Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 33
Lokaglíman. Upprennandi glímustjarna, Ingibergur Sigurðsson, skellir aldursforsetanum Kristjáni Yngvasyni. og skörtuðu sex Islandsmeistur- um. Skarphéðinsmenn hlutu þrjá slíka og glímufélagið Ármann tvo. I hnokkaflokki sigraði lipur og snar drengur úr Ármanni, Júlíus Jakobsson. Hann kann ýmislegt fyrir sér og keppnis- skapið skortir ekki. Næstir komu Þorkell og Bjami Bjamsynir, bræður tveir af Laug- arvatni sem eiga til glímukappa að telja, en langafi þeirra, Bjami Bjamason skólastjóri var einn fremsti glímumaður landsins fyrr á öldinni. I piltaflokki voru miklar sviptingar í fjölmennum flokki sem var skipt í tvo riðla sökum fjölda keppenda sem voru 17 alls. Fjórir komust í úrslit, tveir Laugvetningar, einn Austfirðingur og einn Þingeyingur. Það var að lokum Þingeyingurinn Jón Smári Eyþórsson sem hrósaði sigri. Faðir hans, Eyþór Pétursson, fyrrum glímukóng- ur var á staðnum og veitti syni sínum góð ráð sem dugðu. Næstur varð Austfirðing- urinn Þórólfur Valsson, sterkur strákur, en ekki búinn að æfa mjög lengi. Þriðji varð Þorkell Snæbjömsson, efnilegur Laugvetn- ingur sem tekur glæsileg hábrögð en þessir þrír voru næstum hnífjafnir. Jón Smári var kunnáttumestur og það reið baggamun- inn. I sveinaflokki var Olafur Kristjánsson HSÞ öruggur sigurvegari. Olafur kann töluvert fyrir sér, enda af mikilli glímuætt úr Mývatnssveitinni. Hann er kappsfullur og oft býsna þungbúinn á svip þegar hann stikar inn á glímuvöllinn en yfirleitt létt- brýnn að glímulokum því Olafur er sigur- sæll með afbrigðum. Næstir honum komu félagar hans tveir, þeir Valdimar Ellertsson og Yngvi Hrafn Pétursson en þeir Ólafur em bræðrasynir. Knáir karlar f karlaflokki - 81 kg sigraði Þingeying- urinn knái, Amgeir Friðriksson en rúmlega þrítugur bóndi úr Rangárþingi, Kristinn á Þverlæk veitti honum þó harða keppni. Þriðji varð Friðrik Steingrímsson sem ein- hvemtíma fyrir óralöngu hafði glímt fyrir Þingeyinga. Friðrik er nú fertugur og kom eingöngu til að starfa við mótið. En spennandi keppni lætur engan ósnortinn og Friðrik henti pennanum, spennti glímubeltið og náði þriðja sæti í flokknum. Oddbjörn Magnússon þjálfari Sauðkræklinga varð fjórði eftir góða baráttu. í flokki - 90 kg sigraði gamli jaxlinn Kristján Yngvason HSÞ. Elstur keppenda sýndi hann að ekki má vanmeta klóka Rögnvaldur Ólafsson hafði engu gleymt. He'r tekst hann á við heljarmennið Þórð Hjartarson, Armanni. keppnismenn þó þeir nálgist fimmtugt enda hefur Kristján stundað íþróttir alla tíð og er vel á sig kominn. Meira að segja Ey- þór Pétursson, fyrrum glímukóngur mátti liggja fyrir Kristjáni að þessu sinni og hvað þá minni spámenn. í þriðja sætinu varð tvítugur Þingeying- ur, Sigurður Kjartansson. Milli hans og Kristjáns eru tæpir þrír áratugir og sýnir það best að glíma er íþrótt fyrir alla aldurs- hópa. í þyngsta flokkinn vantaði að vísu nokkra sterka glímumenn en ekki var keppnin síður fjörug fyrir það því hér mættu þeir ungu og upprennandi gömlum harðsnúnum görpum og þar hittust stálin stinn. Hinn eldsnarpi og brögðótti Ingi- bergur Sigurðsson sem keppt hefur fyrir Ármann síðustu árin sigraði örugglega en næstur kom Pétur Yngvason, helsti glíntu- frömuður Þingeyinga og fimmfaldur glímukóngur. Pétur hefur án efa keppt oft- ar og meir en nokkur glímumaður á Islandi fyrr og síðar og er enn í dag einn af þeim bestu. Hann sló við hinum unga Ármenn- ing Ólafi Sigurðssyni sem áður keppti fyrir HSK. Mesta athygli vakti þó keppandinn sem að lokum vermdi botnsætið. Það var enginn annar en Rögnvaldur Ólafsson KR, formaður Glímusambandsins. Hann tók sig til og girtist glímubelti í tilefni dagsins og hafði þá aðeins keppt tvisvar síðustu tíu árin og tuttugu kílóin! Rögnvaldur sýndi glæsileg tilþrif í gólfvömum enda alþekkt- ur fyrir þær á árum áður. Fögnuðu áhorf- endur mjög afturkomu hans á glímuvöll- inn. Sterkara kynið hjá HSK Það voru konurnar sem héldu uppi merki HSK á mótinu en þær sigruðu í þremur af fimm flokkum kvenna. í hinum flokkunum sáu þingeysku dömurnar um móttöku gullpeninga eftir mótið. Andrea Pálsdóttir HSK varð hlut- skörpust í hnátuflokki. Þessi hægláta stúlka frá Rauðalæk svipti öllum keppinautum í völlinn á sniðglímu en þurfti að takast hressilega á við Hildigunni Káradóttur sem Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.