Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 6
UMFÍ - FRÉTTIR Frjálsar á Króknum Það er greinilega mikill áhugi fyrir íþróttum á Sauðárkróki. Þar er fyrir blómlegt íþróttalíf með sterku knattspyrnuliði og spræku körfuboltaliði. Þetta er hins vegar ekki nóg fyrir þá á Króknum og nú eru Stólarnir að stofna frjálsíþróttadeild, merkur áfangi það. Margrét fékk gullskónm Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, var markahæst í 1. deild kvenna í sumar. Margrét skoraði 13 mörk í sumar en félagi hennar hjá Blikunum, Sigrún Ottósdóttir, kom næst með 12 mörk. Bréf til Landshreyfingcir '95 Hætti að reykja og fór að æfa Ég vil þakka Landshreyfingu '95 fyrir framtak í að fólk hreyfi sig. Ég er búin að vera stórreykingakona í marga áratugi og var farin að reykja u.þ.b. tvo og hálfan pakka á dag. Ég hætti að reykja 8. janúar, 1995 og þá byrjaði ég að synda - en ég hafði ekki synt í tæp fjörutíu ár. Þegar ég fékk mér Landshreyfingar- bókina í júní ætlaði ég að ná mér í brons- verðlaun en í dag tók ég á móti gullverðlaunum. Mér finnst ég ekki nema hálf manneskja ef ég kemst ekki í sund daglega. Ég hlakka til að fá frá ykkur viðurkenningarskjal því það er mikill stuðningur að hafa eitthvað til að stefna að. lands HREYRNG95 28.maí ■ 30.ágÚ8t —_ Go-ju kai Mikil uppsveifla virðist vera í karate hjá Ungmennafélögum á landinu. Nýlega réðu karatedeildir Stjörnunnar, Fjölnis og Selfoss, karateþjálfarann Sölva Rafn Rafnsson til að þjálfa deildir félaganna. Sölvi mun þjálfa tvisvar í viku hjá hverju félagi og verður æft í Go-ju kai stíl. Afturelding í 1. deild Mikil uppsveifla er í kvennaknattspyrnunni hjá UMSK. Blikastúlkur urðu nýlega íslands- meistarar í knattspyrnu og lið Aftureldingar vann sér sæti í 1. deildinni. UMSK eiga nú þrjú lið í 1. deild kvenna. Með kæru þakklæti fyrir mig Hólmfríður Sigurðardóttir ^8248 stig og nýtt Islandsmet Frjálsíþróttakappinn Jón Arnar Magnússon bætti Islandsmet sitt í tugþraut á alþjóðlegu móti í Talence í Frakklandi. Jón Arnar stóð sig mjög vel á mótinu og var lengi vel í öðru sæti en undir lokin datt hann niður í það fimmta. Hann fékk 8248 stig og bætti Islandsmetið sitt um 11 stig. Frá IŒÍ Körfubolti er fyrir alla Undanfarin ár hefur áhugi á körfu- knattleik aukist gífurlega meðal barna og unglinga. Æ fleiri hafa áhuga á að stunda þessa íþrótt og hefur Körfuknattleiks- samband íslands lagt sitt af mörkunum til að gera öllum kleift að vera með undir kjörorðinu „Körfubolti er fyrir alla". Tvœr deildir Eitt af því sem gert hefur verið er að skipta Islandsmóti yngri flokka upp í tvær deildir, 1. deild og 2. deild. Áður var eingöngu leikið í einni deild sem hafði oft mikinn ferðakostnað í för með sér. Sérstaklega var ferðakostnaður liða af landsbyggðinni mikill. Hann stóð starfi þeirra oft á tíðum fyrir þrifum og kom í veg fyrir þátttöku í Islandsmóti. Riðlakeppni Með stofnun 2. deildar hefur KKÍ tekið á þessu vandamáli. Þar er leikinn riðla- keppni innan landshlutanna og ferða- kostnaði þannig haldið í lágmarki. Leikin verða þrjú fjölliðamót í hverjum aldurs- flokki og mætast sigurvegararnir í hverjum riðli svo í úrslitakeppni þar sem leikið er um Islandsmeistaratitilinn í 2. deild. I fyrra var keppt í fyrsta sinn í 2. deild yngri flokka og tókst framkvæmdin mjög vel. Þátttaka var vonum framar í öllum landsfjórðungum nema á Austurlandi. Námskeið KKI hvetur ungmennafélög til að bregðast við og senda inn þátttöku- tilkynningu í fslandsmótið. KKÍ mun gera sitt besta til að veita félögum alla þá aðstoð sem þau óska eftir, m.a. að senda félögum þjálfara til að halda námskeið fyrir iðkendur og þjálfara, halda þjálfara- námskeið ofl. í þeim dúr. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu KKÍ í síma: 568-5949 Fréttatilkynning 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.