Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 38
Keppendur í 20 km Islandsgöngunni. nesflóa og endað við Félagsheimili Hólma- víkur, þar sem keppendur gátu farið í sturtu og skolað af sér svitann. Keppendum og starfsmönnum var boðið í dýrindis kaffiveislu í félagsheimilinu sem konur á Hólmavík og í Kirkjubólshreppi höfðu fram borið. Þar fór einnig verðlauna- afhending fram. Þátttakendur voru samtals 71, yngsti keppandinn 7 ára og sá elsti 63 ára. Þátttakan Þrettán keppendur komu frá ísafirði, þrír úr Reykjavík, einn frá Sauðárkróki og samtals 54 heimamenn tóku þátt. Samkvæmt mínum heimildum hafa aldrei fleiri heimamenn tekið þátt í sömu göngunni. Enginn keppandi kom frá Akureyri eða því svæði og mun færri keppendur komu frá Isafirði en búist var við í upphafi. Bikarmót SKÍ á Akureyri þennan sama dag setti þar strik í reikninginn. Finnst okkur það ansi hart fram komið við okkur að setja þetta bikarmót ofan í Strandagönguna, ekki síst þar sem við erum að halda hana í fyrsta skipti og búnir að kosta miklu til að gera hana sem glæsilegasta. Það er eindregin ósk HSS og Strandamanna allra að þetta gerist ekki aftur. Það er ljóst að gönguskíðaíþróttin á vaxandi fylgi að fagna hér á Ströndum og okkar fólk er að ná góðum árangri á mót- um utan héraðs. Strandamenn fjölmenntu í Fossavatnsgönguna 29. april s.l. og náðu góðum árangri margir hverjir. Fossavatns- gangan fór fram í blíðskaparveðri, logni og sólskini enda fóru margir rauðir heim. Fossavatnsgangan var síðasta Islandsgang- an á þessum vetri og þar með urðu úrslitin ljós samanlagt úr Islandsgöngunum en þrír bestu árangramir gilda. I flokki 17-34 ára varð íslandsmeistari Ragnar Kristinn Bragason HSS. Strandamenn hafa ekki eignast íslandsmeistara í skíðaíþróttum síðan 1952. Þessi árangur Ragnars ætti að hvetja Strandamenn til enn frekari afreka á gönguskíðum. Strandamenn eiga unga og efnilega göngumenn, HSS hvetur þá til að setja markið hátt og æfa af kappi. Islandsgöngurnar eru skemmtilegar keppnir sem ættu að geta aukið göngu- skíðaiðkun ef vel er á málum haldið. Það ætti að vera keppikefli þeirra sem halda þessar göngur á hverjum stað að gera það sem best og fá sem flesta til að vera með. HSS þakkar öllum þeim er studdu við bakið á okkur og gerðu framkvæmd fyrsta Strandagöngunar mögulega. HSS þakkar Þorsteini Sigfússyni göngustjóra fyrir geysilega vel unnið starf og félögum úr Björgunarsveit SVFÍ á Hólmavík fyrir brautarvörslu og brautarlagningu, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík fyrir fjármögnun á verðlaunapeningum, konum á Hólmavík og úr Kirkjubólshreppi fyrir glæsilegar veitingar og stuðning Hólmavíkurhrepps við gönguna með fjárframlagi. Sjáumst öll hress og kát í Strandagöngunni á næsta ári. Islandi allt. Form. Héraðssambands Strandamanna Vignir Örn Pálsson. Veður var dkjósanlegt að sunnudeginum, þegar ganganfór fram. 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.