokkur önnur ungmennafélög hafa
einnig náð ágætum árangri og ber þar helst
að nefna Grindavík og Tindastól. Þau hafa
unnið 3 - 5 titla á ári undanfarin ár, þó síð-
asta vetur hafi Tindastóll aðeins unnið
einn. Yngri flokkar þeirra eru flestallir í A
- riðli og urðu í 2. - 4. sæti. Breiðablik
virðist einnig vera á uppleið og þá sérstak-
lega í kvennaflokki, en stúlkumar í honum
urðu einmitt íslandsmeistarar á fyrsta ári í
1. deild. Eina félagið sem virðist ógna
veldi ungmennafélaganna er KR, því þeir
eiga mjög efnilega yngri flokka.
Skinfaxi
31