Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 20
Eflum sundíþróttina Starfsemi Sundsambands íslands hefur breyst á undanförnum árum, þannig að mun fleiri taka þátt í störfum sambandsins nú en áður. Aðalbreytingamar eru þær að nefndir eru sjálfstæðari og vinna eftir starfs- og fjárhagsáætlunum og em mann- aðar ágætu fólki sem hefur þjálfast upp á undanfömum ámm og sú reynsla sem það hefur öðlast mun nýtast sambandinu á komandi ámm. Nær allar starfsnefndir eru kosnar á sundþingi eftir að áætlanir hafa verið sam- þykktar þannig að nefndarmenn vita að hverju þeir ganga og hefur þetta fyrir- komulag reynst ágætt. Þetta fyrirkomulag hefur dreift starfinu og létt á störfum stjórnar til mikilla muna. í fræðslumálum hefur verið unnið að mörgum námskeiðum fyrir leiðbeinendur, bæði A og B nám- skeiðum og nú er í gangi fyrsta C stigs námskeið á vegum fræðslunefndar og gengur það með ágætum. Þá var haldið námskeið fyrir leiðbein- endur í ungbarnasundi og vatnsþolleikfimi með erlendum leiðbeinanda, en vatnsþol- leikfimi er orðin mjög vinsæl út í hinum stóra heimi og ættu félögin að geta gert sér mat úr því ef aðstæður leyfa. Fræðslumál hvers sérsambands er hom- steinn að öflugri útbreiðslu og uppbygg- ingu hverrar íþróttargreinar og er það von mín að SSÍ nái að efla fræðslunefndina þannig að íþróttin nái að þróast og styrkj- ast á komandi ámm. Dómaranefndin stóð fyrir endurþýðingu á sundreglum og leið- beinandabæklingum frá Alþjóða Sundsam- bandinu (FINA) þannig að nú er hægt að bjóða upp á námskeið, eða bæklinga fyrir alla sem starfa að sundmótum frá tíma- vörðum til yfirdómara. Mörg dómaranám- skeið hafa verið haldin og vil ég hvetja fé- lagsmenn til að hafa samband við skrif- stofu SSI ef þeir vilja að haldin verði nám- skeið heima í héraði. Nefndarmenn í dóm- aranefnd hafa verið duglegir að fara með námskeið út á land en frumkvæðið þarf að koma frá ykkur. Garpanefnd er yngsta nefndin innan SSÍ en hún sér um að skipuleggja og halda utan um keppni eldri sundmanna og hefur unnið brautryðjandastarf í þessum máli. Stærstu sundmót sem fram fara í heiminum í dag er Meistaramót eldri kynslóða og eru kepp- endumir frá 25 ára til 90 ára og eldri. Það er von mín að sem flestir eldri sundmenn sem lagt hafa keppnissundfötin á hilluna Sundsamband íslands er aðili að Landshreyfmgu 095 og hvetja forráðamenn þess alla til að dusta rykið af sundfötunum og taka þátt. dusti af þeim rykið og kanni getu sína, en þó ekki án þess að hafa þjálfað sig áður. Mótanefnd skipuleggur mótahald SSI og fer þar fram mikil vinna og undirbúningur við framkvæmd og samningagerð vegna móta SSÍ. Mótanefndin og SSÍ leggja metnað sinn í að gera mót SSI að þeim fyr- irmyndarmótum sem þau verða að vera. En mótanefndin verður að treysta á að félögin komi með starfsmenn á mótin svo að þau geti farið fram eftir settum reglum. Störf landsliðsnefndar eru ekki öfundsverð, en þar fer fram skipulagning á landsliðsstarf- inu og sitt sýnist hverjum um þær stefnur sem verða á endanum ofan á í þeirri nefnd. Sund er einstaklingsíþrótt og ráða stundum sekúndubrot hvort maður er valin í landslið eða ekki og er þá eins gott að dagsformið og þjálfunin séu í góðu lagi. Ég vil þó halda því fram að meiri sátt ætti að geta náðst um stefnur ef þingfulltrúar mættu til sundþings betur undirbúnir og agaðri, og röðuðu mótaskrá SSI í samræmi við þau alþjóðamót sem við erum að stíla inn á að sem bestur árangur náist á. En þó má það ekki gleymast að við verðum að halda verkefnum innan fjárhagsáætlana. Arið 1997 fara fram Smáþjóðaleikar hér á landi ef aðstæður leyfa, en eins og staðan er í dag vantar okkur 50 m innilaug en SSÍ verður að trúa því að þessi langþráða laug verði til staðar þegar leikarnir fara hér fram. Undirbúningur er þegar hafinn og var fulltrúi frá mótanefnd á síðustu leikum til að kynna sér aðbúnað og skipulagningu. Þannig að á næstu tveimur árum verður SSI að þjálfa upp allt að 60 manns til að sjá um þetta sundmót og gera SSI-mót í framtíðinni að „generalprufumótum" þó að aðstæður bjóði nú ekki upp á það, en við reynum. Til að vel takist verða allir, for- ystumenn SSI og félaga að leggjast á eitt til að nægur mannskapur verði og skipulag verði í lagi. Það er líka staðreynd að ekki er til nema ein boðleg 25m inni laug þar sem hægt er að synda IMI við þokkalegar aðstæður. En á síðustu árum hafa verðið reistar nokkrar nýjar 25m útilaugar, og er nú komin tími til að stofna sundfélög eða deildir á þeim stöðum. Guðfinnur Ólafsson Form. SSÍ 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.